Norski seðlabankinn lækkar stýrivexti í núll Atli Ísleifsson skrifar 7. maí 2020 08:55 Bankinn rökstyður ákvörðun sína með þau áhrif sem faraldur kórónuveirunnar hefur haft á norskt efnahagslíf og hríðlækkandi verð á olíu sem hefur leitt til lækkunar á gengi norsku krónunnar. Getty Norski seðlabankinn lækkaði í morgun stýrivexti bankans niður í núll prósent. Þetta er í fyrsta sinn í 200 ára sögu bankans sem stýrivextir fara niður í núll. Tilkynnt var á fréttamannafundi í morgun að stýrivextirnir færu úr 0,25 prósentum og niður í núll, en í lok mars höfðu vextirnir verið lækkaðir úr 1 prósent í 0,25. Bankinn rökstyður ákvörðun sína með því að vísa í þau áhrif sem faraldur kórónuveirunnar hefur haft á norskt efnahagslíf og hríðlækkandi verð á olíu sem hefur leitt til lækkunar á gengi norsku krónunnar. „Eins og nefndin metur horfur og áhættuna, verða stýrivextir mjög líklega svona um nokkurt skeið. Við sjáum ekki fyrir okkur að stýrivextir verði lækkaðir enn frekar,“ sagði seðlabankastjórinn Øystein Olsen í morgun. Hann segist reikna með að norskt efnahagslíf muni taka við sér eftir því sem slakað verður á takmörkunum vegna veirunnar, en að það muni taka tíma þar til að framleiðsla og atvinnuþátttaka nái sömu hæðum og fyrir faraldur. Noregur Mest lesið „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Norski seðlabankinn lækkaði í morgun stýrivexti bankans niður í núll prósent. Þetta er í fyrsta sinn í 200 ára sögu bankans sem stýrivextir fara niður í núll. Tilkynnt var á fréttamannafundi í morgun að stýrivextirnir færu úr 0,25 prósentum og niður í núll, en í lok mars höfðu vextirnir verið lækkaðir úr 1 prósent í 0,25. Bankinn rökstyður ákvörðun sína með því að vísa í þau áhrif sem faraldur kórónuveirunnar hefur haft á norskt efnahagslíf og hríðlækkandi verð á olíu sem hefur leitt til lækkunar á gengi norsku krónunnar. „Eins og nefndin metur horfur og áhættuna, verða stýrivextir mjög líklega svona um nokkurt skeið. Við sjáum ekki fyrir okkur að stýrivextir verði lækkaðir enn frekar,“ sagði seðlabankastjórinn Øystein Olsen í morgun. Hann segist reikna með að norskt efnahagslíf muni taka við sér eftir því sem slakað verður á takmörkunum vegna veirunnar, en að það muni taka tíma þar til að framleiðsla og atvinnuþátttaka nái sömu hæðum og fyrir faraldur.
Noregur Mest lesið „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira