Borga tíu milljarða fyrir Icelandair hótelin Eiður Þór Árnason skrifar 20. desember 2019 20:00 Vincent Tan er stofnandi og stjórnarformaður Berjaya Group. Hann á ráðandi hlut í félaginu og er eigandi velska knattspyrnuliðsins Cardiff. Vísir/Getty Gert er ráð fyrir því að gengið verði frá sölu Icelandair Group á Icelandair Hotels til dótturfélags malasíska félagsins Berjaya Land Berhad í lok febrúar árið 2020 en ekki árslok 2019 líkt og áður var stefnt að. Fram kemur í tilkynningu frá Icelandair að þau skilyrði sem samið hafi verið um vegna sölunnar séu nú að mestu uppfyllt. Heildargreiðslur til Icelandair Group vegna kaupanna eru 84 milljónir Bandaríkjadala eða sem nemur um 10,1 milljarði króna. Þann 13. júlí sl. skrifaði stjórn Icelandair Group undir samning við dótturfélag Berjaya Land Berhad um kaup á 75% hlut í Icelandair Hotels og tengdum fasteignum. Eitt af skilyrðum kaupanna var endurfjármögnun hótelfélagsins, er fram kemur í tilkynningunni. Stjórn Icelandair Hotels skrifaði í dag undir samning við Arion banka um 8 milljarða króna lán þess efnis. Berjaya hefur nú þegar greitt Icelandair Group 15 milljónir Bandaríkjadala eða um 1,8 milljarð króna sem nemur um það bil 30% af kaupverði félagsins. Segir í tilkynningunni að 29 milljónir Bandaríkjadala eða um 3,4 milljarðar króna verði nú greiddir í kjölfar endurfjármögnunar. Dagsetning lokagreiðslu, sem nemur 40 milljónum Bandaríkjadala, verður þann 28. febrúar 2020 en þessi tveggja mánaða seinkun er sögð koma til vegna gjaldeyrishafta í Malasíu. Komi til þess að eftirstöðvarnar verði ekki greiddar er til staðar samkomulag um vanefndagreiðslu af hálfu kaupanda. Myndi hann þá þurfa að greiða 10 milljónir Bandaríkjadala eða um 1,2 milljarð króna af því sem þegar hefur verið greitt. Getur Icelandair Group þá rift kaupunum. Berjaya Land Berhad er skráð félag í Malasíu og starfar meðal annars í hótelrekstri, smásölu og fasteignaþróun. Stofnandi og stjórnarformaður móðurfélagsins Berjaya Group er malasíski auðkýfingurinn Vincent Tan. Ferðamennska á Íslandi Icelandair Malasía Tengdar fréttir Malasíski risinn gengur frá kaupunum á Geirsgötu 11 Dótturfélag malasísku fyrirtækjasamsteypunnar Berjaya Corporation, sem keypti í sumar 75 prósent hlutafjár í Icelandair Hotels, hefur gengið frá kaupum á fasteigninni að Geirsgötu 11 á Miðbakka við Gömlu höfnina í Reykjavík. 23. október 2019 06:00 Tan sjái fram á að fjölga asískum ferðamönnum á Íslandi með kaupunum Forstjóri Icelandair Group segir að malasíski auðkýfingurinn Vincent Tan, sem hefur keypt meirihluta í Icelandair Hotels, sjái stórt tækifæri í því að fjölga ferðamönnum frá Asíu til Íslands. Það sé meðal annars ástæðan fyrir kaupunum. 14. júlí 2019 13:34 Eigandi Icelandair Hotels vill reisa lúxushótel í hjarta Nuuk Aðaleigandi Icelandair-Hotels, malasíski auðkýfingurinn Vincent Tan, hefur kynnt áform um að reisa lúxushótel í hjarta Nuuk, höfuðstaðar Grænlands. 8. desember 2019 22:49 Eigandi Cardiff kaupir Icelandair Hotels Berjaya,félag í eigu Vincent Tan, kaupir 75 prósent hlut í Icelandair Hotels. 13. júlí 2019 19:06 Þarf nýjar tryggingar við sölu Icelandair Hotels til Berjaya Við kaup Berjaya á meirihluta í íslensku hótelkeðjunni virkjast ákvæði í samningunum um breytingar á eignarhaldi í félaginu (e. change of control) og við það fellur úr gildi móðurfélagsábyrgð Icelandair. 2. október 2019 07:00 Mest lesið Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Viðskipti innlent Íslenskt sund í New York Viðskipti erlent Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Viðskipti innlent Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Viðskipti erlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Viðskipti innlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Sjá meira
Gert er ráð fyrir því að gengið verði frá sölu Icelandair Group á Icelandair Hotels til dótturfélags malasíska félagsins Berjaya Land Berhad í lok febrúar árið 2020 en ekki árslok 2019 líkt og áður var stefnt að. Fram kemur í tilkynningu frá Icelandair að þau skilyrði sem samið hafi verið um vegna sölunnar séu nú að mestu uppfyllt. Heildargreiðslur til Icelandair Group vegna kaupanna eru 84 milljónir Bandaríkjadala eða sem nemur um 10,1 milljarði króna. Þann 13. júlí sl. skrifaði stjórn Icelandair Group undir samning við dótturfélag Berjaya Land Berhad um kaup á 75% hlut í Icelandair Hotels og tengdum fasteignum. Eitt af skilyrðum kaupanna var endurfjármögnun hótelfélagsins, er fram kemur í tilkynningunni. Stjórn Icelandair Hotels skrifaði í dag undir samning við Arion banka um 8 milljarða króna lán þess efnis. Berjaya hefur nú þegar greitt Icelandair Group 15 milljónir Bandaríkjadala eða um 1,8 milljarð króna sem nemur um það bil 30% af kaupverði félagsins. Segir í tilkynningunni að 29 milljónir Bandaríkjadala eða um 3,4 milljarðar króna verði nú greiddir í kjölfar endurfjármögnunar. Dagsetning lokagreiðslu, sem nemur 40 milljónum Bandaríkjadala, verður þann 28. febrúar 2020 en þessi tveggja mánaða seinkun er sögð koma til vegna gjaldeyrishafta í Malasíu. Komi til þess að eftirstöðvarnar verði ekki greiddar er til staðar samkomulag um vanefndagreiðslu af hálfu kaupanda. Myndi hann þá þurfa að greiða 10 milljónir Bandaríkjadala eða um 1,2 milljarð króna af því sem þegar hefur verið greitt. Getur Icelandair Group þá rift kaupunum. Berjaya Land Berhad er skráð félag í Malasíu og starfar meðal annars í hótelrekstri, smásölu og fasteignaþróun. Stofnandi og stjórnarformaður móðurfélagsins Berjaya Group er malasíski auðkýfingurinn Vincent Tan.
Ferðamennska á Íslandi Icelandair Malasía Tengdar fréttir Malasíski risinn gengur frá kaupunum á Geirsgötu 11 Dótturfélag malasísku fyrirtækjasamsteypunnar Berjaya Corporation, sem keypti í sumar 75 prósent hlutafjár í Icelandair Hotels, hefur gengið frá kaupum á fasteigninni að Geirsgötu 11 á Miðbakka við Gömlu höfnina í Reykjavík. 23. október 2019 06:00 Tan sjái fram á að fjölga asískum ferðamönnum á Íslandi með kaupunum Forstjóri Icelandair Group segir að malasíski auðkýfingurinn Vincent Tan, sem hefur keypt meirihluta í Icelandair Hotels, sjái stórt tækifæri í því að fjölga ferðamönnum frá Asíu til Íslands. Það sé meðal annars ástæðan fyrir kaupunum. 14. júlí 2019 13:34 Eigandi Icelandair Hotels vill reisa lúxushótel í hjarta Nuuk Aðaleigandi Icelandair-Hotels, malasíski auðkýfingurinn Vincent Tan, hefur kynnt áform um að reisa lúxushótel í hjarta Nuuk, höfuðstaðar Grænlands. 8. desember 2019 22:49 Eigandi Cardiff kaupir Icelandair Hotels Berjaya,félag í eigu Vincent Tan, kaupir 75 prósent hlut í Icelandair Hotels. 13. júlí 2019 19:06 Þarf nýjar tryggingar við sölu Icelandair Hotels til Berjaya Við kaup Berjaya á meirihluta í íslensku hótelkeðjunni virkjast ákvæði í samningunum um breytingar á eignarhaldi í félaginu (e. change of control) og við það fellur úr gildi móðurfélagsábyrgð Icelandair. 2. október 2019 07:00 Mest lesið Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Viðskipti innlent Íslenskt sund í New York Viðskipti erlent Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Viðskipti innlent Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Viðskipti erlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Viðskipti innlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Sjá meira
Malasíski risinn gengur frá kaupunum á Geirsgötu 11 Dótturfélag malasísku fyrirtækjasamsteypunnar Berjaya Corporation, sem keypti í sumar 75 prósent hlutafjár í Icelandair Hotels, hefur gengið frá kaupum á fasteigninni að Geirsgötu 11 á Miðbakka við Gömlu höfnina í Reykjavík. 23. október 2019 06:00
Tan sjái fram á að fjölga asískum ferðamönnum á Íslandi með kaupunum Forstjóri Icelandair Group segir að malasíski auðkýfingurinn Vincent Tan, sem hefur keypt meirihluta í Icelandair Hotels, sjái stórt tækifæri í því að fjölga ferðamönnum frá Asíu til Íslands. Það sé meðal annars ástæðan fyrir kaupunum. 14. júlí 2019 13:34
Eigandi Icelandair Hotels vill reisa lúxushótel í hjarta Nuuk Aðaleigandi Icelandair-Hotels, malasíski auðkýfingurinn Vincent Tan, hefur kynnt áform um að reisa lúxushótel í hjarta Nuuk, höfuðstaðar Grænlands. 8. desember 2019 22:49
Eigandi Cardiff kaupir Icelandair Hotels Berjaya,félag í eigu Vincent Tan, kaupir 75 prósent hlut í Icelandair Hotels. 13. júlí 2019 19:06
Þarf nýjar tryggingar við sölu Icelandair Hotels til Berjaya Við kaup Berjaya á meirihluta í íslensku hótelkeðjunni virkjast ákvæði í samningunum um breytingar á eignarhaldi í félaginu (e. change of control) og við það fellur úr gildi móðurfélagsábyrgð Icelandair. 2. október 2019 07:00