Kínverjar bjóða Norður-Kóreu aðstoð vegna faraldursins Kjartan Kjartansson skrifar 9. maí 2020 17:38 Norður-kóresk landamærastöð handan hlutlausa svæðisins á mörkum Norður- og Suður-Kóreu. Óstaðfestar fregnir hafa verið um að norður-kóreskum landamæravörðum hafi verið skipað að skjóta hvern þann sem reynir að fara yfir landamæri landsins að Kína vegna faraldursins. Vísir/EPA Forseti Kína hefur áhyggjur af hvaða áhrif kórónuveirufaraldurinn gæti haft á nágrannaríki Norður-Kóreu þrátt fyrir að alræðisstjórnin þar haldi því fram að ekkert smit hafi greinst í landinu. Stjórnvöld í Beijing hafa boðið Norður-Kóreu aðstoð í að bregðast við faraldri. Í þakkarskilaboðum til Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, lagði Xi Jinping, forseti Kína, áherslu á samstarf ríkjanna til að fyrirbyggja útbreiðslu veirunnar í Norður-Kóreu. Kínversk stjórnvöld væru reiðubúin að aðstoða Norður-Kóreu í að berjast gegn veirunni. Heilbrigðiskerfi Norður-Kóreu er sagt veikburða og talið geta hrunið undan álagi jafnvel þó að faraldur nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur Covid-19 yrði smár í sniðum þar. Sérfræðingar véfengja fullyrðingar stjórnvalda í Pjongjang um að enginn hafi smitast í landinu þrátt fyrir að Norður-Kórea hafi verið fyrsta landið til að banna komur ferðamanna í janúar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Faraldur hefur enda geisað í Kína til norðurs og í Suður-Kóreu til suðurs. Svarti markaðurinn í Norður-Kóreu byggir á ólöglegum viðskiptum yfir landamærin að Kína. Miklar vangaveltur hafa verið um heilsu Kim sjálfs eftir að hann sást ekki opinberlega í tuttugu daga og missti af hátíðarhöldum í tilefni af afmæli afa síns. Sögur um að Kim væri helsjúkur eða jafnvel látinn gengu fjöllunum hærra þrátt fyrir að suður-kóreska leyniþjónustan segði engar vísbendingar um það. Kim skaut svo upp kollinum í heimsókn í áburðarverksmiðju 2. maí. Norður-Kórea Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Norður-Kórea skaut á vaktstöð Suður-Kóreu Landamæraverðir Norður- og Suður-Kóreu skutust á í morgun á svæði í kring um landamæri ríkjanna sem á að teljast hlutlaust. 3. maí 2020 08:19 Ráðamenn í Norður-Kóreu ítrekað ranglega sagðir dánir Kim Jong Un er ekki dáinn en hann er ekki fyrsti einræðisherra Norður-Kóreu sem ranglega sagður vera dáinn og það mun líklegast gerast aftur. 29. apríl 2020 06:00 Norðurkóreskur læknir segir stjórnvöld fela faraldurinn Stjórnvöld í Norður-Kóreu eru sögð reyna að fela kórónuveirufaraldurinn þar í landi. Enn sem komið er hefur ekki verið greint frá því að neinn hafi smitast. 20. apríl 2020 19:00 Kim mættur aftur til starfa Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, mætti í gær á opnunarathöfn áburðarverksmiðju í útjaðri Pyongyang en hann hafði ekki sést opinberlega í tuttugu daga og héldu margir að Kim væri alvarlega veikur eða jafnvel fallinn frá vegna fjarveru sinnar. 2. maí 2020 10:02 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira
Forseti Kína hefur áhyggjur af hvaða áhrif kórónuveirufaraldurinn gæti haft á nágrannaríki Norður-Kóreu þrátt fyrir að alræðisstjórnin þar haldi því fram að ekkert smit hafi greinst í landinu. Stjórnvöld í Beijing hafa boðið Norður-Kóreu aðstoð í að bregðast við faraldri. Í þakkarskilaboðum til Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, lagði Xi Jinping, forseti Kína, áherslu á samstarf ríkjanna til að fyrirbyggja útbreiðslu veirunnar í Norður-Kóreu. Kínversk stjórnvöld væru reiðubúin að aðstoða Norður-Kóreu í að berjast gegn veirunni. Heilbrigðiskerfi Norður-Kóreu er sagt veikburða og talið geta hrunið undan álagi jafnvel þó að faraldur nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur Covid-19 yrði smár í sniðum þar. Sérfræðingar véfengja fullyrðingar stjórnvalda í Pjongjang um að enginn hafi smitast í landinu þrátt fyrir að Norður-Kórea hafi verið fyrsta landið til að banna komur ferðamanna í janúar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Faraldur hefur enda geisað í Kína til norðurs og í Suður-Kóreu til suðurs. Svarti markaðurinn í Norður-Kóreu byggir á ólöglegum viðskiptum yfir landamærin að Kína. Miklar vangaveltur hafa verið um heilsu Kim sjálfs eftir að hann sást ekki opinberlega í tuttugu daga og missti af hátíðarhöldum í tilefni af afmæli afa síns. Sögur um að Kim væri helsjúkur eða jafnvel látinn gengu fjöllunum hærra þrátt fyrir að suður-kóreska leyniþjónustan segði engar vísbendingar um það. Kim skaut svo upp kollinum í heimsókn í áburðarverksmiðju 2. maí.
Norður-Kórea Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Norður-Kórea skaut á vaktstöð Suður-Kóreu Landamæraverðir Norður- og Suður-Kóreu skutust á í morgun á svæði í kring um landamæri ríkjanna sem á að teljast hlutlaust. 3. maí 2020 08:19 Ráðamenn í Norður-Kóreu ítrekað ranglega sagðir dánir Kim Jong Un er ekki dáinn en hann er ekki fyrsti einræðisherra Norður-Kóreu sem ranglega sagður vera dáinn og það mun líklegast gerast aftur. 29. apríl 2020 06:00 Norðurkóreskur læknir segir stjórnvöld fela faraldurinn Stjórnvöld í Norður-Kóreu eru sögð reyna að fela kórónuveirufaraldurinn þar í landi. Enn sem komið er hefur ekki verið greint frá því að neinn hafi smitast. 20. apríl 2020 19:00 Kim mættur aftur til starfa Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, mætti í gær á opnunarathöfn áburðarverksmiðju í útjaðri Pyongyang en hann hafði ekki sést opinberlega í tuttugu daga og héldu margir að Kim væri alvarlega veikur eða jafnvel fallinn frá vegna fjarveru sinnar. 2. maí 2020 10:02 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira
Norður-Kórea skaut á vaktstöð Suður-Kóreu Landamæraverðir Norður- og Suður-Kóreu skutust á í morgun á svæði í kring um landamæri ríkjanna sem á að teljast hlutlaust. 3. maí 2020 08:19
Ráðamenn í Norður-Kóreu ítrekað ranglega sagðir dánir Kim Jong Un er ekki dáinn en hann er ekki fyrsti einræðisherra Norður-Kóreu sem ranglega sagður vera dáinn og það mun líklegast gerast aftur. 29. apríl 2020 06:00
Norðurkóreskur læknir segir stjórnvöld fela faraldurinn Stjórnvöld í Norður-Kóreu eru sögð reyna að fela kórónuveirufaraldurinn þar í landi. Enn sem komið er hefur ekki verið greint frá því að neinn hafi smitast. 20. apríl 2020 19:00
Kim mættur aftur til starfa Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, mætti í gær á opnunarathöfn áburðarverksmiðju í útjaðri Pyongyang en hann hafði ekki sést opinberlega í tuttugu daga og héldu margir að Kim væri alvarlega veikur eða jafnvel fallinn frá vegna fjarveru sinnar. 2. maí 2020 10:02