Annar maður handtekinn vegna Hagen-málsins Atli Ísleifsson skrifar 8. maí 2020 07:11 Anne-Elisabeth Hagen hvarf af heimili sínu og eiginmanns síns, Tom Hagen, þann 31. október 2018. Samsett/EPA Lögregla í Noregi handtók í gærkvöldi mann í tengslum við rannsóknina á hvarfi Anne-Elisabeth Hagen, eiginkonu auðjöfursins Tom Hagen. Norska lögreglan segir í yfirlýsingu í morgun að maðurinn sé á fertugsaldri og búsettur í Raumaríki. Maðurinn er í haldi vegna gruns um að hafa gerst brotlegur við 275. grein norskra hegningarlaga – fyrir að hafa banað Anne-Elisabeth Hagen eða átt aðild að drápi. Lögregla segir manninn tengjast Tom Hagen og er vitað að maðurinn þekki vel til á sviði upplýsingatækni og rafmynta. Beðið eftir úrskurði hæstaréttar Tom Hagen situr nú í gæsluvarðhaldi vegna gruns um morð eða aðild að morði á eiginkonu sinni, Anne-Elisabeth Hagen. Ekkert hefur spurst til Anne-Elisabeth frá 31. október 2018. Málið var fyrst rannsakað sem mannrán, en lögregla telur nú Tom Hagen hafa sviðsett ránið til að villa um fyrir lögreglunni. Tom Hagen var handtekinn í lok aprílmánaðar og í kjölfarið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald. Lögmannsréttur Eidsivaþing í Noregi úrskurðaði hins vegar í gær að Hagen skyldi sleppt úr gæsluvarðhaldi, vegna ónógra sönnunargagna. Þar sem að lögregla áfrýjaði þeim úrskurði til hæstaréttar landsins þarf Hagen að sitja áfram í gæsluvarðhaldi þar til að rétturinn hefur tekið málið til meðferðar. Útiloka ekki fleiri handtökur Verjandi Hagen hefur ítrekað bent á vanþekkingu Tom Hagen á rafmyntum sem vísbendingu um að hann hafi hvergi komið nálægt hvarfinu á eiginkonu sinni, en upphaflega var talið að Anne-Elisabeth Hagen hafi verið rænt og að mannræningjarnir farið fram á háar upphæðir sem skyldu greiddar með rafmynt ef tryggja ætti lausn hennar. NRK segir frá því að lögregla hafi handtekið manninn í höfuðborginni Osló í gærkvöldi og hafi í kjölfarið verið framkvæmd húsleit á heimili mannsins. Lögregla hefur ekki útilokað að fleiri handtökur veri gerðar í málinu. Noregur Anne-Elisabeth Hagen Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fleiri fréttir Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Sjá meira
Lögregla í Noregi handtók í gærkvöldi mann í tengslum við rannsóknina á hvarfi Anne-Elisabeth Hagen, eiginkonu auðjöfursins Tom Hagen. Norska lögreglan segir í yfirlýsingu í morgun að maðurinn sé á fertugsaldri og búsettur í Raumaríki. Maðurinn er í haldi vegna gruns um að hafa gerst brotlegur við 275. grein norskra hegningarlaga – fyrir að hafa banað Anne-Elisabeth Hagen eða átt aðild að drápi. Lögregla segir manninn tengjast Tom Hagen og er vitað að maðurinn þekki vel til á sviði upplýsingatækni og rafmynta. Beðið eftir úrskurði hæstaréttar Tom Hagen situr nú í gæsluvarðhaldi vegna gruns um morð eða aðild að morði á eiginkonu sinni, Anne-Elisabeth Hagen. Ekkert hefur spurst til Anne-Elisabeth frá 31. október 2018. Málið var fyrst rannsakað sem mannrán, en lögregla telur nú Tom Hagen hafa sviðsett ránið til að villa um fyrir lögreglunni. Tom Hagen var handtekinn í lok aprílmánaðar og í kjölfarið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald. Lögmannsréttur Eidsivaþing í Noregi úrskurðaði hins vegar í gær að Hagen skyldi sleppt úr gæsluvarðhaldi, vegna ónógra sönnunargagna. Þar sem að lögregla áfrýjaði þeim úrskurði til hæstaréttar landsins þarf Hagen að sitja áfram í gæsluvarðhaldi þar til að rétturinn hefur tekið málið til meðferðar. Útiloka ekki fleiri handtökur Verjandi Hagen hefur ítrekað bent á vanþekkingu Tom Hagen á rafmyntum sem vísbendingu um að hann hafi hvergi komið nálægt hvarfinu á eiginkonu sinni, en upphaflega var talið að Anne-Elisabeth Hagen hafi verið rænt og að mannræningjarnir farið fram á háar upphæðir sem skyldu greiddar með rafmynt ef tryggja ætti lausn hennar. NRK segir frá því að lögregla hafi handtekið manninn í höfuðborginni Osló í gærkvöldi og hafi í kjölfarið verið framkvæmd húsleit á heimili mannsins. Lögregla hefur ekki útilokað að fleiri handtökur veri gerðar í málinu.
Noregur Anne-Elisabeth Hagen Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fleiri fréttir Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Sjá meira