Fengu sundið aftur hálfum mánuði fyrr en Íslendingar Kristján Már Unnarsson skrifar 7. maí 2020 22:00 Fjöldi sundlaugargesta í Nuuk takmarkast nú við 100 manns. Allt að 50 konur og 50 karlar mega vera samtímis í sundhöllinni, samkvæmt ákvörðun sóttvarnaryfirvalda. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Grænlendingum hefur á ný verið leyft að komast í sund, en grænlensk sóttvarnaryfirvöld eru hálfum mánuði á undan þeim íslensku að opna sundlaugar. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Grænlendingum hefur gengið betur en flestum öðrum þjóðum að útrýma kórónuveirunni úr samfélaginu en mánuður er nú liðinn frá því upplýst var að öllum þeim ellefu einstaklingum, sem greinst höfðu með veiruna þar í landi, væri batnað. Síðan hefur ekkert nýtt smit greinst og er þetta næsta nágrannaland Íslands núna búið að vera smitlaust í sex vikur. Sundhöllin í Nuuk var tekin í notkun árið 2003 og þykir hið veglegasta mannvirki. Um fimmtíu þúsund gestir sækja laugina árlega.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Samskiptatakmörkunum hefur síðan verið aflétt í áföngum. Þannig hófst kennsla í skólum og leikskólum á ný þann 20. apríl, rakarastofur, veitingahús og barir fóru í gang 25. apríl, en með hömlum á gestafjölda. Síðastliðinn mánudag var svo leyft að opna íþróttamiðstöðvar og líkamsræktarstöðvar og þar með sundhöllina glæsilegu í Nuuk. Þó mega ekki vera fleiri en hundrað manns samtímis í sundi, 50 konur og 50 karlar, samkvæmt tilkynningu bæjaryfirvalda. Heitu pottarnir eru vinsælir í Nuuk, rétt eins og í sundlaugum á Íslandi. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Grænlensk sóttvarnaryfirvöld eru þannig hálfum mánuði á undan þeim íslensku að leyfa íbúum að fara í sund, það er að segja ef þau áform standast að íslensku laugarnar fáist opnaðar 18. maí. Grænlendingar viðhalda þó áfram takmörkunum á komum útlendinga til landsins að minnsta kosti út maímánuð. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Í þætti Stöðvar 2 um mannlíf í Nuuk fyrir þremur árum var einnig fjallað um sundhöllina. Grænland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sundlaugar Tengdar fréttir Öllum batnað og engin ný smit greind á Grænlandi Landlæknir Grænlands skýrði frá því á upplýsingafundi í Nuuk í gær að allir þeir ellefu einstaklingar, sem greinst höfðu með kórónuveiruna þar í landi, teldust núna hafa náð bata. Þá hefðu engin ný smit greinst í landinu. 9. apríl 2020 08:04 Göturóstur í Nuuk eftir að opnað var á sölu áfengis Grænlensk stjórnvöld afnámu í gær áfengissölubannið sem sett var á í Nuuk og nágrannabyggðum í lok marsmánaðar en það hafði þá staðið í átján daga. 16. apríl 2020 21:37 Snúið hjá Ístaki að hefja smíði skóla á Grænlandi Ístaksmenn standa frammi fyrir óvæntri áskorun að hefjast handa við smíði skólabyggingar í Nuuk á Grænlandi vegna ferðatakmarkana sem fylgja kórónu-faraldrinum. 23. mars 2020 14:05 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Fleiri fréttir Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Sjá meira
Grænlendingum hefur á ný verið leyft að komast í sund, en grænlensk sóttvarnaryfirvöld eru hálfum mánuði á undan þeim íslensku að opna sundlaugar. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Grænlendingum hefur gengið betur en flestum öðrum þjóðum að útrýma kórónuveirunni úr samfélaginu en mánuður er nú liðinn frá því upplýst var að öllum þeim ellefu einstaklingum, sem greinst höfðu með veiruna þar í landi, væri batnað. Síðan hefur ekkert nýtt smit greinst og er þetta næsta nágrannaland Íslands núna búið að vera smitlaust í sex vikur. Sundhöllin í Nuuk var tekin í notkun árið 2003 og þykir hið veglegasta mannvirki. Um fimmtíu þúsund gestir sækja laugina árlega.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Samskiptatakmörkunum hefur síðan verið aflétt í áföngum. Þannig hófst kennsla í skólum og leikskólum á ný þann 20. apríl, rakarastofur, veitingahús og barir fóru í gang 25. apríl, en með hömlum á gestafjölda. Síðastliðinn mánudag var svo leyft að opna íþróttamiðstöðvar og líkamsræktarstöðvar og þar með sundhöllina glæsilegu í Nuuk. Þó mega ekki vera fleiri en hundrað manns samtímis í sundi, 50 konur og 50 karlar, samkvæmt tilkynningu bæjaryfirvalda. Heitu pottarnir eru vinsælir í Nuuk, rétt eins og í sundlaugum á Íslandi. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Grænlensk sóttvarnaryfirvöld eru þannig hálfum mánuði á undan þeim íslensku að leyfa íbúum að fara í sund, það er að segja ef þau áform standast að íslensku laugarnar fáist opnaðar 18. maí. Grænlendingar viðhalda þó áfram takmörkunum á komum útlendinga til landsins að minnsta kosti út maímánuð. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Í þætti Stöðvar 2 um mannlíf í Nuuk fyrir þremur árum var einnig fjallað um sundhöllina.
Grænland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sundlaugar Tengdar fréttir Öllum batnað og engin ný smit greind á Grænlandi Landlæknir Grænlands skýrði frá því á upplýsingafundi í Nuuk í gær að allir þeir ellefu einstaklingar, sem greinst höfðu með kórónuveiruna þar í landi, teldust núna hafa náð bata. Þá hefðu engin ný smit greinst í landinu. 9. apríl 2020 08:04 Göturóstur í Nuuk eftir að opnað var á sölu áfengis Grænlensk stjórnvöld afnámu í gær áfengissölubannið sem sett var á í Nuuk og nágrannabyggðum í lok marsmánaðar en það hafði þá staðið í átján daga. 16. apríl 2020 21:37 Snúið hjá Ístaki að hefja smíði skóla á Grænlandi Ístaksmenn standa frammi fyrir óvæntri áskorun að hefjast handa við smíði skólabyggingar í Nuuk á Grænlandi vegna ferðatakmarkana sem fylgja kórónu-faraldrinum. 23. mars 2020 14:05 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Fleiri fréttir Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Sjá meira
Öllum batnað og engin ný smit greind á Grænlandi Landlæknir Grænlands skýrði frá því á upplýsingafundi í Nuuk í gær að allir þeir ellefu einstaklingar, sem greinst höfðu með kórónuveiruna þar í landi, teldust núna hafa náð bata. Þá hefðu engin ný smit greinst í landinu. 9. apríl 2020 08:04
Göturóstur í Nuuk eftir að opnað var á sölu áfengis Grænlensk stjórnvöld afnámu í gær áfengissölubannið sem sett var á í Nuuk og nágrannabyggðum í lok marsmánaðar en það hafði þá staðið í átján daga. 16. apríl 2020 21:37
Snúið hjá Ístaki að hefja smíði skóla á Grænlandi Ístaksmenn standa frammi fyrir óvæntri áskorun að hefjast handa við smíði skólabyggingar í Nuuk á Grænlandi vegna ferðatakmarkana sem fylgja kórónu-faraldrinum. 23. mars 2020 14:05