Einn forvera Tegnell segir að nágrannalöndin muni á endanum ná Svíþjóð Atli Ísleifsson skrifar 8. maí 2020 12:54 Johan Giesecke gegndi starfi sóttvarnalæknis Svíþjóðar á árunum 1995 til 2005. Skjáskot Alls eru nú 3.175 dauðsföll rakin til Covid-19 í Svíþjóð og fjölgaði þeim um 135 síðasta sólarhringinn. Þetta var tilkynnt í hádeginu. Dauðföll hafa verið margfalt fleiri í Svíþjóð en í nágrannalöndunum Noregi, Danmörku og Finnlandi, en sænsk stjórnvöld hafa beitt allt öðrum aðferðum í baráttu sinni við veiruna. Johan Giesecke, fyrrverandi sóttvarnalæknir Svíþjóðar og þar með einn forvera hins umdeilda Anders Tegnell, segir Svía þó hafa beitt hárréttum aðferðum og spáir að eftir um ár verði Norðmenn, Danir og Finnar búnir að ná Svíum þegar kemur að fjölda dauðsfalla vegna kórónuveirunnar. Rétt að bíða með samanburð í eitt ár Giesecke segir í samtali við Dagens Nyheter að rétt sé að bíða í um ár með að bera saman fjölda dauðsfalla milli landa. Hann segist nýlega hafa verið í sambandi við Mika Salminen, sóttvarnalækni Finnlands, en Finnum hefur til þessa tekist að koma í veg fyrir mikinn fjölda dauðsfalla. En það þýði jafnframt að fáir Finnar hafi komist í tæri við veiruna. „Þeir eru með stóran hluta þjóðarinnar sem verður móttækilegur fyrir sjúkdómnum í haust. Og hann hefur miklar áhyggjur af því hvað gerist þá, þegar byrjað verður að slaka á takmörkunum. Það er þá sem fólk deyr. Þeir munu ná okkur, og það á líka við um Danmörku og Noreg,“ segir Giesecke. Anders Tegnell er núverandi sóttvarnalæknir Svíþjóðar. Þrátt fyrir umdeildar aðferðir nýtur hann mikils stuðnings meðal sænsks almennings samkvæmt könnunum.EPA Hvað gera Nýsjálendingar svo? Giesecke segist mikill talsmaður sænsku leiðarinnar og að Svíar séu nú í bestri aðstöðu allra í heiminum vegna þeirra aðferða sem þeir hafa beitt. Hann ber Sviþjóð saman við Nýsjálendinga þar sem markmiðið hefur verið að útrýma veirunni. Hann spyr hins vegar hvað þeir ætli að gera svo. „Það þýðir að allir þeir sem ferðast til Nýja-Sjálands muni koma til með að þurfa að fara í fjórtán daga sóttkví. Komi ekki til öflugt bóluefni munu líða áratugir þar til að hægt sé að breyta því.“ Giesecke villa meina að allir muni fyrr eða síðar fá Covid-19 og ekki sé hægt að hefta útbreiðsluna. Því komi dauðsföllin til með að verða svipað mörg, miðað við höfðatölu, í öllum löndum. Þau lönd sem hafi lokast standi því frammi fyrir miklum fjölda dauðsfalla seinni hluta ársins og því næsta. Johan Giesecke gegndi starfi sóttvarnalæknis Svíþjóðar á árunum 1995 til 2005. Svíþjóð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tegnell telur kórónuveiruna hafa komið til Svíþjóðar í nóvember Sænski sóttvarnalæknirinn Anders Tegnell telur að kórónuveiran hafi í raun komið til Svíþjóðar í nóvember á síðasta ári. 5. maí 2020 08:43 Annars konar aðgerðir Svíþjóðar virðast kosta mannslíf Yfirvöld Svíþjóðar hafa gripið til töluvert öðruvísi aðgerða en yfirvöld annarra landa Skandinavíu vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Ekki hefur verið gripið til umfangsmikillar félagsforðunar þar í landi. 29. apríl 2020 11:10 Fórnarkostnaður Svíanna greinilega mjög mikill Sigurður Guðmundsson, smitsjúkdómalæknir og fyrrverandi landlæknir, telur ljóst að fórnarkostnaður yfirvalda í Svíþjóð í baráttunni við faraldur kórónuveiru sé mjög mikill. 1. maí 2020 07:00 Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Bílvelta á Suðurlandi Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Fleiri fréttir Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Sjá meira
Alls eru nú 3.175 dauðsföll rakin til Covid-19 í Svíþjóð og fjölgaði þeim um 135 síðasta sólarhringinn. Þetta var tilkynnt í hádeginu. Dauðföll hafa verið margfalt fleiri í Svíþjóð en í nágrannalöndunum Noregi, Danmörku og Finnlandi, en sænsk stjórnvöld hafa beitt allt öðrum aðferðum í baráttu sinni við veiruna. Johan Giesecke, fyrrverandi sóttvarnalæknir Svíþjóðar og þar með einn forvera hins umdeilda Anders Tegnell, segir Svía þó hafa beitt hárréttum aðferðum og spáir að eftir um ár verði Norðmenn, Danir og Finnar búnir að ná Svíum þegar kemur að fjölda dauðsfalla vegna kórónuveirunnar. Rétt að bíða með samanburð í eitt ár Giesecke segir í samtali við Dagens Nyheter að rétt sé að bíða í um ár með að bera saman fjölda dauðsfalla milli landa. Hann segist nýlega hafa verið í sambandi við Mika Salminen, sóttvarnalækni Finnlands, en Finnum hefur til þessa tekist að koma í veg fyrir mikinn fjölda dauðsfalla. En það þýði jafnframt að fáir Finnar hafi komist í tæri við veiruna. „Þeir eru með stóran hluta þjóðarinnar sem verður móttækilegur fyrir sjúkdómnum í haust. Og hann hefur miklar áhyggjur af því hvað gerist þá, þegar byrjað verður að slaka á takmörkunum. Það er þá sem fólk deyr. Þeir munu ná okkur, og það á líka við um Danmörku og Noreg,“ segir Giesecke. Anders Tegnell er núverandi sóttvarnalæknir Svíþjóðar. Þrátt fyrir umdeildar aðferðir nýtur hann mikils stuðnings meðal sænsks almennings samkvæmt könnunum.EPA Hvað gera Nýsjálendingar svo? Giesecke segist mikill talsmaður sænsku leiðarinnar og að Svíar séu nú í bestri aðstöðu allra í heiminum vegna þeirra aðferða sem þeir hafa beitt. Hann ber Sviþjóð saman við Nýsjálendinga þar sem markmiðið hefur verið að útrýma veirunni. Hann spyr hins vegar hvað þeir ætli að gera svo. „Það þýðir að allir þeir sem ferðast til Nýja-Sjálands muni koma til með að þurfa að fara í fjórtán daga sóttkví. Komi ekki til öflugt bóluefni munu líða áratugir þar til að hægt sé að breyta því.“ Giesecke villa meina að allir muni fyrr eða síðar fá Covid-19 og ekki sé hægt að hefta útbreiðsluna. Því komi dauðsföllin til með að verða svipað mörg, miðað við höfðatölu, í öllum löndum. Þau lönd sem hafi lokast standi því frammi fyrir miklum fjölda dauðsfalla seinni hluta ársins og því næsta. Johan Giesecke gegndi starfi sóttvarnalæknis Svíþjóðar á árunum 1995 til 2005.
Svíþjóð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tegnell telur kórónuveiruna hafa komið til Svíþjóðar í nóvember Sænski sóttvarnalæknirinn Anders Tegnell telur að kórónuveiran hafi í raun komið til Svíþjóðar í nóvember á síðasta ári. 5. maí 2020 08:43 Annars konar aðgerðir Svíþjóðar virðast kosta mannslíf Yfirvöld Svíþjóðar hafa gripið til töluvert öðruvísi aðgerða en yfirvöld annarra landa Skandinavíu vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Ekki hefur verið gripið til umfangsmikillar félagsforðunar þar í landi. 29. apríl 2020 11:10 Fórnarkostnaður Svíanna greinilega mjög mikill Sigurður Guðmundsson, smitsjúkdómalæknir og fyrrverandi landlæknir, telur ljóst að fórnarkostnaður yfirvalda í Svíþjóð í baráttunni við faraldur kórónuveiru sé mjög mikill. 1. maí 2020 07:00 Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Bílvelta á Suðurlandi Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Fleiri fréttir Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Sjá meira
Tegnell telur kórónuveiruna hafa komið til Svíþjóðar í nóvember Sænski sóttvarnalæknirinn Anders Tegnell telur að kórónuveiran hafi í raun komið til Svíþjóðar í nóvember á síðasta ári. 5. maí 2020 08:43
Annars konar aðgerðir Svíþjóðar virðast kosta mannslíf Yfirvöld Svíþjóðar hafa gripið til töluvert öðruvísi aðgerða en yfirvöld annarra landa Skandinavíu vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Ekki hefur verið gripið til umfangsmikillar félagsforðunar þar í landi. 29. apríl 2020 11:10
Fórnarkostnaður Svíanna greinilega mjög mikill Sigurður Guðmundsson, smitsjúkdómalæknir og fyrrverandi landlæknir, telur ljóst að fórnarkostnaður yfirvalda í Svíþjóð í baráttunni við faraldur kórónuveiru sé mjög mikill. 1. maí 2020 07:00
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent