Icelandair verði í skötulíki næsta árið Stefán Ó. Jónsson skrifar 6. maí 2020 07:18 Vélar Icelandair fljúga lítið þessa dagana. Vísir/Vilhelm Stjórnendur Icelandair Group áætla að starfsemi félagsins verði lítil sem engin næstu 12 mánuðina. Félagið ætli sér þó búa þannig um hnútana að það geti tórað í slíku umhverfi í allt að tvö ár og að farþegafjöldi Icelandair verði ekki sá sama og í fyrra fyrr en árið 2024. Þetta er meðal þess sem Markaðurinn segir að hafi komið fram í kynningu forstjóra Icelandair og Kviku Banka með nokkrum af stærstu hluthöfum félagsins á dögunum. Þessi mynd sem forstjórarnir teikna upp er sögð liggja til grundvallar endurfjármögnun Icelandair Group, en félagið hyggst sækja næstum 30 milljarða króna í hlutafjárútboði sem blásið verður til á næstu vikum. Að sama skapi áætla forstjórarnir að félagið muni ganga á 10 milljónir dala úr sjóðum sínum hvern þann mánuð sem Icelandair Group aflar ekki tekna. Aftur á móti herma heimildir Markaðarins að flugfélagið geti hafið starfsemi að nýju innan mánaðar þegar tækifærin gefast en Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, hefur lagt ríka áherslu á sveigjanleika félagsins í öllum þeim viðtölum sem hann hefur veitt meðfram kórónuveiruþrengingum Icelandair. Boeing í vandræðum með að greiða bætur Vonir standi jafnframt til að félagið geti losnað undan kaupum á sjö Max-vélum, sem eins og kunnugt er hafa verið kyrrsettar í rúmt ár vegna öryggisástæðna, en umræddar vélar hafa ekki enn verið smíðaðar. Morgunblaðið segist hafa heimildir fyrir því að bótagreiðslur Boeing til Icelandair séu í uppnámi enda eigi flugvélaframleiðandinn í mestu vandræðum með að greiða bætur. Boeing sé sjálft í vandræðum og eigi því ekki hægt um vik að reiða fram beinharða peninga. Icelandair hefur þó áður gefið út að félagið hafi náð samkomulagi við Boeing þar sem flugvélaframleiðandinn viðurkennir bótaskyldu, að minnska kosti að hluta, vegna þess tjóns sem vélarnar hafa valdið. Hins vegar hefur aldrei komið fram hvað þýði fyrir sjóði Icelandair. Þá gerir Morgunblaðið sér jafnframt mat úr nýjasta árshlutareikningi Icelandair, sem sýndi fram á 30 milljarða tap félagsins á árinu, og segir hann gefa til kynna að Icelandair hafi ekki náð að standa við ákvæði í tveimur samningum um langtímafjármögnun félagsins. Vegna stöðunnar sem nú er uppi hafi félagið hins vegar þurft að bókfæra samningana, sem eru á gjalddaga árið 2024, sem skammatímakröfur. Heildarumfang þeirra sé um 93 milljónir dala eða tæplega 14 milljarðar króna. Icelandair Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Boeing Tengdar fréttir „Það er samfélagsleg nauðsyn að hér sé flugfélag“ Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir það markmið stjórnvalda og sína eindregnu skoðun að nauðsynlegt sé að hér sé flugfélag sem sé með höfuðstöðvar og að flugsamgöngum sé ekki haldið uppi með tilviljanakenndum hætti. 5. maí 2020 10:39 Icelandair tapaði 30,9 milljörðum Lausafjárstaða Icelandair Group nam 40 milljörðum króna, 281 milljón dollara, í lok mars að því er fram kemur í fyrsta ársfjórðungsuppgjöri félagsins sem birt var í kvöld. Alls tapaði félagið 30,9 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi ársins. 4. maí 2020 18:50 Boeing sagt skoða uppfærðar útgáfur af bæði 757 og 767 Boeing-verksmiðjurnar eru sagðar skoða þann möguleika að hefja framleiðslu nýrrar útgáfu af bæði Boeing 757 og 767-vélunum. Þetta eru þær flugvélartegundir sem Icelandair notar. 1. maí 2020 11:30 Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Stjórnendur Icelandair Group áætla að starfsemi félagsins verði lítil sem engin næstu 12 mánuðina. Félagið ætli sér þó búa þannig um hnútana að það geti tórað í slíku umhverfi í allt að tvö ár og að farþegafjöldi Icelandair verði ekki sá sama og í fyrra fyrr en árið 2024. Þetta er meðal þess sem Markaðurinn segir að hafi komið fram í kynningu forstjóra Icelandair og Kviku Banka með nokkrum af stærstu hluthöfum félagsins á dögunum. Þessi mynd sem forstjórarnir teikna upp er sögð liggja til grundvallar endurfjármögnun Icelandair Group, en félagið hyggst sækja næstum 30 milljarða króna í hlutafjárútboði sem blásið verður til á næstu vikum. Að sama skapi áætla forstjórarnir að félagið muni ganga á 10 milljónir dala úr sjóðum sínum hvern þann mánuð sem Icelandair Group aflar ekki tekna. Aftur á móti herma heimildir Markaðarins að flugfélagið geti hafið starfsemi að nýju innan mánaðar þegar tækifærin gefast en Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, hefur lagt ríka áherslu á sveigjanleika félagsins í öllum þeim viðtölum sem hann hefur veitt meðfram kórónuveiruþrengingum Icelandair. Boeing í vandræðum með að greiða bætur Vonir standi jafnframt til að félagið geti losnað undan kaupum á sjö Max-vélum, sem eins og kunnugt er hafa verið kyrrsettar í rúmt ár vegna öryggisástæðna, en umræddar vélar hafa ekki enn verið smíðaðar. Morgunblaðið segist hafa heimildir fyrir því að bótagreiðslur Boeing til Icelandair séu í uppnámi enda eigi flugvélaframleiðandinn í mestu vandræðum með að greiða bætur. Boeing sé sjálft í vandræðum og eigi því ekki hægt um vik að reiða fram beinharða peninga. Icelandair hefur þó áður gefið út að félagið hafi náð samkomulagi við Boeing þar sem flugvélaframleiðandinn viðurkennir bótaskyldu, að minnska kosti að hluta, vegna þess tjóns sem vélarnar hafa valdið. Hins vegar hefur aldrei komið fram hvað þýði fyrir sjóði Icelandair. Þá gerir Morgunblaðið sér jafnframt mat úr nýjasta árshlutareikningi Icelandair, sem sýndi fram á 30 milljarða tap félagsins á árinu, og segir hann gefa til kynna að Icelandair hafi ekki náð að standa við ákvæði í tveimur samningum um langtímafjármögnun félagsins. Vegna stöðunnar sem nú er uppi hafi félagið hins vegar þurft að bókfæra samningana, sem eru á gjalddaga árið 2024, sem skammatímakröfur. Heildarumfang þeirra sé um 93 milljónir dala eða tæplega 14 milljarðar króna.
Icelandair Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Boeing Tengdar fréttir „Það er samfélagsleg nauðsyn að hér sé flugfélag“ Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir það markmið stjórnvalda og sína eindregnu skoðun að nauðsynlegt sé að hér sé flugfélag sem sé með höfuðstöðvar og að flugsamgöngum sé ekki haldið uppi með tilviljanakenndum hætti. 5. maí 2020 10:39 Icelandair tapaði 30,9 milljörðum Lausafjárstaða Icelandair Group nam 40 milljörðum króna, 281 milljón dollara, í lok mars að því er fram kemur í fyrsta ársfjórðungsuppgjöri félagsins sem birt var í kvöld. Alls tapaði félagið 30,9 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi ársins. 4. maí 2020 18:50 Boeing sagt skoða uppfærðar útgáfur af bæði 757 og 767 Boeing-verksmiðjurnar eru sagðar skoða þann möguleika að hefja framleiðslu nýrrar útgáfu af bæði Boeing 757 og 767-vélunum. Þetta eru þær flugvélartegundir sem Icelandair notar. 1. maí 2020 11:30 Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
„Það er samfélagsleg nauðsyn að hér sé flugfélag“ Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir það markmið stjórnvalda og sína eindregnu skoðun að nauðsynlegt sé að hér sé flugfélag sem sé með höfuðstöðvar og að flugsamgöngum sé ekki haldið uppi með tilviljanakenndum hætti. 5. maí 2020 10:39
Icelandair tapaði 30,9 milljörðum Lausafjárstaða Icelandair Group nam 40 milljörðum króna, 281 milljón dollara, í lok mars að því er fram kemur í fyrsta ársfjórðungsuppgjöri félagsins sem birt var í kvöld. Alls tapaði félagið 30,9 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi ársins. 4. maí 2020 18:50
Boeing sagt skoða uppfærðar útgáfur af bæði 757 og 767 Boeing-verksmiðjurnar eru sagðar skoða þann möguleika að hefja framleiðslu nýrrar útgáfu af bæði Boeing 757 og 767-vélunum. Þetta eru þær flugvélartegundir sem Icelandair notar. 1. maí 2020 11:30