Fótbolti

Strákarnir fá leyfi til að byrja í Danmörku en ekki stelpurnar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Stelpurnar í Brøndby fá líklega ekki að spila meiri fótbolta á þessari leiktíð.
Stelpurnar í Brøndby fá líklega ekki að spila meiri fótbolta á þessari leiktíð. vísir/getty

Það er eðlilega ekki mikil gleði á meðal forráðamanna dönsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu kvenna eftir nýjustu tíðindin þar í landi vegna kórónuveirunnar.

Mette Frederiksen, forsætisráðherra Dana, greindi frá því á fimmtudagskvöldið að efsta tvær deildirnar í karlaflokki; Superligaen og 1. deildin gæti hafist aftur en þá var ekkert gefið út efstu deildir kvennaboltans.

Danski boltinn hefur eins og flest aðrar deildir farið illa út úr kórónuveirunni og á dögunum bárust fréttir af því að nokkur félög í Danmörku hefðu orðið gjaldþrota ef ekki yrði byrjað að spila fljótlega.

Þrátt fyrir að deildarsamtökin í Danmörku hafa setið fundi með ríkisstjórninni er ekkert sem bendir til þess að úrvalsdeild kvenna fari aftur af stað fyrir sumarfrí og margir láta skoðun sína í ljós á Twitter.

Michael Sahl Hansen sem er framkvæmdarstjóri deildarsamtakanna í Danmörku segir að þetta séu mjög vond tíðindi fyrir þær deildir sem ekki geta farið að spila fótbolta aftur.

Hann segir að ástæðan sé sú, að hálfu ríkisstjórnarinnar, að félögunum sem spila í deildinni séu ekki í eins mikilli fjárhagshættu og liðin í efstu tveimur deildunum karlamegin.

Deildarkeppninni kvenna megin var lokið og átti að fara hefja úrslitakeppnina og umspil um fall.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×