Sautján ára íslenskum fótboltastrák í Svíþjóð hrósað mikið fyrir hugarfarið sitt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. maí 2020 12:30 Ísak Bergmann Jóhannesson hefur skorað 11 mörk í 21 leik fyrir íslensku unglingalandsliðin. Hann birti þessa mynd af sér í landsliðsbúningnum á Instagram síðu sinni. Mynd/Instagram Einn efnilegasti knattspyrnumaður Íslands lætur ekkert trufla sig við það að verða öflugur knattspyrnumaður og það svo aðrir atvinnumenn í kringum hann taka eftir því. Ísak Bergmann er aðeins sautján ára gamall en þegar farinn að banka fast á dyrnar hjá aðalliði Norrköping. Ísak Bergmann var í byrjunarliði Norrköping á undirbúningstímabilinu og skoraði meðal annars í æfingaleik á móti Breiðabliki. Vonandi færi hann að spila mikið í sumar og vaxa og dafna sem knattspyrnumaður. Ísak, sem hélt upp á sautján ára afmælisdaginn sinn í mars, kom til sænska liðsins frá ÍA síðasta sumar. Hann hafði tækifæri til að fara til stærra félags en vildi komast í meistaraflokksfótbolta sem fyrst í stað þess að vera í unglingaliðum stærri liðs. Hinn 17 ára gamli Ísak Bergmann hrífur nýjan liðsfélaga https://t.co/P12I6zzuAe— Fótbolti.net (@Fotboltinet) May 6, 2020 Jonathan Levi er nýkominn til Norrköping frá norska stórklúbbnum Rosenborg og hann hrósar íslenska unglingaliðsmanninum fyrir frábært hugarfar í viðtali við staðarblaðið Norrköpings Tidningar. „Ég veit ekki um marga sautján ára stráka sem eru svona einbeittir og taka fótbolta svona alvarlega eins og hann," sagði Jonathan Levi við Norrköpings Tidningar en fótbolti.net segir frá. „Ísak hefur hrifið mig ótrúlega mikið. Hann er auðvitað hæfileikaríkur fótboltamaður en hann leggur líka svo mikla vinnu á sig. Vanalega eru margir aðrir hlutir að heilla 17 ára unglinga," sagði Jonathan Levi. View this post on Instagram Obstacles don t have to stop you. If you run into a wall, don t turn around and give up. Figure out how to climb it, go though it or work around it. . - Michael Jordan A post shared by Ísak Bergmann Jóhannesson (@isakbergmann10) on Mar 28, 2020 at 8:28am PDT Það er ekki bara Jonathan Levi sem binda væntingar til Ísaks Bergmanns því fyrr í vor var hann valinn efnilegasti leikmaðurinn í sænsku úrvalsdeildinni. Ísak Bergmann náði að spila einn leik í íslensku deildinni með ÍA áður en hann fór út og þá kom hann við sögu í einum leik með Norrköping síðasta sumar. Faðir Ísaks er Jóhannes Karl Guðjónsson, fyrrum atvinnumaður og landsliðsmaður en núverandi þjálfari Skagamanna í Pepsi Max deildinni. Íslendingar erlendis Sænski boltinn Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Sjá meira
Einn efnilegasti knattspyrnumaður Íslands lætur ekkert trufla sig við það að verða öflugur knattspyrnumaður og það svo aðrir atvinnumenn í kringum hann taka eftir því. Ísak Bergmann er aðeins sautján ára gamall en þegar farinn að banka fast á dyrnar hjá aðalliði Norrköping. Ísak Bergmann var í byrjunarliði Norrköping á undirbúningstímabilinu og skoraði meðal annars í æfingaleik á móti Breiðabliki. Vonandi færi hann að spila mikið í sumar og vaxa og dafna sem knattspyrnumaður. Ísak, sem hélt upp á sautján ára afmælisdaginn sinn í mars, kom til sænska liðsins frá ÍA síðasta sumar. Hann hafði tækifæri til að fara til stærra félags en vildi komast í meistaraflokksfótbolta sem fyrst í stað þess að vera í unglingaliðum stærri liðs. Hinn 17 ára gamli Ísak Bergmann hrífur nýjan liðsfélaga https://t.co/P12I6zzuAe— Fótbolti.net (@Fotboltinet) May 6, 2020 Jonathan Levi er nýkominn til Norrköping frá norska stórklúbbnum Rosenborg og hann hrósar íslenska unglingaliðsmanninum fyrir frábært hugarfar í viðtali við staðarblaðið Norrköpings Tidningar. „Ég veit ekki um marga sautján ára stráka sem eru svona einbeittir og taka fótbolta svona alvarlega eins og hann," sagði Jonathan Levi við Norrköpings Tidningar en fótbolti.net segir frá. „Ísak hefur hrifið mig ótrúlega mikið. Hann er auðvitað hæfileikaríkur fótboltamaður en hann leggur líka svo mikla vinnu á sig. Vanalega eru margir aðrir hlutir að heilla 17 ára unglinga," sagði Jonathan Levi. View this post on Instagram Obstacles don t have to stop you. If you run into a wall, don t turn around and give up. Figure out how to climb it, go though it or work around it. . - Michael Jordan A post shared by Ísak Bergmann Jóhannesson (@isakbergmann10) on Mar 28, 2020 at 8:28am PDT Það er ekki bara Jonathan Levi sem binda væntingar til Ísaks Bergmanns því fyrr í vor var hann valinn efnilegasti leikmaðurinn í sænsku úrvalsdeildinni. Ísak Bergmann náði að spila einn leik í íslensku deildinni með ÍA áður en hann fór út og þá kom hann við sögu í einum leik með Norrköping síðasta sumar. Faðir Ísaks er Jóhannes Karl Guðjónsson, fyrrum atvinnumaður og landsliðsmaður en núverandi þjálfari Skagamanna í Pepsi Max deildinni.
Íslendingar erlendis Sænski boltinn Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Sjá meira