Frumkvæðisathugun á hæfi Kristjáns Þórs sett á ís Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 7. maí 2020 13:00 Þórhildur Sunna segist vona að það takist að ljúka frumkvæðisathugun á hæfi Kristjáns Þórs fyrir þinglok í sumar. Vísir/samsett mynd Frumkvæðisathugun stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á hæfi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra vegna Samherjamálsins hefur verið sett á ís vegna kórónuveirufaraldursins. Formaður nefndarinnar segir málinu þó hvergi lokið. Kórónuveirufaraldurinn hefur tafið afgreiðslu nokkurra mála í nefndinni að sögn Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata og formanns nefndarinnar. „Við vorum með frumkvæðisathugun á hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar sem sjávarútvegsráðherra vegna Samherjamálsins og svo erum við með frumkvæðisathugun um hvernig það kemur eiginlega til að við erum á gráum lista FATF (Financial Action Task Force) Þessi mál eru bara þannig stödd að við erum aðeins búin að setja þau aðeins upp í hillu núna á meðan þetta ástand gengur yfir. Þetta er kannski þess eðlis að við viljum geta verið inni í sama rými til þess að tala saman um framhald þessara mála,“ segir Þórhildur Sunna og vísar til þess að flestir nefndafundir hafa að undanförnu farið fram í gegnum fjarfundabúnað. Sjá einnig: Hefur fleiri spurningar um framkvæmd hagsmunamats Stefnt sé þó að því að halda málinu áfram og helst ljúka því fyrir þinglok í sumar. Nefndin hafði kallað eftir frekari gögnum frá sjávarútvegsráðuneytinu en Þórhildur Sunna segir margt áhugavert í þeim gögnum. Kristján Þór Júlíusson kom fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í janúar þar sem hann svaraði spurningum nefndarinnar.Vísir/Vilhelm „Til dæmis það að sjávarútvegsráðherra álíti sig hæfan í málefnum Síldarvinnslunnar. Hann er búinn að slá á frest núna að laga lög um hlutdeild í sjávarútvegsfyrirtækjum. En þar var reyndar ekkert verið að taka á því sem er kannski hvað umdeildast og það er að Samherji á 49,9% hlut í Síldarvinnslunni en telst samt sem áður ekki tengdur aðili. Þetta virðist ráðherra vera að nýta sér með því að telja sig ekki þurfa að pæla í sínu hæfi gagnvart Síldarvinnslunni,“segir Þórhildur Sunna. Þótt frumkvæðisathuganir hafi verið settar á ís liggja þó fjölmörg önnur verkefni fyrir nefndinni. „Fyrir okkur liggja náttúrlega stór verkefni önnur sem að er líka brýnt að leysa úr. Þetta er búið að hlaðast duglega upp svona á meðan við vorum í hálfgerðu frostmarki í nefndastarfi sem ekki tengdist covid þannig að það er kominn tími til að taka á þeim málum líka.“ Alþingi Samherjaskjölin Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Sjá meira
Frumkvæðisathugun stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á hæfi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra vegna Samherjamálsins hefur verið sett á ís vegna kórónuveirufaraldursins. Formaður nefndarinnar segir málinu þó hvergi lokið. Kórónuveirufaraldurinn hefur tafið afgreiðslu nokkurra mála í nefndinni að sögn Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata og formanns nefndarinnar. „Við vorum með frumkvæðisathugun á hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar sem sjávarútvegsráðherra vegna Samherjamálsins og svo erum við með frumkvæðisathugun um hvernig það kemur eiginlega til að við erum á gráum lista FATF (Financial Action Task Force) Þessi mál eru bara þannig stödd að við erum aðeins búin að setja þau aðeins upp í hillu núna á meðan þetta ástand gengur yfir. Þetta er kannski þess eðlis að við viljum geta verið inni í sama rými til þess að tala saman um framhald þessara mála,“ segir Þórhildur Sunna og vísar til þess að flestir nefndafundir hafa að undanförnu farið fram í gegnum fjarfundabúnað. Sjá einnig: Hefur fleiri spurningar um framkvæmd hagsmunamats Stefnt sé þó að því að halda málinu áfram og helst ljúka því fyrir þinglok í sumar. Nefndin hafði kallað eftir frekari gögnum frá sjávarútvegsráðuneytinu en Þórhildur Sunna segir margt áhugavert í þeim gögnum. Kristján Þór Júlíusson kom fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í janúar þar sem hann svaraði spurningum nefndarinnar.Vísir/Vilhelm „Til dæmis það að sjávarútvegsráðherra álíti sig hæfan í málefnum Síldarvinnslunnar. Hann er búinn að slá á frest núna að laga lög um hlutdeild í sjávarútvegsfyrirtækjum. En þar var reyndar ekkert verið að taka á því sem er kannski hvað umdeildast og það er að Samherji á 49,9% hlut í Síldarvinnslunni en telst samt sem áður ekki tengdur aðili. Þetta virðist ráðherra vera að nýta sér með því að telja sig ekki þurfa að pæla í sínu hæfi gagnvart Síldarvinnslunni,“segir Þórhildur Sunna. Þótt frumkvæðisathuganir hafi verið settar á ís liggja þó fjölmörg önnur verkefni fyrir nefndinni. „Fyrir okkur liggja náttúrlega stór verkefni önnur sem að er líka brýnt að leysa úr. Þetta er búið að hlaðast duglega upp svona á meðan við vorum í hálfgerðu frostmarki í nefndastarfi sem ekki tengdist covid þannig að það er kominn tími til að taka á þeim málum líka.“
Alþingi Samherjaskjölin Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Sjá meira