Íslenskir aðalverktakar buðu lægst í breikkun hringvegarins um Ölfus Kristján Már Unnarsson skrifar 3. mars 2020 20:20 Íslenskir aðalverktakar áttu lægsta boð í breikkun sjö kílómetra kafla Suðurlandsvegar milli Selfoss og Hveragerðis. Tilboðsfrestur í þetta stærsta útboðsverk Vegagerðarinnar á þessu ári rann út í dag. Íslenskir aðalverktakar buðust til að vinna verkið fyrir 5.069 milljónir króna, sem var 176 milljónum króna undir áætluðum verktakakostnaði upp á 5.245 milljónir króna. Tilboð ÍAV var þannig 96,6 prósent af áætlun. Sami verktaki vann fyrsta áfangann á síðasta ári, tveggja og hálfs kílómetra kafla austan Hveragerðis, milli Varmár og Gljúfurholtsár, ásamt tengivegum, en hann var opnaður umferð í haust. Sjá hér: Öryggi eykst í Ölfusi þegar fyrsta áfanga lýkur í haust Tilboð voru opnuð hjá Vegagerðinni í dag. Tvö önnur boð bárust en þau reyndust bæði yfir kostnaðaráætlun. Suðurverk og Loftorka buðu saman 5.712 milljónir króna, eða 108,9 prósent af áætluðum kostnaði. Ístak átti hæsta boð, upp á 5.869 milljónir króna, eða 111,9 prósent af áætluðum kostnaði. Boð Ístaks var þannig 800 milljónum króna hærra en lægsta boð og boð Suðurverks og Loftorku var 643 milljónum hærra. Leggja á 2+1 veg með aðskildum akstursstefnum auk tengivega um sveitina. Framkvæmdir eiga að fara á fullt í vor og ljúka eftir þrjú ár en verklok eru í september 2023. Í frétt Stöðvar 2 í janúar var verkið útskýrt nánar með grafískum myndum frá Vegagerðinni: Samgöngur Umferðaröryggi Árborg Ölfus Hveragerði Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Sjá meira
Íslenskir aðalverktakar áttu lægsta boð í breikkun sjö kílómetra kafla Suðurlandsvegar milli Selfoss og Hveragerðis. Tilboðsfrestur í þetta stærsta útboðsverk Vegagerðarinnar á þessu ári rann út í dag. Íslenskir aðalverktakar buðust til að vinna verkið fyrir 5.069 milljónir króna, sem var 176 milljónum króna undir áætluðum verktakakostnaði upp á 5.245 milljónir króna. Tilboð ÍAV var þannig 96,6 prósent af áætlun. Sami verktaki vann fyrsta áfangann á síðasta ári, tveggja og hálfs kílómetra kafla austan Hveragerðis, milli Varmár og Gljúfurholtsár, ásamt tengivegum, en hann var opnaður umferð í haust. Sjá hér: Öryggi eykst í Ölfusi þegar fyrsta áfanga lýkur í haust Tilboð voru opnuð hjá Vegagerðinni í dag. Tvö önnur boð bárust en þau reyndust bæði yfir kostnaðaráætlun. Suðurverk og Loftorka buðu saman 5.712 milljónir króna, eða 108,9 prósent af áætluðum kostnaði. Ístak átti hæsta boð, upp á 5.869 milljónir króna, eða 111,9 prósent af áætluðum kostnaði. Boð Ístaks var þannig 800 milljónum króna hærra en lægsta boð og boð Suðurverks og Loftorku var 643 milljónum hærra. Leggja á 2+1 veg með aðskildum akstursstefnum auk tengivega um sveitina. Framkvæmdir eiga að fara á fullt í vor og ljúka eftir þrjú ár en verklok eru í september 2023. Í frétt Stöðvar 2 í janúar var verkið útskýrt nánar með grafískum myndum frá Vegagerðinni:
Samgöngur Umferðaröryggi Árborg Ölfus Hveragerði Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Sjá meira