Fyrsta skóflustungan tekin að nýju „fyrirmyndarríki“ í Gufunesi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 6. maí 2020 14:38 Hverfið sem mun rísa í Gufunesi er sérstaklega hugsað með þarfir ungs fólks og fyrstu kaupendur í huga. Vísir/Einar Borgarstjóri tók í hádeginu fyrstu skóflustunguna að nýju hverfi í Gufunesi sem er sérhannað fyrir fyrstu kaupendur. Runólfur Ágústsson, verkefnastjóri verktakafyrirtækisins Þorpsins vistfélags, segir að með nýstárlegri hönnun hverfisins sé verið að reyna að búa til vistvænt samfélag. Ódýrustu íbúðirnar kosta minna en 20 milljónir króna. „Þetta eru 137 íbúðir undir verkefni borgarinnar „hagkvæmt húsnæði fyrir ungt fólk.“ Ódýrustu íbúðirnar sem eru núna að fara í sölu verða undir 20 milljónum króna. Þetta er auðvitað bara stór dagur, við höfum unnið að þessu í þrjú ár og nú er komið að því að fara að moka“ Rúmlega 1.100 manns skráðu sig sem áhugasama kaupendur fyrir ári síðan og af þeim höfðu, í apríl, á fjórða hundruð staðfest umsókn. Umsóknarfrestur rennur út 15. maí næstkomandi en þá verður dregið á milli umsækjenda. Fyrstu kaupendur hafa forkaupsrétt. „Ég held að þær íbúðir sem eru núna á markaðnum séu of stórar og of dýrar og að markaðurinn hafi vanrækt að bjóða upp á íbúðir sem ungt fólk vill og ræður við að kaupa“ Umsóknarfrestur rennur út um miðjan mánuð.Vísir/Einar Vistfélagið hefur ákveðna hugmyndafræði að leiðarljósi. „Okkar hugmyndafræði er sú að búa til valkost fyrir ungt fólk þannig að það þurfi ekki að binda sig á áratuga klafa við það að eignast húsnæði. Það geti eignast einfalt, vandað húsnæði á góðu verði en á sama tíma erum við auðvitað að horfa á nýjar lausnir, deililausnir með sterka áherslu á umhverfismál. Við erum að reyna að búa til gott skapandi umhverfisvænt samfélag.“ Þorpið er bíllaust hverfi en við íbúðabyggðina eru matjurtagarðar til afnota fyrir íbúa til ræktunar. Runólfur skellti upp úr þegar hann var spurður hvort hann væri að reyna að búa til fyrirmyndarríki. „Eins og ég segi þá erum við ekki venjulegur verktaki, við erum félag sem er að reyna að búa til samfélag. Hverfið er hannað í kringum sólríkt torg, svolítið eins og torg í ítölskum miðaldarbæ. Þar er öll miðlæg þjónusta og það er lögð mikil áhersla á sameign. Þar er stórt vinnurými sem íbúar geta notað til vinnu á daginn. Það er síðan hægt að nota á kvöldin fyrir kaffihús og veislusal. Það er sameiginlegt þvottahús. Og síðan er nýjung sem er eins konar búr eða pósthús á einum stað sem er bæði pósthólf fyrir alla íbúa en líka hólf til að taka á móti aðkeyptum mat og þjónustu.“ Pælduð þið sérstaklega í hinum félagslega þætti við hönnun þorpsins? „Já, við fórum í mjög ítarlega greiningarvinnu. Við hittum nokkuð marga rýnihópa sem samanstóðu af ungu fólki og reyndum að greina þessar þarfir sem við vissum að væru til staðar. Við unnum þetta verkefni í samstarfi við ungt fólk sem við kölluðum til.“ Skipulag Reykjavík Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Borgarstjóri tók í hádeginu fyrstu skóflustunguna að nýju hverfi í Gufunesi sem er sérhannað fyrir fyrstu kaupendur. Runólfur Ágústsson, verkefnastjóri verktakafyrirtækisins Þorpsins vistfélags, segir að með nýstárlegri hönnun hverfisins sé verið að reyna að búa til vistvænt samfélag. Ódýrustu íbúðirnar kosta minna en 20 milljónir króna. „Þetta eru 137 íbúðir undir verkefni borgarinnar „hagkvæmt húsnæði fyrir ungt fólk.“ Ódýrustu íbúðirnar sem eru núna að fara í sölu verða undir 20 milljónum króna. Þetta er auðvitað bara stór dagur, við höfum unnið að þessu í þrjú ár og nú er komið að því að fara að moka“ Rúmlega 1.100 manns skráðu sig sem áhugasama kaupendur fyrir ári síðan og af þeim höfðu, í apríl, á fjórða hundruð staðfest umsókn. Umsóknarfrestur rennur út 15. maí næstkomandi en þá verður dregið á milli umsækjenda. Fyrstu kaupendur hafa forkaupsrétt. „Ég held að þær íbúðir sem eru núna á markaðnum séu of stórar og of dýrar og að markaðurinn hafi vanrækt að bjóða upp á íbúðir sem ungt fólk vill og ræður við að kaupa“ Umsóknarfrestur rennur út um miðjan mánuð.Vísir/Einar Vistfélagið hefur ákveðna hugmyndafræði að leiðarljósi. „Okkar hugmyndafræði er sú að búa til valkost fyrir ungt fólk þannig að það þurfi ekki að binda sig á áratuga klafa við það að eignast húsnæði. Það geti eignast einfalt, vandað húsnæði á góðu verði en á sama tíma erum við auðvitað að horfa á nýjar lausnir, deililausnir með sterka áherslu á umhverfismál. Við erum að reyna að búa til gott skapandi umhverfisvænt samfélag.“ Þorpið er bíllaust hverfi en við íbúðabyggðina eru matjurtagarðar til afnota fyrir íbúa til ræktunar. Runólfur skellti upp úr þegar hann var spurður hvort hann væri að reyna að búa til fyrirmyndarríki. „Eins og ég segi þá erum við ekki venjulegur verktaki, við erum félag sem er að reyna að búa til samfélag. Hverfið er hannað í kringum sólríkt torg, svolítið eins og torg í ítölskum miðaldarbæ. Þar er öll miðlæg þjónusta og það er lögð mikil áhersla á sameign. Þar er stórt vinnurými sem íbúar geta notað til vinnu á daginn. Það er síðan hægt að nota á kvöldin fyrir kaffihús og veislusal. Það er sameiginlegt þvottahús. Og síðan er nýjung sem er eins konar búr eða pósthús á einum stað sem er bæði pósthólf fyrir alla íbúa en líka hólf til að taka á móti aðkeyptum mat og þjónustu.“ Pælduð þið sérstaklega í hinum félagslega þætti við hönnun þorpsins? „Já, við fórum í mjög ítarlega greiningarvinnu. Við hittum nokkuð marga rýnihópa sem samanstóðu af ungu fólki og reyndum að greina þessar þarfir sem við vissum að væru til staðar. Við unnum þetta verkefni í samstarfi við ungt fólk sem við kölluðum til.“
Skipulag Reykjavík Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira