Hætta á frekari rafmagnstruflunum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 22. desember 2019 14:00 Frá rafmagnsviðgerðum á Norðurlandi í liðinni viku. vísir/egill Hætta er á frekari rafmagnstruflunum á Norðausturlandi og hluta Austurlands. Hátt þrjú hundruð manns á vegum RARIK hafa nú í tæpan hálfan mánuð unnið dag og nótt við að reyna að halda dreifikerfinu gangandi. Mikill viðbúnaður hefur verið hjá RARIK um helgina vegna veðursins. „Það urðu engar truflanir hjá okkur í nótt þrátt fyrir nokkuð slæma ísingarveðurspá en þetta er ekki alveg gengið yfir þannig að við vonum auðvitað að við sleppum,“ segir Helga Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri rekstrarsviðs RARIKS. Helga segir enn mikla hættu á ísingu á Norðausturlandi og á hluta Austurlands. Því sé hætta á rafmagnstruflunum á þessum svæðum á meðan að ástandið vari. „Við erum bara með fólk á vakt auðvitað þangað til þetta klárast og í rauninni erum við alltaf með fólk á vaktinni, allan sólarhringinn, allt árið,“ segir Helga. Helga segir mikið hafa mætt á starfsfólki undanfarið. „Þetta er búið að vera gífurlegt álag á RARIK og við erum búin að vera með allt okkar starfsfólk í vinnu síðan veðrið skall á og í rauninni áður þegar við fórum að undirbúa okkur og svo höfum við fengið aðstoð frá fjölda mörgum. Þannig við metum að það sé hátt í þrjú hundruð manns sem hafa komið að þessu á einn eða annan hátt,“ segir Helga Fólkið hefur unnið dag og nótt síðan óveðrið skall á 10. desember. „Það hafa allir lagst á eitt og stemmingin hefur verið góð en fólk er auðvitað orðið mjög þreytt,“ segir Helga. Hún segist loks sjá fyrir endann á ástandinu sem varað hefur verið síðustu tvær vikurnar. „Það virðist vera betri veðurspá núna fram undan og ef við sleppum í dag þá erum við að vonast til að komast inn í jólin bara í friði og ró,“ segir Helga. Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Tengdar fréttir Stórhríð vel fram á morgundaginn fyrir norðan Mikið óveður hefur gengið yfir landið í dag sem hefur valdið lokunum á vegum og rafmagnstruflunum. Búast má við stórhríð í kvöld og á morgun. 21. desember 2019 20:15 Viðgerðum loks lokið á Dalvíkurlínu Er nú unnið að því að færa álag frá díselvaravélum um borð í varðskipinu Þór yfir á Dalvíkurlínu. Klukkan níu í kvöld hófst vinna við að taka álag af bænum og má búast við allt að klukkutíma straumleysi og rafmagntruflunum frá þeim tíma. 18. desember 2019 21:54 Búist við frekari rafmagnstruflunum - ástandið viðkvæmt Mikill viðbúnaður er bæði hjá Landsneti og RARIK vegna versnandi veðurs en rafmagn fór af um tíma á Húsavík og þar um kring í morgun. Búast má við frekari truflunum á rafmagni í dag. 21. desember 2019 12:03 Afar erfiðar aðstæður fyrir austan Viðgerð á mastri Fljótsdalslínu 4 sem skemmdist var undirbúin í gær og efni til viðgerðar flutt á staðinn. 20. desember 2019 09:27 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Hætta er á frekari rafmagnstruflunum á Norðausturlandi og hluta Austurlands. Hátt þrjú hundruð manns á vegum RARIK hafa nú í tæpan hálfan mánuð unnið dag og nótt við að reyna að halda dreifikerfinu gangandi. Mikill viðbúnaður hefur verið hjá RARIK um helgina vegna veðursins. „Það urðu engar truflanir hjá okkur í nótt þrátt fyrir nokkuð slæma ísingarveðurspá en þetta er ekki alveg gengið yfir þannig að við vonum auðvitað að við sleppum,“ segir Helga Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri rekstrarsviðs RARIKS. Helga segir enn mikla hættu á ísingu á Norðausturlandi og á hluta Austurlands. Því sé hætta á rafmagnstruflunum á þessum svæðum á meðan að ástandið vari. „Við erum bara með fólk á vakt auðvitað þangað til þetta klárast og í rauninni erum við alltaf með fólk á vaktinni, allan sólarhringinn, allt árið,“ segir Helga. Helga segir mikið hafa mætt á starfsfólki undanfarið. „Þetta er búið að vera gífurlegt álag á RARIK og við erum búin að vera með allt okkar starfsfólk í vinnu síðan veðrið skall á og í rauninni áður þegar við fórum að undirbúa okkur og svo höfum við fengið aðstoð frá fjölda mörgum. Þannig við metum að það sé hátt í þrjú hundruð manns sem hafa komið að þessu á einn eða annan hátt,“ segir Helga Fólkið hefur unnið dag og nótt síðan óveðrið skall á 10. desember. „Það hafa allir lagst á eitt og stemmingin hefur verið góð en fólk er auðvitað orðið mjög þreytt,“ segir Helga. Hún segist loks sjá fyrir endann á ástandinu sem varað hefur verið síðustu tvær vikurnar. „Það virðist vera betri veðurspá núna fram undan og ef við sleppum í dag þá erum við að vonast til að komast inn í jólin bara í friði og ró,“ segir Helga.
Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Tengdar fréttir Stórhríð vel fram á morgundaginn fyrir norðan Mikið óveður hefur gengið yfir landið í dag sem hefur valdið lokunum á vegum og rafmagnstruflunum. Búast má við stórhríð í kvöld og á morgun. 21. desember 2019 20:15 Viðgerðum loks lokið á Dalvíkurlínu Er nú unnið að því að færa álag frá díselvaravélum um borð í varðskipinu Þór yfir á Dalvíkurlínu. Klukkan níu í kvöld hófst vinna við að taka álag af bænum og má búast við allt að klukkutíma straumleysi og rafmagntruflunum frá þeim tíma. 18. desember 2019 21:54 Búist við frekari rafmagnstruflunum - ástandið viðkvæmt Mikill viðbúnaður er bæði hjá Landsneti og RARIK vegna versnandi veðurs en rafmagn fór af um tíma á Húsavík og þar um kring í morgun. Búast má við frekari truflunum á rafmagni í dag. 21. desember 2019 12:03 Afar erfiðar aðstæður fyrir austan Viðgerð á mastri Fljótsdalslínu 4 sem skemmdist var undirbúin í gær og efni til viðgerðar flutt á staðinn. 20. desember 2019 09:27 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Stórhríð vel fram á morgundaginn fyrir norðan Mikið óveður hefur gengið yfir landið í dag sem hefur valdið lokunum á vegum og rafmagnstruflunum. Búast má við stórhríð í kvöld og á morgun. 21. desember 2019 20:15
Viðgerðum loks lokið á Dalvíkurlínu Er nú unnið að því að færa álag frá díselvaravélum um borð í varðskipinu Þór yfir á Dalvíkurlínu. Klukkan níu í kvöld hófst vinna við að taka álag af bænum og má búast við allt að klukkutíma straumleysi og rafmagntruflunum frá þeim tíma. 18. desember 2019 21:54
Búist við frekari rafmagnstruflunum - ástandið viðkvæmt Mikill viðbúnaður er bæði hjá Landsneti og RARIK vegna versnandi veðurs en rafmagn fór af um tíma á Húsavík og þar um kring í morgun. Búast má við frekari truflunum á rafmagni í dag. 21. desember 2019 12:03
Afar erfiðar aðstæður fyrir austan Viðgerð á mastri Fljótsdalslínu 4 sem skemmdist var undirbúin í gær og efni til viðgerðar flutt á staðinn. 20. desember 2019 09:27