Sara og Björgvin óstöðvandi saman CrossFit móti á Ítalíu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. desember 2019 09:00 Sara Sigmundsdóttir, Björgvin Karl Guðmundsson og Leonardo Grottino mynduðu saman liðið "TeamFoodspring.“ Mynd/Instagram/sarasigmunds Sara Sigmundsdóttir hélt sigurgöngu sinni áfram í CrossFit keppnunum um helgina og að þessu sinni við hlið Björgvins Karls Guðmundssonar í liðakeppni á móti í Mílanó á Ítalíu. Sara og Björgvin Karl stoppuðu á Ítalíu á leið sinni heim frá Dúbaí þar sem þau kepptu á Dubai CrossFit Championship þar sem Sara fagnaði glæsilegum sigri en Björgvin varð í fjórða sæti. Mótið heitir Fallseries Throwdown og er elsta CrossFit mót Ítalíu en það hefur farið fram frá árinu 2012. Fyrir fram lítur lið með Björgvin Karl Guðmundsson og Söru Sigmundsdóttur afar vel út og að auki höfðu þau efnilegasta Ítalann, Leonardo Grottino, með sér í liði. Hann er aðeins sautján ára gamall en stóð sig mjög vel. Þau þrjú kepptu undir merkjum „TeamFoodspring“ en öll eru þau á samning hjá næringavöru framleiðandanum Foodspring. Það er óhætt að fullyrða að lið Söru og Björgvins hafi rústað þessu CrossFit móti á Ítalíu. Liðið endaði með 10 stig úr átta greinum þar sem markmiðið var að vera með sem lægst stig. Lið Söru og Björgvin vann sex af átta greinum í Elítu keppni liða og endaði síðan í öðru sæti í hinum tveimur greinunum. Næsta lið á eftir var lið „Marta Piu Due“ sem fékk 35 stig. Marta Piu Due liðið náði þrisvar öðru sæti en var neðar en það í hinum fimm greinunum. Liðið sem endaði í þriðja sæti, „Stranger Things“ náði heldur ekki að vinna grein en endaði með 39 stig eftir að hafa náð öðru sæti í tveimur greinum. Eina liðið sem náði að vinna grein á móti liði Söru og Björgvins var liðið „I Gomorroidi“ sem varð engu að síður að sætta sig við fimmta sætið þrátt fyrir að hafa unnið tvær greinar í keppninni. CrossFit Tengdar fréttir Það vantar bara eitt á svakalegan afrekalista Söru Íslenska CrossFit konan Sara Sigmundsdóttir hefur unnið ófá mótinu á sínum glæsilega ferli en draumurinn hennar hefur enn ekki ræst. 20. desember 2019 08:00 Sara er ekki komin í jólafrí þrátt fyrir sigurinn í Dúbaí Sara Sigmundsdóttir er í raun komin með þrjá farseðla á heimsleikana í CrossFit á næsta ári eftir glæsilegan sigur á Dubai CrossFit Championship um helgina. 16. desember 2019 08:30 Sara meira en átta milljónum ríkari eftir sigurinn í Dúbaí Íslenska CrossFit sjarnan Sara Sigmundsdóttir var hraustust allra kvenna á Dubai CrossFit Championship sem lauk um helgina en Sara fékk 26 stigum meira en næsta kona. 16. desember 2019 12:00 Besti ungi Ítalinn fær að vera í liði með Söru og Björgvini Það stutt stórra högga milla hjá íslenska CrossFit fólkinu Söru Sigmundsdóttur og Björgvini Karli Guðmundssyni sem stoppa í Mílanó á Ítalíu á leið sinni í jólafríið á Íslandi. 18. desember 2019 11:30 Mest lesið Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Fótbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta Handbolti Fleiri fréttir Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Farseðill á næsta stórmót í höfn „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Sjáðu myndirnar: Ísland á eitt af fjórum bestu landsliðum Evrópu Dagskráin: Big Ben, Skiptiborðið og Körfuboltakvöld ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Tyson Fury snýr aftur í apríl Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Að gefnu tilefni vil ég ítreka að ég er ekki í afneitun“ „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Sjá meira
Sara Sigmundsdóttir hélt sigurgöngu sinni áfram í CrossFit keppnunum um helgina og að þessu sinni við hlið Björgvins Karls Guðmundssonar í liðakeppni á móti í Mílanó á Ítalíu. Sara og Björgvin Karl stoppuðu á Ítalíu á leið sinni heim frá Dúbaí þar sem þau kepptu á Dubai CrossFit Championship þar sem Sara fagnaði glæsilegum sigri en Björgvin varð í fjórða sæti. Mótið heitir Fallseries Throwdown og er elsta CrossFit mót Ítalíu en það hefur farið fram frá árinu 2012. Fyrir fram lítur lið með Björgvin Karl Guðmundsson og Söru Sigmundsdóttur afar vel út og að auki höfðu þau efnilegasta Ítalann, Leonardo Grottino, með sér í liði. Hann er aðeins sautján ára gamall en stóð sig mjög vel. Þau þrjú kepptu undir merkjum „TeamFoodspring“ en öll eru þau á samning hjá næringavöru framleiðandanum Foodspring. Það er óhætt að fullyrða að lið Söru og Björgvins hafi rústað þessu CrossFit móti á Ítalíu. Liðið endaði með 10 stig úr átta greinum þar sem markmiðið var að vera með sem lægst stig. Lið Söru og Björgvin vann sex af átta greinum í Elítu keppni liða og endaði síðan í öðru sæti í hinum tveimur greinunum. Næsta lið á eftir var lið „Marta Piu Due“ sem fékk 35 stig. Marta Piu Due liðið náði þrisvar öðru sæti en var neðar en það í hinum fimm greinunum. Liðið sem endaði í þriðja sæti, „Stranger Things“ náði heldur ekki að vinna grein en endaði með 39 stig eftir að hafa náð öðru sæti í tveimur greinum. Eina liðið sem náði að vinna grein á móti liði Söru og Björgvins var liðið „I Gomorroidi“ sem varð engu að síður að sætta sig við fimmta sætið þrátt fyrir að hafa unnið tvær greinar í keppninni.
CrossFit Tengdar fréttir Það vantar bara eitt á svakalegan afrekalista Söru Íslenska CrossFit konan Sara Sigmundsdóttir hefur unnið ófá mótinu á sínum glæsilega ferli en draumurinn hennar hefur enn ekki ræst. 20. desember 2019 08:00 Sara er ekki komin í jólafrí þrátt fyrir sigurinn í Dúbaí Sara Sigmundsdóttir er í raun komin með þrjá farseðla á heimsleikana í CrossFit á næsta ári eftir glæsilegan sigur á Dubai CrossFit Championship um helgina. 16. desember 2019 08:30 Sara meira en átta milljónum ríkari eftir sigurinn í Dúbaí Íslenska CrossFit sjarnan Sara Sigmundsdóttir var hraustust allra kvenna á Dubai CrossFit Championship sem lauk um helgina en Sara fékk 26 stigum meira en næsta kona. 16. desember 2019 12:00 Besti ungi Ítalinn fær að vera í liði með Söru og Björgvini Það stutt stórra högga milla hjá íslenska CrossFit fólkinu Söru Sigmundsdóttur og Björgvini Karli Guðmundssyni sem stoppa í Mílanó á Ítalíu á leið sinni í jólafríið á Íslandi. 18. desember 2019 11:30 Mest lesið Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Fótbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta Handbolti Fleiri fréttir Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Farseðill á næsta stórmót í höfn „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Sjáðu myndirnar: Ísland á eitt af fjórum bestu landsliðum Evrópu Dagskráin: Big Ben, Skiptiborðið og Körfuboltakvöld ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Tyson Fury snýr aftur í apríl Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Að gefnu tilefni vil ég ítreka að ég er ekki í afneitun“ „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Sjá meira
Það vantar bara eitt á svakalegan afrekalista Söru Íslenska CrossFit konan Sara Sigmundsdóttir hefur unnið ófá mótinu á sínum glæsilega ferli en draumurinn hennar hefur enn ekki ræst. 20. desember 2019 08:00
Sara er ekki komin í jólafrí þrátt fyrir sigurinn í Dúbaí Sara Sigmundsdóttir er í raun komin með þrjá farseðla á heimsleikana í CrossFit á næsta ári eftir glæsilegan sigur á Dubai CrossFit Championship um helgina. 16. desember 2019 08:30
Sara meira en átta milljónum ríkari eftir sigurinn í Dúbaí Íslenska CrossFit sjarnan Sara Sigmundsdóttir var hraustust allra kvenna á Dubai CrossFit Championship sem lauk um helgina en Sara fékk 26 stigum meira en næsta kona. 16. desember 2019 12:00
Besti ungi Ítalinn fær að vera í liði með Söru og Björgvini Það stutt stórra högga milla hjá íslenska CrossFit fólkinu Söru Sigmundsdóttur og Björgvini Karli Guðmundssyni sem stoppa í Mílanó á Ítalíu á leið sinni í jólafríið á Íslandi. 18. desember 2019 11:30