Landsliðsþjálfari lofsyngur lið Víkinga Anton Ingi Leifsson skrifar 3. apríl 2020 10:45 Freyr Alexandersson er aðstoðarlandsliðsþjálfari. vísir/getty Freyr Alexandersson, aðstoðarlandsliðsþjálfari karlaliðs Íslands í knattspyrnu, segir Víking í Pepsi Max-deild karla vera með stórkostlegt lið. Hann telur leikmannahóp liðsins afar sterkan og líklegan til afreka fyrir komandi tímabil. Freyr var einn af gestum Guðmundar Benediktssonar í Sportinu í kvöld í gærkvöldi þar sem Freyr, Guðmundur og Hjörvar Hafliðason fóru yfir víðan völl. Þar á meðal íslenska boltann. „Víkingur er með stórkostlegt lið. Það er ekkert hægt að fara í kringum það. Þeir eru með Óttar Magnús og ég hef gríðarlegar mætur á honum. Undir engum eðlilegum kringumstæðum, nú set ég pressu á hann, ætti hann að vera spila á Íslandi,“ sagði Freyr. „Hann er það hæfileikaríkur og vel gerður náungi. Þeir eru með einn besta framherjann í deildinni og svo tvo bestu miðverðina mögulega í sama liðinu ásamt Ingvari Jónssyni í markinu. Þetta er ágætis beinagrind og svo get ég talið margt í kringum þá.“ Hjörvar segir að í leik gegn KA í Lengjubikarnum hafi hann séð fótbolta sem hann hafi ekki oft séð áður. Hann segir að Víkingur muni berjast við toppinn en KR muni halda uppteknum hætti frá því í sumar og svo megi ekki gleyma Breiðablik. „Það komu stundum bara 70 sendinga síkvensar sem maður hefur ekkert oft séð. Við erum að setja pressuna á þá en KR-ingar unnu mótið í fyrra með fordæmalausum yfirburðum. Breiðablik er með svakalegan leikmannahóp og hafa fjárfest í hópnum sínum og náð í leikmenn, breyta um leikstíl.“ Klippa: Sportið í kvöld - Umræða um Víking Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Pepsi Max-deild karla Sportið í kvöld Víkingur Reykjavík Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Enski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Gullboltinn veittur í kvöld: Dembélé líklegastur til að hreppa hnossið en PSG á leik Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Frestaður stórleikur skarast á við afhendingu Gullknattarins Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Kátt á hjalla í Katalóníu Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Dortmund heldur í við Bayern Vildi vinna sem og byrja leikinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Stórmeistarajafntefli í Lundúnum „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Arna komin á blað í Noregi Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Jafntefli í fyrstu tveimur leikjum dagsins Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Roma vann slaginn um Rómaborg Sjá meira
Freyr Alexandersson, aðstoðarlandsliðsþjálfari karlaliðs Íslands í knattspyrnu, segir Víking í Pepsi Max-deild karla vera með stórkostlegt lið. Hann telur leikmannahóp liðsins afar sterkan og líklegan til afreka fyrir komandi tímabil. Freyr var einn af gestum Guðmundar Benediktssonar í Sportinu í kvöld í gærkvöldi þar sem Freyr, Guðmundur og Hjörvar Hafliðason fóru yfir víðan völl. Þar á meðal íslenska boltann. „Víkingur er með stórkostlegt lið. Það er ekkert hægt að fara í kringum það. Þeir eru með Óttar Magnús og ég hef gríðarlegar mætur á honum. Undir engum eðlilegum kringumstæðum, nú set ég pressu á hann, ætti hann að vera spila á Íslandi,“ sagði Freyr. „Hann er það hæfileikaríkur og vel gerður náungi. Þeir eru með einn besta framherjann í deildinni og svo tvo bestu miðverðina mögulega í sama liðinu ásamt Ingvari Jónssyni í markinu. Þetta er ágætis beinagrind og svo get ég talið margt í kringum þá.“ Hjörvar segir að í leik gegn KA í Lengjubikarnum hafi hann séð fótbolta sem hann hafi ekki oft séð áður. Hann segir að Víkingur muni berjast við toppinn en KR muni halda uppteknum hætti frá því í sumar og svo megi ekki gleyma Breiðablik. „Það komu stundum bara 70 sendinga síkvensar sem maður hefur ekkert oft séð. Við erum að setja pressuna á þá en KR-ingar unnu mótið í fyrra með fordæmalausum yfirburðum. Breiðablik er með svakalegan leikmannahóp og hafa fjárfest í hópnum sínum og náð í leikmenn, breyta um leikstíl.“ Klippa: Sportið í kvöld - Umræða um Víking Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Pepsi Max-deild karla Sportið í kvöld Víkingur Reykjavík Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Enski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Gullboltinn veittur í kvöld: Dembélé líklegastur til að hreppa hnossið en PSG á leik Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Frestaður stórleikur skarast á við afhendingu Gullknattarins Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Kátt á hjalla í Katalóníu Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Dortmund heldur í við Bayern Vildi vinna sem og byrja leikinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Stórmeistarajafntefli í Lundúnum „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Arna komin á blað í Noregi Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Jafntefli í fyrstu tveimur leikjum dagsins Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Roma vann slaginn um Rómaborg Sjá meira