„Erum að leggja hart að okkur á æfingum og þetta eru vonbrigði“ Anton Ingi Leifsson skrifar 22. desember 2019 16:18 Maguire þakkar Troy Deeney fyrir leikinn. vísir/getty Harry Maguire, varnarmaður og fyrirliði Manchester United, var ekki upplitsdjarfur eftir að hann og samherjar hans töpuðu 2-0 fyrir botnliði Watford fyrr í dag. „Við gáfum boltann of oft frá okkur, sérstaklega í fyrri hálfleiknum. Mér leið í fyrri hálfleiknum eins og við værum að fara vinna leikinn. Við áttum að skora í fyrri hálfleiknum. Við þurfum að gera betur gegn liðunum í neðri hlutanum sem verjast djúpt,“ sagði Maguire í leikslok. „Við vorum slakir á boltanum. Við stýrðum fyrri hálfleiknum og þeir ógnuðu ekkert. Við héldum þó boltanum ekki á nægilega miklum hraða og enduðum á því að missa hann. Þá sóttu þeir hratt. Við verðum að gera betur.“ FT Watford 2-0 Man Utd Nigel Pearson has his first win as Watford boss to boost his side's survival hopes.https://t.co/k1kUAiMI1Y#WATMUN#bbcfootballpic.twitter.com/QaiPcd2NCM— BBC Sport (@BBCSport) December 22, 2019 Jesse Lingard klúðraði algjöru dauðafæri í fyrri hálfleik er hann slapp einn í gegn. Maguire segir að hann viti manna best að hann hafi átt að gera betur. „Hann veit að hann á að skora. Þetta var stór möguleiki í leiknum. Fyrsta markið er mikilvægt. Ég klúðraði færi gegn Newcastle og við töpuðum. Hann klúðraði færi í dag en við höldum áfram. Við hefðum átt að vinna leikinn þrátt fyrir það en við gerðum það ekki.“ „Við vorum ekki nægilega góðir og við þurfum að bæta okkur. Það er eitthvað sem við getum ekki sett fingur á. Við erum að leggja hart að okkur á æfingum og þetta eru vonbrigði.“ David de Gea gerði hörmuleg mistök í fyrsta marki Watford en Maguire hefur ekki áhyggjur af Spánverjanum. „David er topp markvörður. Ég hef einungis verið hér í nokkra mánuði en hann er heimsklassamarkvörður. Við munum standa vörð um hann og á annan í jólum er ég viss um að hann muni verja frábærlega,“ sagði Maguire. It's fair to say @GNev2 could not believe what he was seeing there, watching David De Gea's error. Watch Super Sunday live on Sky Sports PL now pic.twitter.com/mVlxy7KubR— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) December 22, 2019 Enski boltinn Tengdar fréttir United tapaði gegn botnliðinu Manchester United varð af mikilvægum stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti er liðið tapaði fyrir Watford. 22. desember 2019 15:45 Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dýrlingarnir nældu í stig og verða því ekki einir slakastir í sögunni Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Stórleikur á Villa Park City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle Sjá meira
Harry Maguire, varnarmaður og fyrirliði Manchester United, var ekki upplitsdjarfur eftir að hann og samherjar hans töpuðu 2-0 fyrir botnliði Watford fyrr í dag. „Við gáfum boltann of oft frá okkur, sérstaklega í fyrri hálfleiknum. Mér leið í fyrri hálfleiknum eins og við værum að fara vinna leikinn. Við áttum að skora í fyrri hálfleiknum. Við þurfum að gera betur gegn liðunum í neðri hlutanum sem verjast djúpt,“ sagði Maguire í leikslok. „Við vorum slakir á boltanum. Við stýrðum fyrri hálfleiknum og þeir ógnuðu ekkert. Við héldum þó boltanum ekki á nægilega miklum hraða og enduðum á því að missa hann. Þá sóttu þeir hratt. Við verðum að gera betur.“ FT Watford 2-0 Man Utd Nigel Pearson has his first win as Watford boss to boost his side's survival hopes.https://t.co/k1kUAiMI1Y#WATMUN#bbcfootballpic.twitter.com/QaiPcd2NCM— BBC Sport (@BBCSport) December 22, 2019 Jesse Lingard klúðraði algjöru dauðafæri í fyrri hálfleik er hann slapp einn í gegn. Maguire segir að hann viti manna best að hann hafi átt að gera betur. „Hann veit að hann á að skora. Þetta var stór möguleiki í leiknum. Fyrsta markið er mikilvægt. Ég klúðraði færi gegn Newcastle og við töpuðum. Hann klúðraði færi í dag en við höldum áfram. Við hefðum átt að vinna leikinn þrátt fyrir það en við gerðum það ekki.“ „Við vorum ekki nægilega góðir og við þurfum að bæta okkur. Það er eitthvað sem við getum ekki sett fingur á. Við erum að leggja hart að okkur á æfingum og þetta eru vonbrigði.“ David de Gea gerði hörmuleg mistök í fyrsta marki Watford en Maguire hefur ekki áhyggjur af Spánverjanum. „David er topp markvörður. Ég hef einungis verið hér í nokkra mánuði en hann er heimsklassamarkvörður. Við munum standa vörð um hann og á annan í jólum er ég viss um að hann muni verja frábærlega,“ sagði Maguire. It's fair to say @GNev2 could not believe what he was seeing there, watching David De Gea's error. Watch Super Sunday live on Sky Sports PL now pic.twitter.com/mVlxy7KubR— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) December 22, 2019
Enski boltinn Tengdar fréttir United tapaði gegn botnliðinu Manchester United varð af mikilvægum stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti er liðið tapaði fyrir Watford. 22. desember 2019 15:45 Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dýrlingarnir nældu í stig og verða því ekki einir slakastir í sögunni Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Stórleikur á Villa Park City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle Sjá meira
United tapaði gegn botnliðinu Manchester United varð af mikilvægum stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti er liðið tapaði fyrir Watford. 22. desember 2019 15:45