„Neita að trúa því að Óskar Hrafn fái fríspil“ Anton Ingi Leifsson skrifar 8. maí 2020 22:00 Óskar Hrafn Þorvaldsson tók við Blikum í vetur en Róbert Orri Þorkellsson kom frá Aftureldingu í vetur. mynd/blikar Markahrókurinn Atli Viðar Björnsson neitar að trúa því að Óskar Hrafn Þorvaldsson fari pressulaus inn í tímabilið sem þjálfari Blika en Óskar Hrafn tók við af Ágústi Gylfasyni í vetur sem hafði lent í 2. sæti síðustu tvö tímabil. Staða Blika var til umræðu í Sportinu í kvöld þar sem þeir Rikki G, Þorkell Máni Pétursson og Atli Viðar fóru yfir stöðuna í íslenska fótboltanum en flautað verður til leiks þann 13. júní. Þegar talið barst að Blikum fengu spekingarnir þá spurningu hvort að Óskar væri pressulaus vegna þess leikstíls sem hann reynir nú að innleiða í Kópavogi. „Hann verður ekki stikkfrír. Hann fær afslátt. Menn trúa á hugmyndafræðina en ef þeir eru að fara gera einhverjar gloríur aftur og aftur í upphafi móts þá hljóta þeir að þurfa skoða sín mál. Það er krafa um árangur í Breiðabliki og ég neita að trúa því að Óskar Hrafn fái fríspil,“ sagði Atli Viðar áður en Máni tók við boltanum. „Þessi veirufaraldur hittir Blikana á mjög slæmum tíma. Þjálfarateymið vill drilla liðið sitt mjög vel. Þú sérð að þeir fara í leik gegn Skaganum og tapa 5-2 en rústa svo seinni leiknum sem þeir spila. Alveg sama hvernig þetta fer í sumar þá verða Blikarnir að hafa þolinmæði fyrir þessu.“ „Ég held algjörlega að Óskar og Halldór séu að koma með hugmyndafræði sem passar fyrir Breiðablik. Þegar verður búið að drilla þetta upp alla flokka þá er þetta eitthvað sem það sem koma skal. Þessi högg sem þeir fá þegar þeir missa leikmenn og annað, þeir munu geta lokað fyrir þau,“ sagði Máni. Klippa: Sportið í kvöld - Umræða um Breiðablik Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Breiðablik Pepsi Max-deild karla Sportið í kvöld Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Fleiri fréttir Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Sjá meira
Markahrókurinn Atli Viðar Björnsson neitar að trúa því að Óskar Hrafn Þorvaldsson fari pressulaus inn í tímabilið sem þjálfari Blika en Óskar Hrafn tók við af Ágústi Gylfasyni í vetur sem hafði lent í 2. sæti síðustu tvö tímabil. Staða Blika var til umræðu í Sportinu í kvöld þar sem þeir Rikki G, Þorkell Máni Pétursson og Atli Viðar fóru yfir stöðuna í íslenska fótboltanum en flautað verður til leiks þann 13. júní. Þegar talið barst að Blikum fengu spekingarnir þá spurningu hvort að Óskar væri pressulaus vegna þess leikstíls sem hann reynir nú að innleiða í Kópavogi. „Hann verður ekki stikkfrír. Hann fær afslátt. Menn trúa á hugmyndafræðina en ef þeir eru að fara gera einhverjar gloríur aftur og aftur í upphafi móts þá hljóta þeir að þurfa skoða sín mál. Það er krafa um árangur í Breiðabliki og ég neita að trúa því að Óskar Hrafn fái fríspil,“ sagði Atli Viðar áður en Máni tók við boltanum. „Þessi veirufaraldur hittir Blikana á mjög slæmum tíma. Þjálfarateymið vill drilla liðið sitt mjög vel. Þú sérð að þeir fara í leik gegn Skaganum og tapa 5-2 en rústa svo seinni leiknum sem þeir spila. Alveg sama hvernig þetta fer í sumar þá verða Blikarnir að hafa þolinmæði fyrir þessu.“ „Ég held algjörlega að Óskar og Halldór séu að koma með hugmyndafræði sem passar fyrir Breiðablik. Þegar verður búið að drilla þetta upp alla flokka þá er þetta eitthvað sem það sem koma skal. Þessi högg sem þeir fá þegar þeir missa leikmenn og annað, þeir munu geta lokað fyrir þau,“ sagði Máni. Klippa: Sportið í kvöld - Umræða um Breiðablik Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Breiðablik Pepsi Max-deild karla Sportið í kvöld Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Fleiri fréttir Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Sjá meira