Nota hitaskynjandi dróna í umfangsmikilli leit að hundinum Bangsa Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. maí 2020 11:56 Hundurinn Bangsi hefur verið týndur frá því á þriðjudaginn. Mynd/Aðsend Umfangsmikil leit stendur nú yfir að hundinum Bangsa sem varð viðskila við eiganda sinn nærri Helgufoss ofan við Gljúfrastein i Mosfellsdal. Um fimmtíu manns komu að leitinni í gær og í dag er leitinni svæðaskipt. Meðal annars er notast við hitaskynjandi dróna. Bangsi er 15 ára hundur sem er blanda af íslenskum hundi og Border Collie, gylltur og hvítur. Hann týndist á þriðjudaginn og síðan þá hafa eigendur hans leitað hans með dyggri aðstoð vina, kunningja og hundaáhugamanna. Í samtali við Vísi segir Hermann Georg Gunnlaugsson, eigandi hundarins að nú sé leitinni beint að tveimur svæðum. Annars vegar með hitaskynjandi drónum á svæðinu þar sem hann varð viðskila við eigandann. Um 50 manns komu að leitinni í gær.Mynd/Aðsend „Við erum með hjálparsveit skáta sem er komið með dróna og eru að nota hitadróna til að fara yfir og sjá heita bletti,“ segir Hermann en kórfélagar hans, sem einnig eru meðlimir í björgunarsveit hafi boðið fram aðstoð sína. „Þau eru líka að nota tækifærið að prufa hitaskannann og sjá hvernig hann virkar í þessu umhverfi,“ segir Hermann. Annar hluti leitarinnar fer fram við Höfðahverfi, Grafarvogi, Ártúnshöfði, Hálsum, Fákum, Úlfarsárdal og Elliðaárdal og eru allir þeir sem vettlingi geta valdið hvattir til að aðstoða við leitina. Þá hvetur Hermann þá sem ætla að nýta daginn til útisvistar að hafa augun hjá sér ef Bangsi skyldi dúkka upp einhver staðar. Þrátt fyrir að Bangsi sé kominn til ára sinna segir Hermann að hann sé vel sprækur, gangi allajafna 3-4 kílómetra á dag og hafi honum tekist að komast af svæðinu þar sem hann týndist sé mögulegt að hann hafi komist allt að 60 kílómetra. Einnig sé sá möguleiki fyrir hendi að hann sé fastur einhvers staðar og geti ekki látið vita af sér. Bangsa er sárt saknaðMynd/Aðsend „Frá því á þriðjudag er mikill fjöldi fólks búinn að taka þátt í leitinni og í gær komu um 50 manns meira og minna að leitinni. Ótrúlegt hvað fólk hefur sýnt þessu áhuga og tekið þátt í að leita,“ skrifar Hermann á Facebook sem biður þá sem kunna að hafa séð til Bangsa að hafa samband við sig. Upplýsingar um hvernig megi hafa samband við Hermann má finna í Facebook-færslu hans hér að neðan. Bangsi enn ófundinn. Uppfærsla 9. maí kl. 00:20 Bangsi er 15 ára hundur sem er blanda af íslenskum hundi og Border...Posted by Hermann Georg Gunnlaugsson on Föstudagur, 8. maí 2020 Dýr Mosfellsbær Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Umfangsmikil leit stendur nú yfir að hundinum Bangsa sem varð viðskila við eiganda sinn nærri Helgufoss ofan við Gljúfrastein i Mosfellsdal. Um fimmtíu manns komu að leitinni í gær og í dag er leitinni svæðaskipt. Meðal annars er notast við hitaskynjandi dróna. Bangsi er 15 ára hundur sem er blanda af íslenskum hundi og Border Collie, gylltur og hvítur. Hann týndist á þriðjudaginn og síðan þá hafa eigendur hans leitað hans með dyggri aðstoð vina, kunningja og hundaáhugamanna. Í samtali við Vísi segir Hermann Georg Gunnlaugsson, eigandi hundarins að nú sé leitinni beint að tveimur svæðum. Annars vegar með hitaskynjandi drónum á svæðinu þar sem hann varð viðskila við eigandann. Um 50 manns komu að leitinni í gær.Mynd/Aðsend „Við erum með hjálparsveit skáta sem er komið með dróna og eru að nota hitadróna til að fara yfir og sjá heita bletti,“ segir Hermann en kórfélagar hans, sem einnig eru meðlimir í björgunarsveit hafi boðið fram aðstoð sína. „Þau eru líka að nota tækifærið að prufa hitaskannann og sjá hvernig hann virkar í þessu umhverfi,“ segir Hermann. Annar hluti leitarinnar fer fram við Höfðahverfi, Grafarvogi, Ártúnshöfði, Hálsum, Fákum, Úlfarsárdal og Elliðaárdal og eru allir þeir sem vettlingi geta valdið hvattir til að aðstoða við leitina. Þá hvetur Hermann þá sem ætla að nýta daginn til útisvistar að hafa augun hjá sér ef Bangsi skyldi dúkka upp einhver staðar. Þrátt fyrir að Bangsi sé kominn til ára sinna segir Hermann að hann sé vel sprækur, gangi allajafna 3-4 kílómetra á dag og hafi honum tekist að komast af svæðinu þar sem hann týndist sé mögulegt að hann hafi komist allt að 60 kílómetra. Einnig sé sá möguleiki fyrir hendi að hann sé fastur einhvers staðar og geti ekki látið vita af sér. Bangsa er sárt saknaðMynd/Aðsend „Frá því á þriðjudag er mikill fjöldi fólks búinn að taka þátt í leitinni og í gær komu um 50 manns meira og minna að leitinni. Ótrúlegt hvað fólk hefur sýnt þessu áhuga og tekið þátt í að leita,“ skrifar Hermann á Facebook sem biður þá sem kunna að hafa séð til Bangsa að hafa samband við sig. Upplýsingar um hvernig megi hafa samband við Hermann má finna í Facebook-færslu hans hér að neðan. Bangsi enn ófundinn. Uppfærsla 9. maí kl. 00:20 Bangsi er 15 ára hundur sem er blanda af íslenskum hundi og Border...Posted by Hermann Georg Gunnlaugsson on Föstudagur, 8. maí 2020
Dýr Mosfellsbær Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira