„Þú ferð ekki á Esjuna á degi tvö þótt þú hafir gert það áður en þú veiktist“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 7. maí 2020 21:30 Magdalena Ásgeirsdóttir formaður læknaráðs Reykjalundar íhugar stöðu sína eftir vendingar á stofnuninni, Fjölmargir sem veikst hafa hastarlega af Covid-19 eru lengi að ná sér og glíma jafnvel við eftirköst sjúkdómsins. Magdalena Ásgeirsdóttir, yfirlæknir á Reykjalundi, ráðleggur fólki að fara alls ekki of geyst af stað, það geti seinkað bataferlinu. Viðkomandi einstaklingar þurfi ekki að láta koma sér á óvart að upplifa mikla þreytu eftir veikindin, enda geti veiran verið hættuleg eins og dæmin sanna. Magdalena sinnir í störfum sínum þeim allra veikustu. Um tuttugu skjólstæðingar hennar hafa leitað til Reykjalundar í endurhæfingu eftir að hafa verið þungt haldnir á gjörgæslu vegna Covid-19. Magdalena var beðin um almennar ráðleggingar til fólks í samfélaginu sem hefur fengið sjúkdóminn, mögulega hastarlega, en þó ekki þurft að leggjast inn á spítala. „Fyrst og fremst er ekki gott að ætla sér um of. Fólk sem upplifir þreytu í kjölfar veikindanna áttar sig á því að það er allt önnur þreytutilfinning en almenn þreyta eftir áhlaup sem fólk er vant að gera, fjallgöngur eða lotuvinna. Þetta er mikið þyngri þreyta,“ segir Magdalena. Mun betra sé að gefa líkamanum góðan tíma til að ná sér. „Frekar á að skammta sér minni verkefni. Fara í styttri göngutúra og fleiri. Þú ferð ekki á Esjuna á degi tvö þótt þú hafir gert það áður en þú veiktist. Það þarf að fara sér hægt, eins og ég sagði áðan, en að vera í þeirri virkni sem það þolir og veitir vellíðan – en ekki vanlíðan.“ Ekki sé hægt að þjálfa út úr sér þreytuna. „Hún þarf bara að fá að líða úr manni en með ákveðinni virkni, að fara á fætur og gera aðeins það sem þú ræður við.“ Magdalena bendir á að fólk sem fær öndunarfærasýkingar á borð við lungnabólgu sé yfirleitt lengi að ná sér. „Varðandi lungnabólguna þá sjáum við náttúrulega ekki í okkur lungun nema beita læknisfræðilegum myndgreiningum. En ef maður ímyndar sér lærbrot, þá vita allir að þú mátt ekki stíga í fótinn í ákveðinn vikufjölda af því að hann er að gróa og það sama gildir um innri líffæri. Þau þurfa sinn tíma í gróandann. Þótt batinn sé hafinn þá er hann ekki orðinn fullkominn fyrr en eftir einhverjar vikur.“ Alma Möller, landlæknir, sagði á upplýsingafundi í gær að margir hefðu haft samband og lýst yfir áhyggjum vegna langvinnra einkenna eftir Covid-19. Fólkið væri ýmst með höfuðverk, vöðvaverki og glímdi við mikla þreytu svo fátt eitt sé nefnt. „Þetta eru þekktir fylgifiskar alvarlegra veirusýkinga og í raun engin sértæk meðferð við en þetta gengur yfir með tímanum. Ef fólk hefur áhyggjur og vill leita sér aðstoðar þá er Covidgöngudeildin að fylgja eftir skilgreindum hópi fólks og ef þessir einstaklingar falla ekki þar undir þá er þeim bent á heisugæsluna og heilsugæslan mun fá stuðning af göngudeildinni eins og þarf.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Dauðans angist og gjörgæslumartraðir eftir Covid-19 Reykjalundur hefur síðustu þrjár vikurnar sinnt fólki sem lá á gjörgæsludeild Landspítalans. Það hefur þurft á sálrænni aðstoð að halda eftir átakanlega lífsreynslu. 7. maí 2020 13:38 Fleiri lifað af gjörgæslumeðferð en upphaflega var gert ráð fyrir Fleiri hafa lifað af gjörgæslumeðferð vegna kórónuveirunnar en upphaflega var gert ráð fyrir. Yfirlæknir segir þá sem hafa komist úr öndunarvél þó eiga langt bataferli framundan. 27. apríl 2020 20:00 Mest lesið Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Sjá meira
Fjölmargir sem veikst hafa hastarlega af Covid-19 eru lengi að ná sér og glíma jafnvel við eftirköst sjúkdómsins. Magdalena Ásgeirsdóttir, yfirlæknir á Reykjalundi, ráðleggur fólki að fara alls ekki of geyst af stað, það geti seinkað bataferlinu. Viðkomandi einstaklingar þurfi ekki að láta koma sér á óvart að upplifa mikla þreytu eftir veikindin, enda geti veiran verið hættuleg eins og dæmin sanna. Magdalena sinnir í störfum sínum þeim allra veikustu. Um tuttugu skjólstæðingar hennar hafa leitað til Reykjalundar í endurhæfingu eftir að hafa verið þungt haldnir á gjörgæslu vegna Covid-19. Magdalena var beðin um almennar ráðleggingar til fólks í samfélaginu sem hefur fengið sjúkdóminn, mögulega hastarlega, en þó ekki þurft að leggjast inn á spítala. „Fyrst og fremst er ekki gott að ætla sér um of. Fólk sem upplifir þreytu í kjölfar veikindanna áttar sig á því að það er allt önnur þreytutilfinning en almenn þreyta eftir áhlaup sem fólk er vant að gera, fjallgöngur eða lotuvinna. Þetta er mikið þyngri þreyta,“ segir Magdalena. Mun betra sé að gefa líkamanum góðan tíma til að ná sér. „Frekar á að skammta sér minni verkefni. Fara í styttri göngutúra og fleiri. Þú ferð ekki á Esjuna á degi tvö þótt þú hafir gert það áður en þú veiktist. Það þarf að fara sér hægt, eins og ég sagði áðan, en að vera í þeirri virkni sem það þolir og veitir vellíðan – en ekki vanlíðan.“ Ekki sé hægt að þjálfa út úr sér þreytuna. „Hún þarf bara að fá að líða úr manni en með ákveðinni virkni, að fara á fætur og gera aðeins það sem þú ræður við.“ Magdalena bendir á að fólk sem fær öndunarfærasýkingar á borð við lungnabólgu sé yfirleitt lengi að ná sér. „Varðandi lungnabólguna þá sjáum við náttúrulega ekki í okkur lungun nema beita læknisfræðilegum myndgreiningum. En ef maður ímyndar sér lærbrot, þá vita allir að þú mátt ekki stíga í fótinn í ákveðinn vikufjölda af því að hann er að gróa og það sama gildir um innri líffæri. Þau þurfa sinn tíma í gróandann. Þótt batinn sé hafinn þá er hann ekki orðinn fullkominn fyrr en eftir einhverjar vikur.“ Alma Möller, landlæknir, sagði á upplýsingafundi í gær að margir hefðu haft samband og lýst yfir áhyggjum vegna langvinnra einkenna eftir Covid-19. Fólkið væri ýmst með höfuðverk, vöðvaverki og glímdi við mikla þreytu svo fátt eitt sé nefnt. „Þetta eru þekktir fylgifiskar alvarlegra veirusýkinga og í raun engin sértæk meðferð við en þetta gengur yfir með tímanum. Ef fólk hefur áhyggjur og vill leita sér aðstoðar þá er Covidgöngudeildin að fylgja eftir skilgreindum hópi fólks og ef þessir einstaklingar falla ekki þar undir þá er þeim bent á heisugæsluna og heilsugæslan mun fá stuðning af göngudeildinni eins og þarf.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Dauðans angist og gjörgæslumartraðir eftir Covid-19 Reykjalundur hefur síðustu þrjár vikurnar sinnt fólki sem lá á gjörgæsludeild Landspítalans. Það hefur þurft á sálrænni aðstoð að halda eftir átakanlega lífsreynslu. 7. maí 2020 13:38 Fleiri lifað af gjörgæslumeðferð en upphaflega var gert ráð fyrir Fleiri hafa lifað af gjörgæslumeðferð vegna kórónuveirunnar en upphaflega var gert ráð fyrir. Yfirlæknir segir þá sem hafa komist úr öndunarvél þó eiga langt bataferli framundan. 27. apríl 2020 20:00 Mest lesið Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Sjá meira
Dauðans angist og gjörgæslumartraðir eftir Covid-19 Reykjalundur hefur síðustu þrjár vikurnar sinnt fólki sem lá á gjörgæsludeild Landspítalans. Það hefur þurft á sálrænni aðstoð að halda eftir átakanlega lífsreynslu. 7. maí 2020 13:38
Fleiri lifað af gjörgæslumeðferð en upphaflega var gert ráð fyrir Fleiri hafa lifað af gjörgæslumeðferð vegna kórónuveirunnar en upphaflega var gert ráð fyrir. Yfirlæknir segir þá sem hafa komist úr öndunarvél þó eiga langt bataferli framundan. 27. apríl 2020 20:00