Nýr ferðaþjónusturisi verður til Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. desember 2019 11:21 Á meðal þess sem Arctic adventures hafa boðið upp á eru siglingar um Jökulsárlón. Vísir/Vilhelm Ferðaþjónustufyrirtækin Arctic Adventures og Into the Glacier hyggjast sameinast og stefna á skráningu á hlutabréfamarkað innan tveggja ára. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækjunum. Í tilkynningu segir að með sameiningunni verði til „stórfyrirtæki“ sem sinni ferðatengdri afþreyingu í öllum landshlutum. Starfsmenn sameinaðs félags eru um fjögur hundruð talsins. Gengið hefur verið frá samkomulagi Arctic Adventures hf. og framtakssjóðsins Icelandic Tourism Fund I (ITF) um sameiningu Arctic Adventures og Into the Glacier ehf. Um leið kaupir Arctic Adventures hluti ITF í fjórum afþreyingarfyrirtækjum í ferðaþjónustu: Óbyggðasetri Íslands í Fljótsdal, Raufarhóli ehf., sem rekur ferðaþjónustu í Raufarhólshelli, Skútusiglingum ehf. á Ísafirði, sem starfar undir vörumerkinu Borea Adventures og Welcome Entertainment ehf, sem stendur að leiksýningunni „Icelandic Sagas - The Greatest Hits“ í Hörpu. Í tilkynningu segir að kaupverðið greiðist með hlutum í Arctic Adventures hf., sem þýði að ITF verði eftir viðskiptin stór hluthafi í sameinaða félaginu. Fyrirtækjaráðgjöf Kviku Banka veitti ráðgjöf vegna viðskiptanna og mat verðmæti fyrirtækjanna. Félögin verði áfram rekin sjálfstætt en í nánu samstarfi við Arctic Adventures. Haft er eftir Helga Júlíussyni, framkvæmdastjóra ITF, í tilkynningu að sameiningin sé fagnaðarefni fyrir íslenska ferðaþjónustu. Kraftar félaganna nýtist enn betur og náð verði fram umtalsverðri hagræðingu. Into the Glacier, býður upp á ferðir inn í ísgöngin í Langjökli sem eru stærstu manngerðu ísgöng í heimi. Hátt í 60 þúsund manns hafa heimsótt ísgöngin á árinu, að því er fram kemur í tilkynningu. Arctic Adventures hefur lagt áherslu á að gefa ferðafólki kost á ævintýrum og upplifun í íslenskri náttúru. Viðskiptavinir á árinu eru um 250 þúsund. Samanlögð velta fyrirtækjanna tveggja á árinu 2019 er um sjö milljarðar króna. Greint var frá því í maí að samdráttur í aðsókn ferðamanna í ísgöngin Into the Glacier í Langjökli, mun meiri en gert hafði verið ráð fyrir, hefði sett strik í reikninginn í viðræðum eigenda Arctic Adventures og Into the Glacier um kaupin. Samkvæmt heimildum Markaðarins var á þeim tímapunkti óvíst hvort kaupin muni ganga eftir. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Vöxtur Arctic Adventures ekki dregið úr gæðum Leiðsögn, stéttarfélag leiðsögumanna, sagði í bréfi til Samkeppniseftirlitsins að aukin stærð og markaðsstyrkur Arctic Adventures hafi hingað til leitt til þess að gæðum ferðaþjónustunnar hafi hrakað í hlutfalli við vaxandi styrk fyrirtækisins. 25. apríl 2019 10:00 Tveir til viðbótar vilja grafa göng í Langjökli Tvö ferðaþjónustufyrirtæki hafa sótt um leyfi til að grafa tvenn ný ísgöng í austanverðan Langjökul, en í vesturhluta jökulsins má nú þegar finna hinn 800 metra langa Into the Glacier-íshelli. 29. ágúst 2019 08:15 Óvíst með risasamruna í ferðaþjónustu Ekki er víst að kaup Arctic Adventures á rekstrarfélagi ísganganna í Langjökli verði að veruleika. Sextíu prósenta samdráttur á fyrstu mánuðum ársins setur strik í reikninginn. 15. maí 2019 08:45 Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Sjá meira
Ferðaþjónustufyrirtækin Arctic Adventures og Into the Glacier hyggjast sameinast og stefna á skráningu á hlutabréfamarkað innan tveggja ára. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækjunum. Í tilkynningu segir að með sameiningunni verði til „stórfyrirtæki“ sem sinni ferðatengdri afþreyingu í öllum landshlutum. Starfsmenn sameinaðs félags eru um fjögur hundruð talsins. Gengið hefur verið frá samkomulagi Arctic Adventures hf. og framtakssjóðsins Icelandic Tourism Fund I (ITF) um sameiningu Arctic Adventures og Into the Glacier ehf. Um leið kaupir Arctic Adventures hluti ITF í fjórum afþreyingarfyrirtækjum í ferðaþjónustu: Óbyggðasetri Íslands í Fljótsdal, Raufarhóli ehf., sem rekur ferðaþjónustu í Raufarhólshelli, Skútusiglingum ehf. á Ísafirði, sem starfar undir vörumerkinu Borea Adventures og Welcome Entertainment ehf, sem stendur að leiksýningunni „Icelandic Sagas - The Greatest Hits“ í Hörpu. Í tilkynningu segir að kaupverðið greiðist með hlutum í Arctic Adventures hf., sem þýði að ITF verði eftir viðskiptin stór hluthafi í sameinaða félaginu. Fyrirtækjaráðgjöf Kviku Banka veitti ráðgjöf vegna viðskiptanna og mat verðmæti fyrirtækjanna. Félögin verði áfram rekin sjálfstætt en í nánu samstarfi við Arctic Adventures. Haft er eftir Helga Júlíussyni, framkvæmdastjóra ITF, í tilkynningu að sameiningin sé fagnaðarefni fyrir íslenska ferðaþjónustu. Kraftar félaganna nýtist enn betur og náð verði fram umtalsverðri hagræðingu. Into the Glacier, býður upp á ferðir inn í ísgöngin í Langjökli sem eru stærstu manngerðu ísgöng í heimi. Hátt í 60 þúsund manns hafa heimsótt ísgöngin á árinu, að því er fram kemur í tilkynningu. Arctic Adventures hefur lagt áherslu á að gefa ferðafólki kost á ævintýrum og upplifun í íslenskri náttúru. Viðskiptavinir á árinu eru um 250 þúsund. Samanlögð velta fyrirtækjanna tveggja á árinu 2019 er um sjö milljarðar króna. Greint var frá því í maí að samdráttur í aðsókn ferðamanna í ísgöngin Into the Glacier í Langjökli, mun meiri en gert hafði verið ráð fyrir, hefði sett strik í reikninginn í viðræðum eigenda Arctic Adventures og Into the Glacier um kaupin. Samkvæmt heimildum Markaðarins var á þeim tímapunkti óvíst hvort kaupin muni ganga eftir.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Vöxtur Arctic Adventures ekki dregið úr gæðum Leiðsögn, stéttarfélag leiðsögumanna, sagði í bréfi til Samkeppniseftirlitsins að aukin stærð og markaðsstyrkur Arctic Adventures hafi hingað til leitt til þess að gæðum ferðaþjónustunnar hafi hrakað í hlutfalli við vaxandi styrk fyrirtækisins. 25. apríl 2019 10:00 Tveir til viðbótar vilja grafa göng í Langjökli Tvö ferðaþjónustufyrirtæki hafa sótt um leyfi til að grafa tvenn ný ísgöng í austanverðan Langjökul, en í vesturhluta jökulsins má nú þegar finna hinn 800 metra langa Into the Glacier-íshelli. 29. ágúst 2019 08:15 Óvíst með risasamruna í ferðaþjónustu Ekki er víst að kaup Arctic Adventures á rekstrarfélagi ísganganna í Langjökli verði að veruleika. Sextíu prósenta samdráttur á fyrstu mánuðum ársins setur strik í reikninginn. 15. maí 2019 08:45 Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Sjá meira
Vöxtur Arctic Adventures ekki dregið úr gæðum Leiðsögn, stéttarfélag leiðsögumanna, sagði í bréfi til Samkeppniseftirlitsins að aukin stærð og markaðsstyrkur Arctic Adventures hafi hingað til leitt til þess að gæðum ferðaþjónustunnar hafi hrakað í hlutfalli við vaxandi styrk fyrirtækisins. 25. apríl 2019 10:00
Tveir til viðbótar vilja grafa göng í Langjökli Tvö ferðaþjónustufyrirtæki hafa sótt um leyfi til að grafa tvenn ný ísgöng í austanverðan Langjökul, en í vesturhluta jökulsins má nú þegar finna hinn 800 metra langa Into the Glacier-íshelli. 29. ágúst 2019 08:15
Óvíst með risasamruna í ferðaþjónustu Ekki er víst að kaup Arctic Adventures á rekstrarfélagi ísganganna í Langjökli verði að veruleika. Sextíu prósenta samdráttur á fyrstu mánuðum ársins setur strik í reikninginn. 15. maí 2019 08:45