Einn forvera Tegnell segir að nágrannalöndin muni á endanum ná Svíþjóð Atli Ísleifsson skrifar 8. maí 2020 12:54 Johan Giesecke gegndi starfi sóttvarnalæknis Svíþjóðar á árunum 1995 til 2005. Skjáskot Alls eru nú 3.175 dauðsföll rakin til Covid-19 í Svíþjóð og fjölgaði þeim um 135 síðasta sólarhringinn. Þetta var tilkynnt í hádeginu. Dauðföll hafa verið margfalt fleiri í Svíþjóð en í nágrannalöndunum Noregi, Danmörku og Finnlandi, en sænsk stjórnvöld hafa beitt allt öðrum aðferðum í baráttu sinni við veiruna. Johan Giesecke, fyrrverandi sóttvarnalæknir Svíþjóðar og þar með einn forvera hins umdeilda Anders Tegnell, segir Svía þó hafa beitt hárréttum aðferðum og spáir að eftir um ár verði Norðmenn, Danir og Finnar búnir að ná Svíum þegar kemur að fjölda dauðsfalla vegna kórónuveirunnar. Rétt að bíða með samanburð í eitt ár Giesecke segir í samtali við Dagens Nyheter að rétt sé að bíða í um ár með að bera saman fjölda dauðsfalla milli landa. Hann segist nýlega hafa verið í sambandi við Mika Salminen, sóttvarnalækni Finnlands, en Finnum hefur til þessa tekist að koma í veg fyrir mikinn fjölda dauðsfalla. En það þýði jafnframt að fáir Finnar hafi komist í tæri við veiruna. „Þeir eru með stóran hluta þjóðarinnar sem verður móttækilegur fyrir sjúkdómnum í haust. Og hann hefur miklar áhyggjur af því hvað gerist þá, þegar byrjað verður að slaka á takmörkunum. Það er þá sem fólk deyr. Þeir munu ná okkur, og það á líka við um Danmörku og Noreg,“ segir Giesecke. Anders Tegnell er núverandi sóttvarnalæknir Svíþjóðar. Þrátt fyrir umdeildar aðferðir nýtur hann mikils stuðnings meðal sænsks almennings samkvæmt könnunum.EPA Hvað gera Nýsjálendingar svo? Giesecke segist mikill talsmaður sænsku leiðarinnar og að Svíar séu nú í bestri aðstöðu allra í heiminum vegna þeirra aðferða sem þeir hafa beitt. Hann ber Sviþjóð saman við Nýsjálendinga þar sem markmiðið hefur verið að útrýma veirunni. Hann spyr hins vegar hvað þeir ætli að gera svo. „Það þýðir að allir þeir sem ferðast til Nýja-Sjálands muni koma til með að þurfa að fara í fjórtán daga sóttkví. Komi ekki til öflugt bóluefni munu líða áratugir þar til að hægt sé að breyta því.“ Giesecke villa meina að allir muni fyrr eða síðar fá Covid-19 og ekki sé hægt að hefta útbreiðsluna. Því komi dauðsföllin til með að verða svipað mörg, miðað við höfðatölu, í öllum löndum. Þau lönd sem hafi lokast standi því frammi fyrir miklum fjölda dauðsfalla seinni hluta ársins og því næsta. Johan Giesecke gegndi starfi sóttvarnalæknis Svíþjóðar á árunum 1995 til 2005. Svíþjóð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tegnell telur kórónuveiruna hafa komið til Svíþjóðar í nóvember Sænski sóttvarnalæknirinn Anders Tegnell telur að kórónuveiran hafi í raun komið til Svíþjóðar í nóvember á síðasta ári. 5. maí 2020 08:43 Annars konar aðgerðir Svíþjóðar virðast kosta mannslíf Yfirvöld Svíþjóðar hafa gripið til töluvert öðruvísi aðgerða en yfirvöld annarra landa Skandinavíu vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Ekki hefur verið gripið til umfangsmikillar félagsforðunar þar í landi. 29. apríl 2020 11:10 Fórnarkostnaður Svíanna greinilega mjög mikill Sigurður Guðmundsson, smitsjúkdómalæknir og fyrrverandi landlæknir, telur ljóst að fórnarkostnaður yfirvalda í Svíþjóð í baráttunni við faraldur kórónuveiru sé mjög mikill. 1. maí 2020 07:00 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Alls eru nú 3.175 dauðsföll rakin til Covid-19 í Svíþjóð og fjölgaði þeim um 135 síðasta sólarhringinn. Þetta var tilkynnt í hádeginu. Dauðföll hafa verið margfalt fleiri í Svíþjóð en í nágrannalöndunum Noregi, Danmörku og Finnlandi, en sænsk stjórnvöld hafa beitt allt öðrum aðferðum í baráttu sinni við veiruna. Johan Giesecke, fyrrverandi sóttvarnalæknir Svíþjóðar og þar með einn forvera hins umdeilda Anders Tegnell, segir Svía þó hafa beitt hárréttum aðferðum og spáir að eftir um ár verði Norðmenn, Danir og Finnar búnir að ná Svíum þegar kemur að fjölda dauðsfalla vegna kórónuveirunnar. Rétt að bíða með samanburð í eitt ár Giesecke segir í samtali við Dagens Nyheter að rétt sé að bíða í um ár með að bera saman fjölda dauðsfalla milli landa. Hann segist nýlega hafa verið í sambandi við Mika Salminen, sóttvarnalækni Finnlands, en Finnum hefur til þessa tekist að koma í veg fyrir mikinn fjölda dauðsfalla. En það þýði jafnframt að fáir Finnar hafi komist í tæri við veiruna. „Þeir eru með stóran hluta þjóðarinnar sem verður móttækilegur fyrir sjúkdómnum í haust. Og hann hefur miklar áhyggjur af því hvað gerist þá, þegar byrjað verður að slaka á takmörkunum. Það er þá sem fólk deyr. Þeir munu ná okkur, og það á líka við um Danmörku og Noreg,“ segir Giesecke. Anders Tegnell er núverandi sóttvarnalæknir Svíþjóðar. Þrátt fyrir umdeildar aðferðir nýtur hann mikils stuðnings meðal sænsks almennings samkvæmt könnunum.EPA Hvað gera Nýsjálendingar svo? Giesecke segist mikill talsmaður sænsku leiðarinnar og að Svíar séu nú í bestri aðstöðu allra í heiminum vegna þeirra aðferða sem þeir hafa beitt. Hann ber Sviþjóð saman við Nýsjálendinga þar sem markmiðið hefur verið að útrýma veirunni. Hann spyr hins vegar hvað þeir ætli að gera svo. „Það þýðir að allir þeir sem ferðast til Nýja-Sjálands muni koma til með að þurfa að fara í fjórtán daga sóttkví. Komi ekki til öflugt bóluefni munu líða áratugir þar til að hægt sé að breyta því.“ Giesecke villa meina að allir muni fyrr eða síðar fá Covid-19 og ekki sé hægt að hefta útbreiðsluna. Því komi dauðsföllin til með að verða svipað mörg, miðað við höfðatölu, í öllum löndum. Þau lönd sem hafi lokast standi því frammi fyrir miklum fjölda dauðsfalla seinni hluta ársins og því næsta. Johan Giesecke gegndi starfi sóttvarnalæknis Svíþjóðar á árunum 1995 til 2005.
Svíþjóð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tegnell telur kórónuveiruna hafa komið til Svíþjóðar í nóvember Sænski sóttvarnalæknirinn Anders Tegnell telur að kórónuveiran hafi í raun komið til Svíþjóðar í nóvember á síðasta ári. 5. maí 2020 08:43 Annars konar aðgerðir Svíþjóðar virðast kosta mannslíf Yfirvöld Svíþjóðar hafa gripið til töluvert öðruvísi aðgerða en yfirvöld annarra landa Skandinavíu vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Ekki hefur verið gripið til umfangsmikillar félagsforðunar þar í landi. 29. apríl 2020 11:10 Fórnarkostnaður Svíanna greinilega mjög mikill Sigurður Guðmundsson, smitsjúkdómalæknir og fyrrverandi landlæknir, telur ljóst að fórnarkostnaður yfirvalda í Svíþjóð í baráttunni við faraldur kórónuveiru sé mjög mikill. 1. maí 2020 07:00 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Tegnell telur kórónuveiruna hafa komið til Svíþjóðar í nóvember Sænski sóttvarnalæknirinn Anders Tegnell telur að kórónuveiran hafi í raun komið til Svíþjóðar í nóvember á síðasta ári. 5. maí 2020 08:43
Annars konar aðgerðir Svíþjóðar virðast kosta mannslíf Yfirvöld Svíþjóðar hafa gripið til töluvert öðruvísi aðgerða en yfirvöld annarra landa Skandinavíu vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Ekki hefur verið gripið til umfangsmikillar félagsforðunar þar í landi. 29. apríl 2020 11:10
Fórnarkostnaður Svíanna greinilega mjög mikill Sigurður Guðmundsson, smitsjúkdómalæknir og fyrrverandi landlæknir, telur ljóst að fórnarkostnaður yfirvalda í Svíþjóð í baráttunni við faraldur kórónuveiru sé mjög mikill. 1. maí 2020 07:00