Fótbolti

„Sorglegt“ að Albert Brynjar sé að fara spila í C-deildinni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Albert Brynjar Ingason skoraði þrennu í dag.
Albert Brynjar Ingason skoraði þrennu í dag. vísir/andri marinó

Það var rætt um möguleika nýliða Fjölnis í Pepsi Max-deild karla á komandi tímabili í þættinum Sportinu í kvöld sem var á dagskrá Stöðvar 2 Sport í gærkvöldi. Guðmundur Benediktsson, Sigurvin Ólafsson fyrrum knattspyrnumaður og fjölmiðlamaðurinn Hjörvar Hafliðason fóru yfir stöðuna.

Fjölnismenn hafa ekki gert mikið á markaðnum í vetur og hafa misst bæði Rasmus Christiansen til Vals og Albert Brynjar Ingason í Kórdrengina sem leika í C-deild. Byrjað var að tala um reynslu þjálfarans, Ásmundar Arnarssonar og svo var rætt um leikmennina.

„Leikmenn eru með reynslu þarna. Bergsveinn er með reynslu og svo er það Guðmundur Karl, maðurinn sem er að búa þetta allt til í Grafarvoginum,“ sagði Hjörvar Hafliðason.

„Þá ertu búinn að telja þá upp sem eru með reynslu, er það ekki?“ svaraði Sigurvin Ólafsson áður en Hjörvar bætti svo Torfa Tímoteus Gunnarssyni inn í umræðuna. Undir spjalli þeirra var svo myndband af Alberti Brynjari að skora mark með Fjölni í fyrra.

„Svo er þessi farinn. Hann er að fara spila í C-deildinni í sumar,“ sagði Hjörvar og Gummi Ben tók undir orð Hjörvars. „Sorglegt,“ sagði Gummi.

Alla umræðuna um möguleika Fjölnis sem og þann möguleika að sækja leikmenn í Færeyjum má heyra hér að neðan.

Klippa: Sportið í kvöld - Albert Brynjar í C deild

Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×