Norski seðlabankinn lækkar stýrivexti í núll Atli Ísleifsson skrifar 7. maí 2020 08:55 Bankinn rökstyður ákvörðun sína með þau áhrif sem faraldur kórónuveirunnar hefur haft á norskt efnahagslíf og hríðlækkandi verð á olíu sem hefur leitt til lækkunar á gengi norsku krónunnar. Getty Norski seðlabankinn lækkaði í morgun stýrivexti bankans niður í núll prósent. Þetta er í fyrsta sinn í 200 ára sögu bankans sem stýrivextir fara niður í núll. Tilkynnt var á fréttamannafundi í morgun að stýrivextirnir færu úr 0,25 prósentum og niður í núll, en í lok mars höfðu vextirnir verið lækkaðir úr 1 prósent í 0,25. Bankinn rökstyður ákvörðun sína með því að vísa í þau áhrif sem faraldur kórónuveirunnar hefur haft á norskt efnahagslíf og hríðlækkandi verð á olíu sem hefur leitt til lækkunar á gengi norsku krónunnar. „Eins og nefndin metur horfur og áhættuna, verða stýrivextir mjög líklega svona um nokkurt skeið. Við sjáum ekki fyrir okkur að stýrivextir verði lækkaðir enn frekar,“ sagði seðlabankastjórinn Øystein Olsen í morgun. Hann segist reikna með að norskt efnahagslíf muni taka við sér eftir því sem slakað verður á takmörkunum vegna veirunnar, en að það muni taka tíma þar til að framleiðsla og atvinnuþátttaka nái sömu hæðum og fyrir faraldur. Noregur Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Hópuppsögn í Grindavík: „Erfiðasta ákvörðun sem við höfum tekið í lífinu“ Viðskipti innlent Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Norski seðlabankinn lækkaði í morgun stýrivexti bankans niður í núll prósent. Þetta er í fyrsta sinn í 200 ára sögu bankans sem stýrivextir fara niður í núll. Tilkynnt var á fréttamannafundi í morgun að stýrivextirnir færu úr 0,25 prósentum og niður í núll, en í lok mars höfðu vextirnir verið lækkaðir úr 1 prósent í 0,25. Bankinn rökstyður ákvörðun sína með því að vísa í þau áhrif sem faraldur kórónuveirunnar hefur haft á norskt efnahagslíf og hríðlækkandi verð á olíu sem hefur leitt til lækkunar á gengi norsku krónunnar. „Eins og nefndin metur horfur og áhættuna, verða stýrivextir mjög líklega svona um nokkurt skeið. Við sjáum ekki fyrir okkur að stýrivextir verði lækkaðir enn frekar,“ sagði seðlabankastjórinn Øystein Olsen í morgun. Hann segist reikna með að norskt efnahagslíf muni taka við sér eftir því sem slakað verður á takmörkunum vegna veirunnar, en að það muni taka tíma þar til að framleiðsla og atvinnuþátttaka nái sömu hæðum og fyrir faraldur.
Noregur Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Hópuppsögn í Grindavík: „Erfiðasta ákvörðun sem við höfum tekið í lífinu“ Viðskipti innlent Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira