Samkomulag um að fresta pólsku forsetakosningunum Atli Ísleifsson skrifar 7. maí 2020 08:14 Forsetinn Andrzej Duda og Malgorzata Kidawa-Blonska, frambjóðandi Borgarabandalagsins í sjónvarpskappræðum 6. maí síðastliðinn. EPA Stjórnarflokkarnir í Póllandi hafa náð samkomulagi um að fresta forsetakosningunum sem fyrirhugaðar voru í landinu næsta sunnudag vegna faraldurs kórónuveirunnar. Þjóðernisflokkurinn Lög og réttlæti (PiS) hafði áður þrýst á að forsetakosningarnar færu fram til að tryggja endurkjör sitjandi forseta, Andrzej Duda. Samstarfsflokkurinn Samkomulag og svo stjórnarandstaðan hefur hins vegar sakað PiS um að setja stjórnmálin framar lýðheilsu í landinu. BBC segir frá því að til standi að finna nýjan kjördag eins fljótt og auðið er og að kosningarnar muni þá fara fram með póstkosningu líkt og til stóð um helgina. Pólskir og alþjóðlegir eftirlitsaðilar höfðu lýst yfir efasemdum um fyrirhugaðar kosningar og velt því fyrir sér hvort að þær gætu farið fram með sanngjörnum og lýðræðislegum hætti, þegar margir frambjóðenda höfðu stöðvar kosningabaráttu sína vegna faraldursins. Alls hafa greinst um 15 þúsund smit í Póllandi og eru skráð dauðsföll rúmlega sjö hundruð. Í embættistíð Duda hafa pólsk stjórnvöld gert miklar og umdeildar breytingar, meðal annars á dómskerfi landsins og hvað varðar starfsumhverfi fjölmiðla. Duda hefur mælst með mest fylgi í skoðanakönnunum, en andstæðingar hans segja hann hagnast á því að koma reglulega fram í ríkisfjölmiðlum, auk þess að ómögulegt hefur reynst að standa í hefðbundinni kosningabaráttu á þessum tímum. Pólland Tengdar fréttir Telja Ungverjaland ekki lengur lýðræðisríki Ungverjaland, Svartfjallaland og Serbía eru ekki lengur lýðræðisríki. Þetta er mat bandarísku hugveitunnar Freedom House sem birti árlega skýrslu sína um stöðu lýðræðis í dag. 6. maí 2020 20:00 ESB hefur áhyggjur af póstkosningu í Póllandi Varaforseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segist hafa áhyggjur af lögmæti og áreiðanleika forsetakosninga í Póllandi í næsta mánuði eftir að pólska þingið samþykkti að fresta ekki kosningunum vegna kórónuveirufaraldursins heldur halda póstkosningu. 8. apríl 2020 10:27 Pólverjar kjósa um forseta í póstkosningu Meirihluti pólska þingsins hefur samþykkt að forsetakosningum í landinu verði ekki frestað vegna kórónuveirunnar. 7. apríl 2020 11:48 Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Yfirgnæfandi líkur á óveðri á kjördag og líklegt að vegir teppist Veður Fleiri fréttir Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Sjá meira
Stjórnarflokkarnir í Póllandi hafa náð samkomulagi um að fresta forsetakosningunum sem fyrirhugaðar voru í landinu næsta sunnudag vegna faraldurs kórónuveirunnar. Þjóðernisflokkurinn Lög og réttlæti (PiS) hafði áður þrýst á að forsetakosningarnar færu fram til að tryggja endurkjör sitjandi forseta, Andrzej Duda. Samstarfsflokkurinn Samkomulag og svo stjórnarandstaðan hefur hins vegar sakað PiS um að setja stjórnmálin framar lýðheilsu í landinu. BBC segir frá því að til standi að finna nýjan kjördag eins fljótt og auðið er og að kosningarnar muni þá fara fram með póstkosningu líkt og til stóð um helgina. Pólskir og alþjóðlegir eftirlitsaðilar höfðu lýst yfir efasemdum um fyrirhugaðar kosningar og velt því fyrir sér hvort að þær gætu farið fram með sanngjörnum og lýðræðislegum hætti, þegar margir frambjóðenda höfðu stöðvar kosningabaráttu sína vegna faraldursins. Alls hafa greinst um 15 þúsund smit í Póllandi og eru skráð dauðsföll rúmlega sjö hundruð. Í embættistíð Duda hafa pólsk stjórnvöld gert miklar og umdeildar breytingar, meðal annars á dómskerfi landsins og hvað varðar starfsumhverfi fjölmiðla. Duda hefur mælst með mest fylgi í skoðanakönnunum, en andstæðingar hans segja hann hagnast á því að koma reglulega fram í ríkisfjölmiðlum, auk þess að ómögulegt hefur reynst að standa í hefðbundinni kosningabaráttu á þessum tímum.
Pólland Tengdar fréttir Telja Ungverjaland ekki lengur lýðræðisríki Ungverjaland, Svartfjallaland og Serbía eru ekki lengur lýðræðisríki. Þetta er mat bandarísku hugveitunnar Freedom House sem birti árlega skýrslu sína um stöðu lýðræðis í dag. 6. maí 2020 20:00 ESB hefur áhyggjur af póstkosningu í Póllandi Varaforseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segist hafa áhyggjur af lögmæti og áreiðanleika forsetakosninga í Póllandi í næsta mánuði eftir að pólska þingið samþykkti að fresta ekki kosningunum vegna kórónuveirufaraldursins heldur halda póstkosningu. 8. apríl 2020 10:27 Pólverjar kjósa um forseta í póstkosningu Meirihluti pólska þingsins hefur samþykkt að forsetakosningum í landinu verði ekki frestað vegna kórónuveirunnar. 7. apríl 2020 11:48 Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Yfirgnæfandi líkur á óveðri á kjördag og líklegt að vegir teppist Veður Fleiri fréttir Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Sjá meira
Telja Ungverjaland ekki lengur lýðræðisríki Ungverjaland, Svartfjallaland og Serbía eru ekki lengur lýðræðisríki. Þetta er mat bandarísku hugveitunnar Freedom House sem birti árlega skýrslu sína um stöðu lýðræðis í dag. 6. maí 2020 20:00
ESB hefur áhyggjur af póstkosningu í Póllandi Varaforseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segist hafa áhyggjur af lögmæti og áreiðanleika forsetakosninga í Póllandi í næsta mánuði eftir að pólska þingið samþykkti að fresta ekki kosningunum vegna kórónuveirufaraldursins heldur halda póstkosningu. 8. apríl 2020 10:27
Pólverjar kjósa um forseta í póstkosningu Meirihluti pólska þingsins hefur samþykkt að forsetakosningum í landinu verði ekki frestað vegna kórónuveirunnar. 7. apríl 2020 11:48