Átti að fá tekjur af heitum pottum eftir að hafa leikið í auglýsingu en sá manninn aldrei aftur Anton Ingi Leifsson skrifar 8. maí 2020 07:00 Viðar Örn gat brosað af sögunni í gær. vísir/s2s Viðar Örn Kjartansson kom sér í fréttirnar í septembermánuði árið 2014 er hann spilaði með Vålerenga en þá auglýsti hann heita potta í Noregi. Hann sagði söguna af þessu skemmtilega atviki í Sportinu í dag þar sem Selfyssingurinn var gestur. Viðar Örn sat þá fyrir ásamt fyrirsætu frá Ítalíu en heitu pottarnir voru meira að segja nefndir eftir Viðari. Þeir hétu nefnilega Örn. Viðar segir að sagan af þessu sé nokkuð skrautleg. „Þetta er ósköp einfalt. Það var einhver stuðningsmaður sem sendi mér línu á Facebook og hann var með hugmynd af einhverjum heita pottum og þeir áttu að vera mjög „fancy“. Þetta átti að heita Örninn, eftir mér, og ég myndi fá smá pening. Um leið og ég sá að ég átti að fá einhvern pening þá sagði ég að ég væri klár,“ sagði Viðar og hélt áfram: „Ég fer til hans og er í fjóra tíma í myndatökum í pottinum með einhverju módeli frá Mílan. Hún hefur örugglega fengið miklu meira en ég því ég fékk ekki mikið. Það var dróni og við áttum að vera þykjast tala saman og þetta var mjög óþægilegt. Svo átti ég að fá cut yfir árið og þeir ætluðu að senda pott á mömmu en ég hef ekki séð þennan mann aftur.“ „Ég var að leita að fyrirtækinu en það er komin einhver allt önnur síða. Það voru komnar alvöru tölur á ári svo ég var klár en svo heyrði ég ekkert meira í honum. Hann talaði aldrei við mig aftur en þetta var fyndið. Hann greiddi mér fyrir myndatökuna svo ég kom vel út úr þessu,“ sagði Viðar brosandi. Innslagið skemmtilega má sjá hér að neðan. Klippa: Sporitð í dag - Viðar Örn - pottasagan Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Sportið í dag Íslendingar erlendis Grín og gaman Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Fleiri fréttir Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Sjá meira
Viðar Örn Kjartansson kom sér í fréttirnar í septembermánuði árið 2014 er hann spilaði með Vålerenga en þá auglýsti hann heita potta í Noregi. Hann sagði söguna af þessu skemmtilega atviki í Sportinu í dag þar sem Selfyssingurinn var gestur. Viðar Örn sat þá fyrir ásamt fyrirsætu frá Ítalíu en heitu pottarnir voru meira að segja nefndir eftir Viðari. Þeir hétu nefnilega Örn. Viðar segir að sagan af þessu sé nokkuð skrautleg. „Þetta er ósköp einfalt. Það var einhver stuðningsmaður sem sendi mér línu á Facebook og hann var með hugmynd af einhverjum heita pottum og þeir áttu að vera mjög „fancy“. Þetta átti að heita Örninn, eftir mér, og ég myndi fá smá pening. Um leið og ég sá að ég átti að fá einhvern pening þá sagði ég að ég væri klár,“ sagði Viðar og hélt áfram: „Ég fer til hans og er í fjóra tíma í myndatökum í pottinum með einhverju módeli frá Mílan. Hún hefur örugglega fengið miklu meira en ég því ég fékk ekki mikið. Það var dróni og við áttum að vera þykjast tala saman og þetta var mjög óþægilegt. Svo átti ég að fá cut yfir árið og þeir ætluðu að senda pott á mömmu en ég hef ekki séð þennan mann aftur.“ „Ég var að leita að fyrirtækinu en það er komin einhver allt önnur síða. Það voru komnar alvöru tölur á ári svo ég var klár en svo heyrði ég ekkert meira í honum. Hann talaði aldrei við mig aftur en þetta var fyndið. Hann greiddi mér fyrir myndatökuna svo ég kom vel út úr þessu,“ sagði Viðar brosandi. Innslagið skemmtilega má sjá hér að neðan. Klippa: Sporitð í dag - Viðar Örn - pottasagan Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag Íslendingar erlendis Grín og gaman Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Fleiri fréttir Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Sjá meira