Argentínski knattspyrnusnillingurinn Lionel Messi lokaði árinu 2019 með viðeigandi hætti þegar hann gerði eitt mark í 4-1 sigri Barcelona á Alaves í spænsku úrvalsdeildinni í gær.
Þetta var fimmtugasta mark Messi á almanaksárinu þegar mörk hans fyrir Barcelona og argentínska landsliðið eru lögð saman.
Engin nýlunda að Messi nái að skora 50 mörk eða meira á einu ári en þetta var í níunda sinn á síðustu 10 árum sem hann nær þeim magnaða áfanga.
Leo #Messi has scored at least goals (club & country) in 9 of the last 10 calendar years!
— FC Barcelona (@FCBarcelona) December 21, 2019
2010
2011
2012
2013
2014
2015
2016
2017
2018
2019
pic.twitter.com/2bMEslMEro