Var ekki látin vita af fyrra brotinu fyrr en þroskaþjálfinn lamdi son hennar Kristín Ólafsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 8. maí 2020 18:58 Elín Ingibjörg Kristófersdóttir, móðir drengsins. Stöð 2 Móðir fimm ára, þroskaskerts drengs, sem varð fyrir ofbeldi af hálfu þroskaþjálfa á leikskóla sem hann var á í Kópavogi, segist hafa glatað trausti á opinberum stofnunum eftir að hafa fylgst með framgangi málsins í kerfinu. Þroskaþjálfinn hlaut dóm fyrir ofbeldið í lok apríl. Móðirin kveðst óánægð með það að konan hafi ekki verið dæmd til refsingar fyrir brot sín og segir verjanda hennar hafa gert lítið úr áhrifum ofbeldisins á drenginn. Þroskaþjálfinn var ákærð fyrir líkamsárás í opinberu starfi og brot gegn barnaverndarlögum með því að hafa í starfi sínu veist að barninu í tvígang; fyrst í október 2017 með því að hafa gripið um báðar hendur drengsins og krosslagt þær harkalega, og svo í febrúar 2018 með því að hafa slegið hann með flötum lófa í andlitið. Fram kemur í dómi að konan hafi þjáðst af áfallastreitu- og kvíðaröskun, eigi sér sögu um endurtekið þunglyndi og sé langveik. Þá hafi hún þjáðst af mikilli streitu og kvíða þegar atvik málsins gerðust og í raun ekki verið vinnufær vegna þess. Dómurinn komst að endingu að þeirri niðurstöðu að konan hefði gerst sek um umrædd brot en einnig að refsing fyrir þau yrði til þess fallin að eyðileggja heilsu hennar til framtíðar. Henni var því ekki gerð refsins vegna brotanna. Konunni var þó gert að greiða drengnum miskabætur að upphæð 400 þúsund krónur, auk kostnað við matsgerð dómskvadds matsmann, 485 þúsund krónur. Þá skal hún einnig greiða þóknun verjandi síns og skipaðs réttargæslumanns brotaþola, samtals um 1,5 milljónir króna. Sat grátandi í sófanum Drengurinn er með Dravet-heilkenni, sem lýsir sér í mikilli þroskaskerðingu, bæði andlegri og líkamlegri. Þá er hann einnig með illvíga flogaveiki, að sögn Elínar Ingibjargar Kristófersdóttur, móður drengsins. Hún lýsir því í samtali við Nadine Guðrúnu Yaghi fréttamann að hún hafi dag einn í febrúar 2018 komið að sækja drenginn á leikskólann. „Þá kemur til mín starfsmaður sem fer að tala um það við mig að hann sé eitthvað aðeins rauður á kinninni. Ég var svo sem ekkert að spá neitt þannig í það vegna þess að hann er ekki með fullkomið jafnvægi og er alveg „dettinn“,“ segir Elín. Sérkennslustjóri leikskólans bað hana því næst að koma á sinn fund. Þegar þangað var komið lýsir Elín því að þroskaþjálfinn hafi setið grátandi í sófanum. „Og segir við mig að hún hafi lamið hann. Og ég vissi ekki alveg hvernig ég átti að bregðast við og ég spyr hana af hverju. „Af því að ég var að reyna að gefa honum að borða“. Og ég vissi ekki hvernig ég ætti alveg að vera af því að þær stóðu þarna og mér er stillt þarna fyrir framan hana. Og ég bregst voða skringilega við. Ég einhvern veginn fer að hugga hana og „aumingja hún“, þetta er mjög skrýtið að lenda í þessum aðstæðum,“ segir Elín. Aðaláherslan á líðan þroskaþjálfans Hún fór svo með drenginn heim og ræddi í kjölfarið við föður hans, aðra fjölskyldumeðlimi og samstarfsfólk. Allir hafi sagt henni að þetta væri auðvitað ekki í lagi. „Um kvöldið þegar þetta gerist þá hafði hringt í mig yfirmaður á leikskólasviðinu. Og eina sem hún talaði um við mig í þessu símtali var að við þyrftum að hugsa voða vel um þennan starfsmann sem lamdi hann. […] Og þá fóru að renna á mig tvær grímur í sambandi við þetta. Ég meina, á bara að vera að taka hennar málstað fyrir þetta og ekkert að vera að spá í barnið?“ Elín segir að málið hafi hálfpartinn verið þaggað niður, í það minnsta að hennar mati. Á endanum bað hún um nánari útlistun á atvikinu umræddan dag í febrúar. „Þá kemur í ljós að í fyrsta lagi var þetta ekki í fyrsta sinn sem hún beitti hann ofbeldi. Og í öðru lagi var hún ekki einu sinni að sinna honum í þessum tiltekna kaffitíma. Það var annar starfsmaður að sinna honum. Hún kemur bara og er eitthvað að skipta sér af og heldur að hún getur gert betur, eða ég veit ekki hvað henni gekk til,“ segir Elín. „Hann getur ekki tjáð sig. Hann segir einstaka orð, hann tjáir sig ekki í heilum setningum. Þegar hann er að segja nóg komið eða stopp þá lemur hann oft frá sér. Og hann lemur eitthvað í hana. Og þá rífur hún bara í hann og gefur honum vænan kinnhest þannig að það smellur í og hann verður rauður á kinninni. Og svo rýkur hún fram grátandi.“ Elín kveðst mjög ósátt við að hún hafi ekki verið upplýst um fyrra atvikið fyrr en hið seinna kom upp. Vitni eru að báðum atvikum. „Það [fyrra atvikið] endar með því að hún lemur í borðið, stendur upp, öskrar á hann. Tekur hendurnar á honum, krossleggur þær yfir magann á honum og stendur fyrir aftan og þrýstir þeim aftur og blótar eitthvað og ragnar. Og hann fer að hágráta.“ Átti helst að sópa málinu ofan í skúffu Elín ræddi í kjölfarið við félagsráðgjafa hjá Greiningarstofnun ríkisins, sem hvatti hana til að tilkynna brotin til barnaverndarnefndar. Þær hafi því pantað fund með yfirmanni leikskólasviðs hjá Kópavogsbæ. „Okkar upplifun var sú að það var bara dregið mjög lappirnar með það. Það átti helst að sópa þessu helst ofan í einhverja skúffu og loka. Og ekkert að ræða þetta neitt meira.“ Dómurinn gegn þroskaþjálfanum féll í Héraðsdómi Reykjaness í apríl.Vísir/vilhelm Elín segist hafa áhyggjur af því að fleiri atvik á borð við þau sem nefnd eru hér að framan hafi komið upp. Þroskaþjálfinn hafi oft verið ein með drengnum inni í herbergi. „Ég meina, ef hún lemur hann og öskrar á hann. Stendur fyrir aftan hann og þrýstir svona á magann á honum þannig að barnið fer að hágráta í vitna viðurvist. Ég ætla náttúrulega ekki að ásaka hana um það, eða segja að hún hafi gert það, en auðvitað læðist það að manni að það hafi ekki verið allt með felldu.“ „Þetta er náttúrulega fáránlegt“ Málið hefur tekið mjög á Erlu, sem segist hafa glatað trausti á opinberum stofnunum eftir að hafa fylgst með tregðunni til að tilkynna málið og koma því í eðlilegan farveg. „Þegar maður á fatlað barn sem getur ekki hlaupið í burtu, sem getur ekki tjáð sig, þá er maður auðvitað óneitanlega hræddur um að eitthvað svona gerist og maður þarf að vera mjög vel vakandi. […] Ég þarf að treysta öðrum heldur en fjölskyldumeðlimum fyrir barninu. Af því að hann kemur alltaf til með að þurfa umönnunaraðila. Og þá er rosalega slæmt, þegar hann er á opinberri stofnun, og er laminn þar af þroskaþjálfa sem maður hélt að maður gæti treyst. Þetta eyðilagði rosalega fyrir mér traust á stofnunum hérna.“ Elín kveðst jafnframt ósátt við að konunni hafi ekki verið gerð refsing. „En hún er látin taka ábyrgð á þessu. Og hún er látin borga honum einhverjar litlar miskabætur. […] Ef hún er í þeirri stöðu með sig andlega að hún geti ekki tekið refsingu út fyrir það brot sem hún framdi, þá skil ég ekki hvernig hún getur verið í andlegu jafnvægi og andlegri stöðu til að vera að vinna á leikskóla og sinna börnum.“ Óttastu að þetta hafi haft áhrif á son þinn, þessi atvik? „Allt ofbeldi hefur áhrif á mann. Það er bara þannig. Og þó að hann sé þroskaskertur og fatlaður, það hefur ekki minni áhrif á hann. En ég upplifði það frá hennar lögfræðingi eins og hún væri að gera lítið úr hans upplifun af þess því hann gæti ekki tjáð sig um það og af því að hann var þroskaskertur og fatlaður. Þetta er náttúrulega fáránlegt,“ segir Elín. „Og þessi lögfræðingur hennar er að nota það að hann hafi beitt hana líkamsárás fyrst. Hann er fimm ára. Og er með þroska á við tveggja, þriggja ára þarna. Hann getur ekki talað.“ Viðtal Nadine Guðrúnar Yaghi við Elínu má horfa á í heild í spilaranum ofar í fréttinni. Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Sjá meira
Móðir fimm ára, þroskaskerts drengs, sem varð fyrir ofbeldi af hálfu þroskaþjálfa á leikskóla sem hann var á í Kópavogi, segist hafa glatað trausti á opinberum stofnunum eftir að hafa fylgst með framgangi málsins í kerfinu. Þroskaþjálfinn hlaut dóm fyrir ofbeldið í lok apríl. Móðirin kveðst óánægð með það að konan hafi ekki verið dæmd til refsingar fyrir brot sín og segir verjanda hennar hafa gert lítið úr áhrifum ofbeldisins á drenginn. Þroskaþjálfinn var ákærð fyrir líkamsárás í opinberu starfi og brot gegn barnaverndarlögum með því að hafa í starfi sínu veist að barninu í tvígang; fyrst í október 2017 með því að hafa gripið um báðar hendur drengsins og krosslagt þær harkalega, og svo í febrúar 2018 með því að hafa slegið hann með flötum lófa í andlitið. Fram kemur í dómi að konan hafi þjáðst af áfallastreitu- og kvíðaröskun, eigi sér sögu um endurtekið þunglyndi og sé langveik. Þá hafi hún þjáðst af mikilli streitu og kvíða þegar atvik málsins gerðust og í raun ekki verið vinnufær vegna þess. Dómurinn komst að endingu að þeirri niðurstöðu að konan hefði gerst sek um umrædd brot en einnig að refsing fyrir þau yrði til þess fallin að eyðileggja heilsu hennar til framtíðar. Henni var því ekki gerð refsins vegna brotanna. Konunni var þó gert að greiða drengnum miskabætur að upphæð 400 þúsund krónur, auk kostnað við matsgerð dómskvadds matsmann, 485 þúsund krónur. Þá skal hún einnig greiða þóknun verjandi síns og skipaðs réttargæslumanns brotaþola, samtals um 1,5 milljónir króna. Sat grátandi í sófanum Drengurinn er með Dravet-heilkenni, sem lýsir sér í mikilli þroskaskerðingu, bæði andlegri og líkamlegri. Þá er hann einnig með illvíga flogaveiki, að sögn Elínar Ingibjargar Kristófersdóttur, móður drengsins. Hún lýsir því í samtali við Nadine Guðrúnu Yaghi fréttamann að hún hafi dag einn í febrúar 2018 komið að sækja drenginn á leikskólann. „Þá kemur til mín starfsmaður sem fer að tala um það við mig að hann sé eitthvað aðeins rauður á kinninni. Ég var svo sem ekkert að spá neitt þannig í það vegna þess að hann er ekki með fullkomið jafnvægi og er alveg „dettinn“,“ segir Elín. Sérkennslustjóri leikskólans bað hana því næst að koma á sinn fund. Þegar þangað var komið lýsir Elín því að þroskaþjálfinn hafi setið grátandi í sófanum. „Og segir við mig að hún hafi lamið hann. Og ég vissi ekki alveg hvernig ég átti að bregðast við og ég spyr hana af hverju. „Af því að ég var að reyna að gefa honum að borða“. Og ég vissi ekki hvernig ég ætti alveg að vera af því að þær stóðu þarna og mér er stillt þarna fyrir framan hana. Og ég bregst voða skringilega við. Ég einhvern veginn fer að hugga hana og „aumingja hún“, þetta er mjög skrýtið að lenda í þessum aðstæðum,“ segir Elín. Aðaláherslan á líðan þroskaþjálfans Hún fór svo með drenginn heim og ræddi í kjölfarið við föður hans, aðra fjölskyldumeðlimi og samstarfsfólk. Allir hafi sagt henni að þetta væri auðvitað ekki í lagi. „Um kvöldið þegar þetta gerist þá hafði hringt í mig yfirmaður á leikskólasviðinu. Og eina sem hún talaði um við mig í þessu símtali var að við þyrftum að hugsa voða vel um þennan starfsmann sem lamdi hann. […] Og þá fóru að renna á mig tvær grímur í sambandi við þetta. Ég meina, á bara að vera að taka hennar málstað fyrir þetta og ekkert að vera að spá í barnið?“ Elín segir að málið hafi hálfpartinn verið þaggað niður, í það minnsta að hennar mati. Á endanum bað hún um nánari útlistun á atvikinu umræddan dag í febrúar. „Þá kemur í ljós að í fyrsta lagi var þetta ekki í fyrsta sinn sem hún beitti hann ofbeldi. Og í öðru lagi var hún ekki einu sinni að sinna honum í þessum tiltekna kaffitíma. Það var annar starfsmaður að sinna honum. Hún kemur bara og er eitthvað að skipta sér af og heldur að hún getur gert betur, eða ég veit ekki hvað henni gekk til,“ segir Elín. „Hann getur ekki tjáð sig. Hann segir einstaka orð, hann tjáir sig ekki í heilum setningum. Þegar hann er að segja nóg komið eða stopp þá lemur hann oft frá sér. Og hann lemur eitthvað í hana. Og þá rífur hún bara í hann og gefur honum vænan kinnhest þannig að það smellur í og hann verður rauður á kinninni. Og svo rýkur hún fram grátandi.“ Elín kveðst mjög ósátt við að hún hafi ekki verið upplýst um fyrra atvikið fyrr en hið seinna kom upp. Vitni eru að báðum atvikum. „Það [fyrra atvikið] endar með því að hún lemur í borðið, stendur upp, öskrar á hann. Tekur hendurnar á honum, krossleggur þær yfir magann á honum og stendur fyrir aftan og þrýstir þeim aftur og blótar eitthvað og ragnar. Og hann fer að hágráta.“ Átti helst að sópa málinu ofan í skúffu Elín ræddi í kjölfarið við félagsráðgjafa hjá Greiningarstofnun ríkisins, sem hvatti hana til að tilkynna brotin til barnaverndarnefndar. Þær hafi því pantað fund með yfirmanni leikskólasviðs hjá Kópavogsbæ. „Okkar upplifun var sú að það var bara dregið mjög lappirnar með það. Það átti helst að sópa þessu helst ofan í einhverja skúffu og loka. Og ekkert að ræða þetta neitt meira.“ Dómurinn gegn þroskaþjálfanum féll í Héraðsdómi Reykjaness í apríl.Vísir/vilhelm Elín segist hafa áhyggjur af því að fleiri atvik á borð við þau sem nefnd eru hér að framan hafi komið upp. Þroskaþjálfinn hafi oft verið ein með drengnum inni í herbergi. „Ég meina, ef hún lemur hann og öskrar á hann. Stendur fyrir aftan hann og þrýstir svona á magann á honum þannig að barnið fer að hágráta í vitna viðurvist. Ég ætla náttúrulega ekki að ásaka hana um það, eða segja að hún hafi gert það, en auðvitað læðist það að manni að það hafi ekki verið allt með felldu.“ „Þetta er náttúrulega fáránlegt“ Málið hefur tekið mjög á Erlu, sem segist hafa glatað trausti á opinberum stofnunum eftir að hafa fylgst með tregðunni til að tilkynna málið og koma því í eðlilegan farveg. „Þegar maður á fatlað barn sem getur ekki hlaupið í burtu, sem getur ekki tjáð sig, þá er maður auðvitað óneitanlega hræddur um að eitthvað svona gerist og maður þarf að vera mjög vel vakandi. […] Ég þarf að treysta öðrum heldur en fjölskyldumeðlimum fyrir barninu. Af því að hann kemur alltaf til með að þurfa umönnunaraðila. Og þá er rosalega slæmt, þegar hann er á opinberri stofnun, og er laminn þar af þroskaþjálfa sem maður hélt að maður gæti treyst. Þetta eyðilagði rosalega fyrir mér traust á stofnunum hérna.“ Elín kveðst jafnframt ósátt við að konunni hafi ekki verið gerð refsing. „En hún er látin taka ábyrgð á þessu. Og hún er látin borga honum einhverjar litlar miskabætur. […] Ef hún er í þeirri stöðu með sig andlega að hún geti ekki tekið refsingu út fyrir það brot sem hún framdi, þá skil ég ekki hvernig hún getur verið í andlegu jafnvægi og andlegri stöðu til að vera að vinna á leikskóla og sinna börnum.“ Óttastu að þetta hafi haft áhrif á son þinn, þessi atvik? „Allt ofbeldi hefur áhrif á mann. Það er bara þannig. Og þó að hann sé þroskaskertur og fatlaður, það hefur ekki minni áhrif á hann. En ég upplifði það frá hennar lögfræðingi eins og hún væri að gera lítið úr hans upplifun af þess því hann gæti ekki tjáð sig um það og af því að hann var þroskaskertur og fatlaður. Þetta er náttúrulega fáránlegt,“ segir Elín. „Og þessi lögfræðingur hennar er að nota það að hann hafi beitt hana líkamsárás fyrst. Hann er fimm ára. Og er með þroska á við tveggja, þriggja ára þarna. Hann getur ekki talað.“ Viðtal Nadine Guðrúnar Yaghi við Elínu má horfa á í heild í spilaranum ofar í fréttinni.
Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Sjá meira