„Þetta var hamfaratímabil hjá Val í fyrra“ Anton Ingi Leifsson skrifar 10. maí 2020 12:00 Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Valsliðsins. Vísir/Bára Atli Viðar Björnsson, sparkspekingur og fyrrum markahrókur, segir að síðasta tímabil hjá Val í Pepsi Max-deild karla sé best lýst sem hamfaratímabili sem fór í stríð við allt og alla. Rikki G fékk þá Atla Viðar Björnsson og fjölmiðlamanninn Þorkel Mána Pétursson til að fara yfir stöðuna á íslenska boltanum í vikunni en innan við fimm vikur eru þangað til að boltinn fari að rúlla hér heima. Valur var á meðal liða sem voru til umræðu. „Þetta var hamfaratímabil hjá Val í fyrra. Þeir gátu nákvæmlega ekki neitt. Það var allt sem fór úrskeiðis. Þeir voru í stríði við fjölmiðla og Óli var pirraður út í allt og alla. Þetta er tímabil sem Valur þarf að koma til baka,“ sagði Atli VIðar. „Þeir eru komnir með nýjan mann í brúnna. Heimir Guðjónsson er kominn heim. Við vitum allir hvað hann stendur fyrir en mér finnst stóru gæjarnir, elstu gæjarnir, reyndustu gæjarnir. Þeir skulda. Mér fannst Haukur Páll ekki í fyrra, mér fannst Eiður Aron ekki góður í fyrra, Hannes var þokkalegur.“ Máni segir að það sé pressa á leikmönnum Vals að spila vel í ár því geri liðið ekki gott mót í ár er ljóst að leikmennirnir þurfa að taka ábyrgðina á sig. „Það sem er gott við Valsara er að það er góður maður sem tekur við. Hann er með reynslu af því að taka við liði af Óla Jó og búa til sigursælt lið. Hann er líka að fá leikmannahóp í hendurnar sem er hungraður í að sanna sig. Ef Valur á slakt tímabil núna þá eru leikmennirnir ekki nægilega góðir. Það segir sig sjálft.“ Umræðuna um Val má sjá hér að neðan. Klippa: Sportið í kvöld - Umræða um Val Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Pepsi Max-deild karla Sportið í kvöld Valur Mest lesið Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti Hræðileg mistök hjá Elíasi í Evrópudeildinni í gærkvöldi Fótbolti Galdraskot Óðins vekur athygli Handbolti „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Íslenski boltinn Freyr segir ummæli sín tekin úr samhengi Fótbolti Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Íslenski boltinn Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Enski boltinn Stóð á boltanum áður en hún sólaði andstæðinginn upp úr skónum Fótbolti Toppsætið endurheimt með átta marka stórsigri Fótbolti Spænska stjarnan flutt á sjúkrahús eftir slys á æfingu Fótbolti Fleiri fréttir Letti í landsliðshóp Þjóðverja fyrir mistök Henry harðorður í garð Mbappé Sjáðu hinn verðmæta Orra skora með skalla í Tékklandi Valgeir laus í Svíþjóð og gæti verið á heimleið Freyr segir ummæli sín tekin úr samhengi Hræðileg mistök hjá Elíasi í Evrópudeildinni í gærkvöldi „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Stóð á boltanum áður en hún sólaði andstæðinginn upp úr skónum Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Spænska stjarnan flutt á sjúkrahús eftir slys á æfingu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Kristian aftur í leikmannahópi Ajax | Sverrir stóð í vörn Panathinaikos Tvenna Diallo tryggði fyrsta sigurinn Sigrinum óvænt stolið af Sociedad eftir jöfnunarmark Orra Toppsætið endurheimt með átta marka stórsigri Tvö mörk á tveimur mínútum tryggðu sigur Galatasaray tók toppsætið af Tottenham Tvö lið með fullt hús stiga í Sambandsdeildinni Ákvörðun þjálfarans að kalla Mbappé ekki inn í landsliðshópinn „Frammistaða upp á 8,5 í þessum leik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Víkingi sextíu milljónir til viðbótar Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ Ísland í riðli með Frökkum og Maríu Ragnar ráðinn til AGF „Leið eins og ég væri í einhverju sorgarferli“ Sjá meira
Atli Viðar Björnsson, sparkspekingur og fyrrum markahrókur, segir að síðasta tímabil hjá Val í Pepsi Max-deild karla sé best lýst sem hamfaratímabili sem fór í stríð við allt og alla. Rikki G fékk þá Atla Viðar Björnsson og fjölmiðlamanninn Þorkel Mána Pétursson til að fara yfir stöðuna á íslenska boltanum í vikunni en innan við fimm vikur eru þangað til að boltinn fari að rúlla hér heima. Valur var á meðal liða sem voru til umræðu. „Þetta var hamfaratímabil hjá Val í fyrra. Þeir gátu nákvæmlega ekki neitt. Það var allt sem fór úrskeiðis. Þeir voru í stríði við fjölmiðla og Óli var pirraður út í allt og alla. Þetta er tímabil sem Valur þarf að koma til baka,“ sagði Atli VIðar. „Þeir eru komnir með nýjan mann í brúnna. Heimir Guðjónsson er kominn heim. Við vitum allir hvað hann stendur fyrir en mér finnst stóru gæjarnir, elstu gæjarnir, reyndustu gæjarnir. Þeir skulda. Mér fannst Haukur Páll ekki í fyrra, mér fannst Eiður Aron ekki góður í fyrra, Hannes var þokkalegur.“ Máni segir að það sé pressa á leikmönnum Vals að spila vel í ár því geri liðið ekki gott mót í ár er ljóst að leikmennirnir þurfa að taka ábyrgðina á sig. „Það sem er gott við Valsara er að það er góður maður sem tekur við. Hann er með reynslu af því að taka við liði af Óla Jó og búa til sigursælt lið. Hann er líka að fá leikmannahóp í hendurnar sem er hungraður í að sanna sig. Ef Valur á slakt tímabil núna þá eru leikmennirnir ekki nægilega góðir. Það segir sig sjálft.“ Umræðuna um Val má sjá hér að neðan. Klippa: Sportið í kvöld - Umræða um Val Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Pepsi Max-deild karla Sportið í kvöld Valur Mest lesið Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti Hræðileg mistök hjá Elíasi í Evrópudeildinni í gærkvöldi Fótbolti Galdraskot Óðins vekur athygli Handbolti „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Íslenski boltinn Freyr segir ummæli sín tekin úr samhengi Fótbolti Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Íslenski boltinn Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Enski boltinn Stóð á boltanum áður en hún sólaði andstæðinginn upp úr skónum Fótbolti Toppsætið endurheimt með átta marka stórsigri Fótbolti Spænska stjarnan flutt á sjúkrahús eftir slys á æfingu Fótbolti Fleiri fréttir Letti í landsliðshóp Þjóðverja fyrir mistök Henry harðorður í garð Mbappé Sjáðu hinn verðmæta Orra skora með skalla í Tékklandi Valgeir laus í Svíþjóð og gæti verið á heimleið Freyr segir ummæli sín tekin úr samhengi Hræðileg mistök hjá Elíasi í Evrópudeildinni í gærkvöldi „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Stóð á boltanum áður en hún sólaði andstæðinginn upp úr skónum Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Spænska stjarnan flutt á sjúkrahús eftir slys á æfingu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Kristian aftur í leikmannahópi Ajax | Sverrir stóð í vörn Panathinaikos Tvenna Diallo tryggði fyrsta sigurinn Sigrinum óvænt stolið af Sociedad eftir jöfnunarmark Orra Toppsætið endurheimt með átta marka stórsigri Tvö mörk á tveimur mínútum tryggðu sigur Galatasaray tók toppsætið af Tottenham Tvö lið með fullt hús stiga í Sambandsdeildinni Ákvörðun þjálfarans að kalla Mbappé ekki inn í landsliðshópinn „Frammistaða upp á 8,5 í þessum leik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Víkingi sextíu milljónir til viðbótar Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ Ísland í riðli með Frökkum og Maríu Ragnar ráðinn til AGF „Leið eins og ég væri í einhverju sorgarferli“ Sjá meira