Heiðrar minningu sonar síns með því að styrkja fjölskyldur langveikra barna Eiður Þór Árnason skrifar 21. desember 2019 07:15 Félagið styrkti tólf fjölskyldur langveikra barna nú í byrjun desember. Bumbuloní Ásdís Arna Gottskálksdóttir missti son sinn Björgvin Arnar árið 2013 langt fyrir aldur fram úr mjög sjaldgæfum sjúkdómi. Hann var þá einungis sex ára gamall. Hún heldur nú minningu hans á lofti með góðgerðafélaginu Bumbuloní sem styður við fjölskyldur langveikra barna. „Mér fannst ég verða að heiðra minningu hans einhvern veginn og mig langaði til þess að gera eitthvað gott, gefa til baka til þeirra foreldra sem standa í þeim sporum sem ég eitt sinn stóð í sjálf með mitt barn,“ segir Ásdís í myndbandi sem lýsir tilgangi og markmiði félagsins. Vill létta þeim lífið Hún segir Björgin Arnar hafa verið yndislegan dreng og að þau hafi fyrst fengið að vita hvað amaði í raun og veru að þegar hann var orðinn sex ára gamall. Þá átti hann einungis hálft ár eftir og lést þegar hann var sex og hálfs árs. Ásdís Arna GottskálksdóttirBumbuloní „Ég missti strákinn minn. Það eru hundruð langveikra barna á Íslandi sem eru að ganga í gegnum ólýsanlega erfiðleika. Mig langar til þess að létta þeim lífið.“ Góðgerðafélagið sem Ásdís stofnaði hefur nú styrkt 38 fjölskyldur langveikra barna frá árinu 2015 og veitti síðast tólf fjölskyldum styrki nú í byrjun desember. Ásdís segist safna fé allt árið til þess að geta úthlutað styrkjum fyrir jólin. Styrkir fjölskyldur í fjárfrekasta mánuði ársins „Að eiga langveikt barn setur lífið allt úr skorðum. Þetta eru foreldrar sem geta oft ekki unnið vegna umönnunar, geta ekki unnið út af áhyggjum og álagi. Þau eiga kannski önnur börn sem eru systkini og sitja oft á hakanum.“ Hún segir það mikilvægt að styðja við þessar fjölskyldur og að hún vilji nýta sína reynslu og halda minningu Björgvins Arnars á lofti með því að styðja við þær fjárhagslega í fjárfrekasta mánuði ársins. „Að horfa upp á barnið sitt vera veikt og alltaf veikjast meira og meira er ótrúleg sorg og í raun og veru er þetta sorgarferli sem ég gekk í gegnum í sex ár. Þetta var hrikalegt og eitthvað sem að ekkert foreldri ætti að ganga í gegnum.“ Björgvin var mikill listamaður.Bumbuloní Vildi oft óska þess að hún gæti yfirfært veikindin á sig „Ég veit ekki hvað ég hugsaði oft: „Ég vildi að ég gæti tekið þetta allt yfir á mig.“ Hann var klár, hann hafði sína drauma og vonir sem að ég vissi að myndu aldrei rætast. Það var það erfiðasta í þessu öllu saman.“ Björgvin var mikill listamaður og hafði mikið dálæti á lestum. Ásdís safnaði saman öllum teikningunum sem hann gerði og setti þær á tækifæriskort, jólakort, jólamerkimiða og fjölnotapoka. Með sölu á þessum vörum safnar félagið peningum sem eru síðar notaðir til að styrkja fjölskyldur langveikra barna ár hvert. Ásdís segir að nafnið á félaginu komi frá Björgvin sjálfum. „Bumbuloní var orð sem að Björgvin Arnar notaði oft til að grínast með. Þegar ég ákvað að stofna góðgerðarfélag þá var það engin spurning að nota þetta orð.“ Góðgerðafélagið Bumbuloní selur fyrrnefndar vörur á heimasíðu sinni og er þar einnig hægt að styrkja félagið með beinum hætti. Heilbrigðismál Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Þingmaður selur húsið Lífið „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Lífið Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Lífið samstarf Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Sjá meira
Ásdís Arna Gottskálksdóttir missti son sinn Björgvin Arnar árið 2013 langt fyrir aldur fram úr mjög sjaldgæfum sjúkdómi. Hann var þá einungis sex ára gamall. Hún heldur nú minningu hans á lofti með góðgerðafélaginu Bumbuloní sem styður við fjölskyldur langveikra barna. „Mér fannst ég verða að heiðra minningu hans einhvern veginn og mig langaði til þess að gera eitthvað gott, gefa til baka til þeirra foreldra sem standa í þeim sporum sem ég eitt sinn stóð í sjálf með mitt barn,“ segir Ásdís í myndbandi sem lýsir tilgangi og markmiði félagsins. Vill létta þeim lífið Hún segir Björgin Arnar hafa verið yndislegan dreng og að þau hafi fyrst fengið að vita hvað amaði í raun og veru að þegar hann var orðinn sex ára gamall. Þá átti hann einungis hálft ár eftir og lést þegar hann var sex og hálfs árs. Ásdís Arna GottskálksdóttirBumbuloní „Ég missti strákinn minn. Það eru hundruð langveikra barna á Íslandi sem eru að ganga í gegnum ólýsanlega erfiðleika. Mig langar til þess að létta þeim lífið.“ Góðgerðafélagið sem Ásdís stofnaði hefur nú styrkt 38 fjölskyldur langveikra barna frá árinu 2015 og veitti síðast tólf fjölskyldum styrki nú í byrjun desember. Ásdís segist safna fé allt árið til þess að geta úthlutað styrkjum fyrir jólin. Styrkir fjölskyldur í fjárfrekasta mánuði ársins „Að eiga langveikt barn setur lífið allt úr skorðum. Þetta eru foreldrar sem geta oft ekki unnið vegna umönnunar, geta ekki unnið út af áhyggjum og álagi. Þau eiga kannski önnur börn sem eru systkini og sitja oft á hakanum.“ Hún segir það mikilvægt að styðja við þessar fjölskyldur og að hún vilji nýta sína reynslu og halda minningu Björgvins Arnars á lofti með því að styðja við þær fjárhagslega í fjárfrekasta mánuði ársins. „Að horfa upp á barnið sitt vera veikt og alltaf veikjast meira og meira er ótrúleg sorg og í raun og veru er þetta sorgarferli sem ég gekk í gegnum í sex ár. Þetta var hrikalegt og eitthvað sem að ekkert foreldri ætti að ganga í gegnum.“ Björgvin var mikill listamaður.Bumbuloní Vildi oft óska þess að hún gæti yfirfært veikindin á sig „Ég veit ekki hvað ég hugsaði oft: „Ég vildi að ég gæti tekið þetta allt yfir á mig.“ Hann var klár, hann hafði sína drauma og vonir sem að ég vissi að myndu aldrei rætast. Það var það erfiðasta í þessu öllu saman.“ Björgvin var mikill listamaður og hafði mikið dálæti á lestum. Ásdís safnaði saman öllum teikningunum sem hann gerði og setti þær á tækifæriskort, jólakort, jólamerkimiða og fjölnotapoka. Með sölu á þessum vörum safnar félagið peningum sem eru síðar notaðir til að styrkja fjölskyldur langveikra barna ár hvert. Ásdís segir að nafnið á félaginu komi frá Björgvin sjálfum. „Bumbuloní var orð sem að Björgvin Arnar notaði oft til að grínast með. Þegar ég ákvað að stofna góðgerðarfélag þá var það engin spurning að nota þetta orð.“ Góðgerðafélagið Bumbuloní selur fyrrnefndar vörur á heimasíðu sinni og er þar einnig hægt að styrkja félagið með beinum hætti.
Heilbrigðismál Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Þingmaður selur húsið Lífið „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Lífið Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Lífið samstarf Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Sjá meira