Andlát: Tímóteus Pétursson Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. desember 2019 17:34 Mörg verka Tómóteusar má finna í stærstu listastöfnum Bandaríkjanna og Evrópu Mynd/Aðsend Listamaðurinn Bohuslav Woody Vasulka, sem tók nafnið Tímóteus Pétursson er hann fékk íslenskan ríkisborgararétt árið 1968, er látinn. Hann lést í Santa Fe í Nýju-Mexíkó í Bandaríkjunum þann 20. desember síðastliðinn. Hann var fæddur í Brno Tékkóslóvakíu 1937 og nam verkfræði í Industrial Engineering School of Brno áður en hann fór til náms í FAMU – kvikmyndaskólanum í Prag. Þar hitti hann fiðluleikarann Steinunni Briem Bjarnadóttur eða Steinu árið 1959 og bað hann hennar í sömu andrá og þau hittust fyrst. Í tilkynningu frá aðstandendum segir að Tímóteus hafi orðið einn af tengdsonum Íslands eftir að hann og Steinnunn giftust. Semm fyrr segir fékk hann íslenskan ríkisborgararétt og nafnið Tímóteus Pétursson. Sumarið 1964 vann Woody að tveimur kvikmyndum á Íslandi: Velrybarska Stanice um hvalstöðina í Hvalfirði og Sezona v Seydisfjordur – Vertíð á Seyðisfirði um síldarævintýrið, báðar merkilegar heimildir um Ísland þess tíma. Saman fluttu Steina og Woody til Bandaríkjanna á sjöunda áratug síðustu aldar eftir stutta viðveru á Íslandi. Þau settust að í New York þar sem þau kynntust nýrri tækni - vídeó.Sjá einnig:Skylda að geyma og varðveita vídeólistSaman notuðu þau þekkingu sína í tónlist og kvikmyndagerð sem undirstöðu í algerlega nýrri túlkun í myndlist með hinni nýju vídeótækni. Fjöldamörg verk liggja eftir Woody bæði á filmu, video og ljósmyndum. Einnig hefur hann sett upp fjölda innsetninga og eru mörg verka hans í stærstu listastöfnum Bandaríkjanna og Evrópu. Steina og Woody stofnuðu The Kitchen í New York 1972 til þess að sýna verk sín og annarra sem störfuðu í vídeó, tónlist og myndlist og starfar það enn í dag. Árið 2015 opnaði Listasafn Íslands Vasulka stofu á safninu sem sýnir verk þeirra og varðveitir hluta af arfleifð þeirra. Vasulka tvíeykið: Steina og Woody eru hluti af listamannahópi Berg Contemporary og fyrr á árinu var frumsýnd kvikmyndin Vasulka áhrifin – The Vasulka Effect á Skjaldborg og Bíó Paradís sem fjallar um líf og störf þeirra beggja. Síðan 1980 hafa þau búið í Santa Fe í Nýju-Mexíkó. Steinunn lifir mann sinn Woody. Andlát Myndlist Tengdar fréttir Skylda að geyma og varðveita vídeólist Steina og Woody Vasulka eru hvatinn að stofnun Vasulka-stofunnar. 13. febrúar 2014 10:30 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Listamaðurinn Bohuslav Woody Vasulka, sem tók nafnið Tímóteus Pétursson er hann fékk íslenskan ríkisborgararétt árið 1968, er látinn. Hann lést í Santa Fe í Nýju-Mexíkó í Bandaríkjunum þann 20. desember síðastliðinn. Hann var fæddur í Brno Tékkóslóvakíu 1937 og nam verkfræði í Industrial Engineering School of Brno áður en hann fór til náms í FAMU – kvikmyndaskólanum í Prag. Þar hitti hann fiðluleikarann Steinunni Briem Bjarnadóttur eða Steinu árið 1959 og bað hann hennar í sömu andrá og þau hittust fyrst. Í tilkynningu frá aðstandendum segir að Tímóteus hafi orðið einn af tengdsonum Íslands eftir að hann og Steinnunn giftust. Semm fyrr segir fékk hann íslenskan ríkisborgararétt og nafnið Tímóteus Pétursson. Sumarið 1964 vann Woody að tveimur kvikmyndum á Íslandi: Velrybarska Stanice um hvalstöðina í Hvalfirði og Sezona v Seydisfjordur – Vertíð á Seyðisfirði um síldarævintýrið, báðar merkilegar heimildir um Ísland þess tíma. Saman fluttu Steina og Woody til Bandaríkjanna á sjöunda áratug síðustu aldar eftir stutta viðveru á Íslandi. Þau settust að í New York þar sem þau kynntust nýrri tækni - vídeó.Sjá einnig:Skylda að geyma og varðveita vídeólistSaman notuðu þau þekkingu sína í tónlist og kvikmyndagerð sem undirstöðu í algerlega nýrri túlkun í myndlist með hinni nýju vídeótækni. Fjöldamörg verk liggja eftir Woody bæði á filmu, video og ljósmyndum. Einnig hefur hann sett upp fjölda innsetninga og eru mörg verka hans í stærstu listastöfnum Bandaríkjanna og Evrópu. Steina og Woody stofnuðu The Kitchen í New York 1972 til þess að sýna verk sín og annarra sem störfuðu í vídeó, tónlist og myndlist og starfar það enn í dag. Árið 2015 opnaði Listasafn Íslands Vasulka stofu á safninu sem sýnir verk þeirra og varðveitir hluta af arfleifð þeirra. Vasulka tvíeykið: Steina og Woody eru hluti af listamannahópi Berg Contemporary og fyrr á árinu var frumsýnd kvikmyndin Vasulka áhrifin – The Vasulka Effect á Skjaldborg og Bíó Paradís sem fjallar um líf og störf þeirra beggja. Síðan 1980 hafa þau búið í Santa Fe í Nýju-Mexíkó. Steinunn lifir mann sinn Woody.
Andlát Myndlist Tengdar fréttir Skylda að geyma og varðveita vídeólist Steina og Woody Vasulka eru hvatinn að stofnun Vasulka-stofunnar. 13. febrúar 2014 10:30 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Skylda að geyma og varðveita vídeólist Steina og Woody Vasulka eru hvatinn að stofnun Vasulka-stofunnar. 13. febrúar 2014 10:30