Framseldur til Portúgals þar sem þungur dómur bíður Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. maí 2020 17:56 Landsréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms í málinu. Vísir/Egill Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þess efnis að portúgalskur ríkisborgari verði framseldur frá Íslandi til Portúgals vegna fíkniefnasölu þar í landi. Maðurinn á yfir höfði sér tæplega sjö ára fangelsisdóm í Portúgal fyrir að hafa staðið að sölu fíkniefna árið 2014 og að hafa haft í vörslu sinni 2,5 grömm af kókaíni. Yfirvöld í Portúgal kröfðust þess fyrr á árinu að maðurinn yrði framseldur til Portúgals en evrópsk handtökuskipun á hendur manninum hefur verið í gildi frá því í maí 2018. Ríkissaksóknari ákvað að verða við beiðni yfirvalda í Portúgal um að framselja manninn. Sú ákvörðun var kærð til héraðsdóms. Maðurinn hefur dvalið á Íslandi frá árinu 2017 og búið hér með sambýliskonu sinni og barni þeirra. Krafðist hann þess að ákvörðun ríkissaksóknara um framsal væri felld úr gildi, meðal annars vegna þess að himinn og haf væri á milli þeirrar refsingar sem varnaraðili hafi verið dæmdur til í Portúgal og til þeirrar refsingar sem hann hefði hugsanlega verið dæmdur til hér á landi fyrir sambærilegt brot. „Þyngd hins portúgalska dóms veki furðu og sú spurning vakni hvort sanngjarnt sé og eðlilegt að afhenda varnaraðila í hendurnar á ríki þar sem svo fráleitt þungir dómar séu kveðnir upp,“ er meðal þess sem kom fram í greinargerð verjanda mannsins samkvæmt úrskurði Landsréttar. Héraðsdómur og Landsréttur höfnuðu kröfu mannsins og stendur því ákvörðun ríkissaksóknara. Verður maðurinn því framseldur til Portúgals. Portúgal Dómsmál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Sjá meira
Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þess efnis að portúgalskur ríkisborgari verði framseldur frá Íslandi til Portúgals vegna fíkniefnasölu þar í landi. Maðurinn á yfir höfði sér tæplega sjö ára fangelsisdóm í Portúgal fyrir að hafa staðið að sölu fíkniefna árið 2014 og að hafa haft í vörslu sinni 2,5 grömm af kókaíni. Yfirvöld í Portúgal kröfðust þess fyrr á árinu að maðurinn yrði framseldur til Portúgals en evrópsk handtökuskipun á hendur manninum hefur verið í gildi frá því í maí 2018. Ríkissaksóknari ákvað að verða við beiðni yfirvalda í Portúgal um að framselja manninn. Sú ákvörðun var kærð til héraðsdóms. Maðurinn hefur dvalið á Íslandi frá árinu 2017 og búið hér með sambýliskonu sinni og barni þeirra. Krafðist hann þess að ákvörðun ríkissaksóknara um framsal væri felld úr gildi, meðal annars vegna þess að himinn og haf væri á milli þeirrar refsingar sem varnaraðili hafi verið dæmdur til í Portúgal og til þeirrar refsingar sem hann hefði hugsanlega verið dæmdur til hér á landi fyrir sambærilegt brot. „Þyngd hins portúgalska dóms veki furðu og sú spurning vakni hvort sanngjarnt sé og eðlilegt að afhenda varnaraðila í hendurnar á ríki þar sem svo fráleitt þungir dómar séu kveðnir upp,“ er meðal þess sem kom fram í greinargerð verjanda mannsins samkvæmt úrskurði Landsréttar. Héraðsdómur og Landsréttur höfnuðu kröfu mannsins og stendur því ákvörðun ríkissaksóknara. Verður maðurinn því framseldur til Portúgals.
Portúgal Dómsmál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Sjá meira