Gáfu frá sér meira en 50 þúsund byssur Samúel Karl Ólason skrifar 21. desember 2019 09:09 Flestar tegundir hálf-sjálfvirkra byssa voru bannaðar og hefur lögregla Nýja Sjálands á undanförnum sex mánuðum keypt slík vopn af íbúum. AP/Nick Perry Íbúar Nýja-Sjálands hafa gefið frá sér meira en 50 þúsund byssur eftir að skotvopnalög landsins voru hert í kjölfar þess að 51 var myrtur í tveimur moskum í Christchurch í mars. Flestar tegundir hálf-sjálfvirkra byssa voru bannaðar og hefur lögregla Nýja Sjálands á undanförnum sex mánuðum keypt slík vopn af íbúum. Frumvarpið var samþykkt á sínum tíma af 119 þingmönnum landsins og einungis einn var andsnúinn því. Verkefni þessu lauk á föstudaginn og í nótt var árangurinn tíundaður af yfirvöldum landsins. 33 þúsund manns skiluðu inn 51 þúsund byssum sem voru gerðar ólöglegar. Þar að auki var fimm þúsund byssum skilað inn vegna verkefnis þar sem lögreglan lofaði því að spyrja engra spurninga um þær en greiddi ekki fyrir vopnin. Eigendur 2.700 byssa breyttu þeim svo þær stönguðust ekki á við lögin og lögreglan segist hafa tekið um 1.600 byssur af glæpasamtökum frá því í mars. New Zealand Herald hefur eftir Mike Clement, yfirmanni lögreglunnar, að ljóst sé að íbúar skilji tilgang laganna.„Við vonumst til þess að upplifa aldrei aftur árás eins og þá sem átti sér stað í Christchurch,“ sagði Clement. Hann viðurkenndi ferlið hafi verið mörgum erfitt Gagnrýnendur segja lögin þó gölluð og fjölmargir byssueigendur hafi einfaldlega falið vopn sín. NZ Herald hefur eftir formanni samtaka byssueigenda í Nýja-Sjálandi samtökin áætli að um 170 þúsund byssur séu nú ólöglegar í landinu. Þannig sé ljóst að 50 þúsund sé ekki tala sem yfirvöld eigi að stæra sig af.AP fréttaveitan hefur einnig eftir henni að fólki hafi ekki verið greitt nægjanlega fyrir byssur sínar. Þá hafi byssueigendur misst trúna á yfirvöld og þeim finnist þeim sjálfum hafa verið kennt um hryðjuverkaárásina. Yfirvöld undirbúa frekari aðgerðir eins og það að stofna skrá yfir byssur landsins. Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira
Íbúar Nýja-Sjálands hafa gefið frá sér meira en 50 þúsund byssur eftir að skotvopnalög landsins voru hert í kjölfar þess að 51 var myrtur í tveimur moskum í Christchurch í mars. Flestar tegundir hálf-sjálfvirkra byssa voru bannaðar og hefur lögregla Nýja Sjálands á undanförnum sex mánuðum keypt slík vopn af íbúum. Frumvarpið var samþykkt á sínum tíma af 119 þingmönnum landsins og einungis einn var andsnúinn því. Verkefni þessu lauk á föstudaginn og í nótt var árangurinn tíundaður af yfirvöldum landsins. 33 þúsund manns skiluðu inn 51 þúsund byssum sem voru gerðar ólöglegar. Þar að auki var fimm þúsund byssum skilað inn vegna verkefnis þar sem lögreglan lofaði því að spyrja engra spurninga um þær en greiddi ekki fyrir vopnin. Eigendur 2.700 byssa breyttu þeim svo þær stönguðust ekki á við lögin og lögreglan segist hafa tekið um 1.600 byssur af glæpasamtökum frá því í mars. New Zealand Herald hefur eftir Mike Clement, yfirmanni lögreglunnar, að ljóst sé að íbúar skilji tilgang laganna.„Við vonumst til þess að upplifa aldrei aftur árás eins og þá sem átti sér stað í Christchurch,“ sagði Clement. Hann viðurkenndi ferlið hafi verið mörgum erfitt Gagnrýnendur segja lögin þó gölluð og fjölmargir byssueigendur hafi einfaldlega falið vopn sín. NZ Herald hefur eftir formanni samtaka byssueigenda í Nýja-Sjálandi samtökin áætli að um 170 þúsund byssur séu nú ólöglegar í landinu. Þannig sé ljóst að 50 þúsund sé ekki tala sem yfirvöld eigi að stæra sig af.AP fréttaveitan hefur einnig eftir henni að fólki hafi ekki verið greitt nægjanlega fyrir byssur sínar. Þá hafi byssueigendur misst trúna á yfirvöld og þeim finnist þeim sjálfum hafa verið kennt um hryðjuverkaárásina. Yfirvöld undirbúa frekari aðgerðir eins og það að stofna skrá yfir byssur landsins.
Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira