Lilja og Svandís mættu á fjallahjólum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. maí 2020 09:56 Lilja Alfreðsdóttir var með hjálm á höfði þegar boðsgestirnir biðu þess að vera ræstir út. Vísir/Vilhelm Verkefnið Hjólað í vinnuna var sett við Þróttaraheimilið í Laugardal í morgun og voru ráðherrar í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur á meðal þeirra sem mættu á hjólum sínum. Flutt voru hvatningarávörp og fór Jóhann Alfreð Kristinsson með gamanmál. Vegna fjöldatakmarkana var setningarhátíð verkefnisins í ár aðeins fyrir boðsgesti en var send út á Facebook síðu Hjólað í vinnuna í staðinn. Meðal boðsgesta sem fluttu ávarp í morgun voru Lárus L. Blöndal, forseti ÍSÍ, Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, Alma Dagjört Möller landlæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn. Að ávörpunum loknum hjóluðu gestir verkefnið formlega af stað. Hjólað í vinnuna 2020 á vegum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands Heilsu- og hvatningarverkefnið Hjólað í vinnuna fer nú fram í átjánda sinn og stendur að vanda yfir í þrjár vikur eða til 26. maí. Á þeim tíma eru landsmenn hvattir til að hreyfa sig og nýta sér heilsusamlegar, umhverfisvænar og hagkvæmar samgöngur með því að hjóla, ganga eða nota annan virkan ferðamáta. „Við þær sérstöku aðstæður sem nú ríkja í þjóðfélaginu er nauðsynlegt að huga vel að heilsunni og daglegri hreyfingu. Einnig er mikilvægt fyrir vinnustaði landsins að huga vel að starfsandanum á þessum fordæmalausu tímum. Verkefnið Hjólað í vinnuna er góð leið til þess að hressa upp á stemninguna og þjappa hópnum saman, en auðvitað þarf á sama tíma að virða 2 metra fjarlægðarmörkin. Hjólreiðar eru bæði virkur og umhverfisvænn ferðamáti og jafnframt frábær útivist og öflug líkamsrækt,“ segir í tilkynningu. Keppnisgreinar í Hjólað í vinnuna eru tvær: Flestir þátttökudagar: Þar sem keppt er um flesta þátttökudaga hlutfallslega miða við heildarfjölda starfsfólks á vinnustaðnum. Kílómetrakeppni: Þar sem keppt er á milli liða um annars vegar heildarfjölda kílómetra og hins vegar hlutfall kílómetra miða við fjölda liðsmanna í liði. Keppt er í átta keppnisflokkum út frá stærð vinnustaða. Í ár hvetur ÍSÍ þá sem vinna heiman frá sér að byrja eða enda vinnudaginn á því að hjóla, ganga eða nýta annan virkan ferðamáta sem nemur kílómetrum til og frá vinnu. Einfaldara getur það ekki verið og allir geta tekið þátt. Hjólreiðar Heilsa Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Verkefnið Hjólað í vinnuna var sett við Þróttaraheimilið í Laugardal í morgun og voru ráðherrar í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur á meðal þeirra sem mættu á hjólum sínum. Flutt voru hvatningarávörp og fór Jóhann Alfreð Kristinsson með gamanmál. Vegna fjöldatakmarkana var setningarhátíð verkefnisins í ár aðeins fyrir boðsgesti en var send út á Facebook síðu Hjólað í vinnuna í staðinn. Meðal boðsgesta sem fluttu ávarp í morgun voru Lárus L. Blöndal, forseti ÍSÍ, Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, Alma Dagjört Möller landlæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn. Að ávörpunum loknum hjóluðu gestir verkefnið formlega af stað. Hjólað í vinnuna 2020 á vegum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands Heilsu- og hvatningarverkefnið Hjólað í vinnuna fer nú fram í átjánda sinn og stendur að vanda yfir í þrjár vikur eða til 26. maí. Á þeim tíma eru landsmenn hvattir til að hreyfa sig og nýta sér heilsusamlegar, umhverfisvænar og hagkvæmar samgöngur með því að hjóla, ganga eða nota annan virkan ferðamáta. „Við þær sérstöku aðstæður sem nú ríkja í þjóðfélaginu er nauðsynlegt að huga vel að heilsunni og daglegri hreyfingu. Einnig er mikilvægt fyrir vinnustaði landsins að huga vel að starfsandanum á þessum fordæmalausu tímum. Verkefnið Hjólað í vinnuna er góð leið til þess að hressa upp á stemninguna og þjappa hópnum saman, en auðvitað þarf á sama tíma að virða 2 metra fjarlægðarmörkin. Hjólreiðar eru bæði virkur og umhverfisvænn ferðamáti og jafnframt frábær útivist og öflug líkamsrækt,“ segir í tilkynningu. Keppnisgreinar í Hjólað í vinnuna eru tvær: Flestir þátttökudagar: Þar sem keppt er um flesta þátttökudaga hlutfallslega miða við heildarfjölda starfsfólks á vinnustaðnum. Kílómetrakeppni: Þar sem keppt er á milli liða um annars vegar heildarfjölda kílómetra og hins vegar hlutfall kílómetra miða við fjölda liðsmanna í liði. Keppt er í átta keppnisflokkum út frá stærð vinnustaða. Í ár hvetur ÍSÍ þá sem vinna heiman frá sér að byrja eða enda vinnudaginn á því að hjóla, ganga eða nýta annan virkan ferðamáta sem nemur kílómetrum til og frá vinnu. Einfaldara getur það ekki verið og allir geta tekið þátt.
Hjólreiðar Heilsa Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira