Furðuleg samkoma í boði MATÍS Jón Kaldal skrifar 20. desember 2019 14:30 MATÍS stóð fyrir furðulegri samkomu fimmtudaginn 19. desember um áhrif sjókvíaeldis á laxi á strjálbýl strandsvæði í Norður Noregi. Matís þiggur stærstan hluta tekna sinna frá ríkinu og meðal meginmarkmiða stofnunarinnar eru matvælaöryggi og lýðheilsa. Á hvorugt var þó minnst á þessum fundi að frumkvæði stjórnenda MATÍS eða gestafyrirlesarans, Gunnars Davíðsonar, deildarstjóra hjá fylkisstjórn Troms fylkis í Noregi. Það var vægast sagt sérstakt að hlusta á Gunnar, sem var kynntur til leiks sem sérfræðingur um áhrif sjókvíaeldis, flytja klukkutíma fyrirlestur þar sem var alfarið skautað fram hjá hversu gríðarlega umdeilt laxeldi í sjókvíum er, hvort sem það er í Noregi eða annars staðar þar sem það er stundað. Gunnar minntist ekki orði á að fosfórs- og köfnunarefnismengun hefur tíu- til fimmtánfaldast í hafinu við Noreg á undanförnum árum með vaxandi eldi. Hann minntist heldur ekki á að árið í ár er það versta frá 2011 í norsku sjókvíaeldi þegar litið er til sleppislysa. Hann nefndi ekki einu orði gríðarlegan velferðarvanda sem sjókvíaeldið glímir við þegar kemur að aðbúnaði eldislaxa í kvíunum. Hefur sú umræða þó verið mjög plássfrek í Noregi eftir að feikilegur fjöldi fiska kafnaði í kvíum á þessu ári vegna mikils þörungarblóma. Bættist það við lúsafárið sem er viðvarandi vandamál í sjókvíaeldi með hörmulegum afleiðingum fyrir eldisfiskinn. Gunnar talaði ekki heldur um háværa gagnrýni norskra sjómanna. Hvorki þeirra sem segja rækjustofna hafa hrunið vegna mikillar notkunar lúsaeitur í sjókvíaeldi né þeirra sem hafa áhyggjur af áhrifum sjókvíaeldisins á þorskinn. Og þá var afar undarlegt að Gunnar nefndi ekki að sveitarstjórn stærsta sveitarfélags fylkisins, sem hann vinnur þó fyrir, samþykkti í fyrra að stöðva útgáfu leyfa fyrir sjókvíaeldi og endurnýja ekki eldri leyfi, einmitt af þeim ástæðum sem eru nefndar hér fyrir ofan. Á fundinum upplýsti forstjóri MATÍS að þetta væri ekki í fyrsta skipti sem Gunnar flutti þetta meinta fræðsluerindi hér á landi á vegum stofnunarinnar. Varla ætlar MATÍS að láta staðar numið þar í þessu fyrirlestrarhaldi um áhrif sjókvíaeldis. Eins og lesendur sjá er þar af nægu að taka. Höfundur er meðlimur í Íslenska náttúruverndarsjóðnum - The Icelandic Wildlife Fund Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Jón Kaldal Mest lesið Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Fregnir af dauða gervigreindarinnar eru stórlega ýktar Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hyggst skipta sér af þjóðaratkvæðinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í hættu - aðgerða er þörf Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Sjá meira
MATÍS stóð fyrir furðulegri samkomu fimmtudaginn 19. desember um áhrif sjókvíaeldis á laxi á strjálbýl strandsvæði í Norður Noregi. Matís þiggur stærstan hluta tekna sinna frá ríkinu og meðal meginmarkmiða stofnunarinnar eru matvælaöryggi og lýðheilsa. Á hvorugt var þó minnst á þessum fundi að frumkvæði stjórnenda MATÍS eða gestafyrirlesarans, Gunnars Davíðsonar, deildarstjóra hjá fylkisstjórn Troms fylkis í Noregi. Það var vægast sagt sérstakt að hlusta á Gunnar, sem var kynntur til leiks sem sérfræðingur um áhrif sjókvíaeldis, flytja klukkutíma fyrirlestur þar sem var alfarið skautað fram hjá hversu gríðarlega umdeilt laxeldi í sjókvíum er, hvort sem það er í Noregi eða annars staðar þar sem það er stundað. Gunnar minntist ekki orði á að fosfórs- og köfnunarefnismengun hefur tíu- til fimmtánfaldast í hafinu við Noreg á undanförnum árum með vaxandi eldi. Hann minntist heldur ekki á að árið í ár er það versta frá 2011 í norsku sjókvíaeldi þegar litið er til sleppislysa. Hann nefndi ekki einu orði gríðarlegan velferðarvanda sem sjókvíaeldið glímir við þegar kemur að aðbúnaði eldislaxa í kvíunum. Hefur sú umræða þó verið mjög plássfrek í Noregi eftir að feikilegur fjöldi fiska kafnaði í kvíum á þessu ári vegna mikils þörungarblóma. Bættist það við lúsafárið sem er viðvarandi vandamál í sjókvíaeldi með hörmulegum afleiðingum fyrir eldisfiskinn. Gunnar talaði ekki heldur um háværa gagnrýni norskra sjómanna. Hvorki þeirra sem segja rækjustofna hafa hrunið vegna mikillar notkunar lúsaeitur í sjókvíaeldi né þeirra sem hafa áhyggjur af áhrifum sjókvíaeldisins á þorskinn. Og þá var afar undarlegt að Gunnar nefndi ekki að sveitarstjórn stærsta sveitarfélags fylkisins, sem hann vinnur þó fyrir, samþykkti í fyrra að stöðva útgáfu leyfa fyrir sjókvíaeldi og endurnýja ekki eldri leyfi, einmitt af þeim ástæðum sem eru nefndar hér fyrir ofan. Á fundinum upplýsti forstjóri MATÍS að þetta væri ekki í fyrsta skipti sem Gunnar flutti þetta meinta fræðsluerindi hér á landi á vegum stofnunarinnar. Varla ætlar MATÍS að láta staðar numið þar í þessu fyrirlestrarhaldi um áhrif sjókvíaeldis. Eins og lesendur sjá er þar af nægu að taka. Höfundur er meðlimur í Íslenska náttúruverndarsjóðnum - The Icelandic Wildlife Fund
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar
Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar