Fótbolti

Enginn tími fyrir leikmenn að verða óléttar næstu fimm árin segir ein sú besta í heimi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sam Kerr fagnar marki með ástralska landsliðinu en þau eru orðin 42 talsins.
Sam Kerr fagnar marki með ástralska landsliðinu en þau eru orðin 42 talsins. EPA-EFE/DAN HIMBRECHTS

Sam Kerr er ein besta knattspyrnuskona heims og leikmaður enska liðsins Chelsea og ástralska landsliðsins. Hún talaði um næstu ár í viðtali við Fox Sports þar sem hún er í föst á heimili sínu í London.

Kerr og félagar sáu fram á frí á næsta ári en þá fara fram Ólympíuleikarnir í Tókýó. Sam Kerr hefur verið að spila tímabil í bæði Bandaríkjunum og Ástralíu á hverju ári en ákvað að einbeita sér að einu liði þegar hún samdi við enska úrvalsdeildarfélagið.

„Þetta hefur heldur betur þétt dagskrána hjá okkur. Ég veit ekki hvenær ég kemst aftur heim eða hvenær ég fær næst frí,“ sagði Sam Kerr. Engin leikmaður hefur skorað meira í bandarísku eða áströlsku deildinni og hún hefur náð því nokkrum sinnum að verða markadrottning í þeim báðum á sama ári.

„Ólympíuleikarnir eru á næsta ári, svo er Asíubikarinn, þá heimsmeistaramótið og svo Ólympíuleikarnir aftur. Næsta frí hjá ástralska landsliðinu verður því eftir fimm ár en það átti að koma strax á næsta ári,“ sagði Kerr en á síðasta ári fór fram heimsmeistaramót í Frakklandi.

„Það er enginn tími til að meiðast sem er stressandi. Það er enginn tími til að fá frí. Það er enginn tími fyrir stelpur í okkar liði til að verða ófrískar. Það er orðið eitthvað í kvennafótboltanum núna,“ sagði Sam Kerr.

„Ég er að reyna að hugsa ekki of langt því ég var búin að plana allt lífið mitt á næsta ári. Ég veit að fólk mun segja að það sé ekkert stórmót á þessu ári en þetta er ekkert frí því við erum í einangrun og föst heima hjá okkur,“ sagði Sam Kerr.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×