Samherji „bara rétt að byrja“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. desember 2019 09:53 Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja. Rannsókn sem útgerðarfyrirtækið Samherji hrinti af stað vegna starfsemi sinnar í Namibíu „miðar ágætlega“. Þetta kemur fram í Þorláksmessubréfi til starfsmanna Samherja sem Björgólfur Jóhannsson starfandi forstjóri birtir á vef fyrirtækisins í dag. Þar kemur einnig fram að málið hafi ekki haft teljandi áhrif á reksturinn. Í aðdraganda umfjöllunar um meinta brotastarfsemi Samherja í Namibíu tilkynnti Samherji að fyrirtækið hefði ráðið alþjóðlegu lögmannsstofuna Wikborg Rein í Noregi til að framkvæma ítarlega rannsókn á starfsemi fyrirtækisins í Afríku. Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í síðustu viku að Wiborg Rein vinni á sama tíma við að verja fjárhagslega hagsmuni Samherja í Namibíu.Sjá einnig: Björgólfur segist viss um að Samherji hafi ekkert ólöglegt gert Björgólfur segir í bréfi sínu til starfsmanna að rannsókninni miði ágætlega, líkt og áður sagði. Vonast sé til þess að niðurstöður hennar liggi fyrir fljótlega á nýju ári. Það sé markmið Samherja að „félagið standi af sér storminn og komi mun sterkara í gegnum hann.“ „Ég veit að sum ykkar vildu að Samherji svaraði ásökunum á hendur fyrirtækinu af meiri krafi. Ekki velkjast í neinum vafa um að við munum leiðrétta allar rangfærslur um félagið. Við erum bara rétt að byrja. Sem betur fer hefur þetta mál ekki haft teljandi áhrif á reksturinn og það er fyrst og fremst ykkur að þakka,“ skrifar Björgólfur. Forsvarsmenn Samherja hafa haldið því fram að fréttir af meintum mútugreiðslum Samherja í Namibíu byggi á völdu efni úr pósthólfi Jóhannesar Stefánssonar uppljóstrara. Þá hefur Björgólfur sjálfur lýst því yfir að hann trúi því ekki að Samherji hafi greitt neinar mútur. Áðurnefndur Jóhannes sagði í Kastljósi fyrr í mánuðinum að slíkar yfirlýsingar úr herbúðum Samherja standist enga skoðun. Þá boðaði hann birtingu fleiri pósta um málefni Samherja. Þá ritaði Kristinn Hrafnsson ritstjóri Wikileaks Björgólfi opið bréf í síðustu viku þar sem hann sagði ekkert mál að birta umrædda tölvupósta – en Björgólfur verði helst að gefa grænt ljós á það sjálfur. Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Björgólfur efast um að Samherjamálið byggi á heiðarlegri blaðamennsku Björgólfur Jóhannsson svarar Kristni Hrafnssyni. 19. desember 2019 14:30 Gerir lítið úr spurningum um hæfi sitt gagnvart Samherja Sjávarútvegsráðherra segist ekki ætla að stíga til hliðar og segir pólitík ástæðu þess að hæfi hans í málum sem tengjast Samherja sé dregið í efa. 22. desember 2019 11:49 Wikborg Rein gætir hagsmuna Samherja í Namibíu Lögfræðifyrirtækið sem Samherji hefur fengið til að skoða meinta brotastarfsemi fyrirtækisins í Namibíu vinnur á sama tíma við að verja fjárhagslega hagsmuni Samherja í landinu. 18. desember 2019 18:00 Sigurður Ingi fer með Samherjamál í stað Kristjáns Þórs Málin tengjast öll útgerðarfyrirtækinu Samherja en Kristján Þór ákvað að segja sig frá þeim vegna vanhæfis. 20. desember 2019 14:32 Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Fleiri fréttir Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Sjá meira
Rannsókn sem útgerðarfyrirtækið Samherji hrinti af stað vegna starfsemi sinnar í Namibíu „miðar ágætlega“. Þetta kemur fram í Þorláksmessubréfi til starfsmanna Samherja sem Björgólfur Jóhannsson starfandi forstjóri birtir á vef fyrirtækisins í dag. Þar kemur einnig fram að málið hafi ekki haft teljandi áhrif á reksturinn. Í aðdraganda umfjöllunar um meinta brotastarfsemi Samherja í Namibíu tilkynnti Samherji að fyrirtækið hefði ráðið alþjóðlegu lögmannsstofuna Wikborg Rein í Noregi til að framkvæma ítarlega rannsókn á starfsemi fyrirtækisins í Afríku. Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í síðustu viku að Wiborg Rein vinni á sama tíma við að verja fjárhagslega hagsmuni Samherja í Namibíu.Sjá einnig: Björgólfur segist viss um að Samherji hafi ekkert ólöglegt gert Björgólfur segir í bréfi sínu til starfsmanna að rannsókninni miði ágætlega, líkt og áður sagði. Vonast sé til þess að niðurstöður hennar liggi fyrir fljótlega á nýju ári. Það sé markmið Samherja að „félagið standi af sér storminn og komi mun sterkara í gegnum hann.“ „Ég veit að sum ykkar vildu að Samherji svaraði ásökunum á hendur fyrirtækinu af meiri krafi. Ekki velkjast í neinum vafa um að við munum leiðrétta allar rangfærslur um félagið. Við erum bara rétt að byrja. Sem betur fer hefur þetta mál ekki haft teljandi áhrif á reksturinn og það er fyrst og fremst ykkur að þakka,“ skrifar Björgólfur. Forsvarsmenn Samherja hafa haldið því fram að fréttir af meintum mútugreiðslum Samherja í Namibíu byggi á völdu efni úr pósthólfi Jóhannesar Stefánssonar uppljóstrara. Þá hefur Björgólfur sjálfur lýst því yfir að hann trúi því ekki að Samherji hafi greitt neinar mútur. Áðurnefndur Jóhannes sagði í Kastljósi fyrr í mánuðinum að slíkar yfirlýsingar úr herbúðum Samherja standist enga skoðun. Þá boðaði hann birtingu fleiri pósta um málefni Samherja. Þá ritaði Kristinn Hrafnsson ritstjóri Wikileaks Björgólfi opið bréf í síðustu viku þar sem hann sagði ekkert mál að birta umrædda tölvupósta – en Björgólfur verði helst að gefa grænt ljós á það sjálfur.
Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Björgólfur efast um að Samherjamálið byggi á heiðarlegri blaðamennsku Björgólfur Jóhannsson svarar Kristni Hrafnssyni. 19. desember 2019 14:30 Gerir lítið úr spurningum um hæfi sitt gagnvart Samherja Sjávarútvegsráðherra segist ekki ætla að stíga til hliðar og segir pólitík ástæðu þess að hæfi hans í málum sem tengjast Samherja sé dregið í efa. 22. desember 2019 11:49 Wikborg Rein gætir hagsmuna Samherja í Namibíu Lögfræðifyrirtækið sem Samherji hefur fengið til að skoða meinta brotastarfsemi fyrirtækisins í Namibíu vinnur á sama tíma við að verja fjárhagslega hagsmuni Samherja í landinu. 18. desember 2019 18:00 Sigurður Ingi fer með Samherjamál í stað Kristjáns Þórs Málin tengjast öll útgerðarfyrirtækinu Samherja en Kristján Þór ákvað að segja sig frá þeim vegna vanhæfis. 20. desember 2019 14:32 Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Fleiri fréttir Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Sjá meira
Björgólfur efast um að Samherjamálið byggi á heiðarlegri blaðamennsku Björgólfur Jóhannsson svarar Kristni Hrafnssyni. 19. desember 2019 14:30
Gerir lítið úr spurningum um hæfi sitt gagnvart Samherja Sjávarútvegsráðherra segist ekki ætla að stíga til hliðar og segir pólitík ástæðu þess að hæfi hans í málum sem tengjast Samherja sé dregið í efa. 22. desember 2019 11:49
Wikborg Rein gætir hagsmuna Samherja í Namibíu Lögfræðifyrirtækið sem Samherji hefur fengið til að skoða meinta brotastarfsemi fyrirtækisins í Namibíu vinnur á sama tíma við að verja fjárhagslega hagsmuni Samherja í landinu. 18. desember 2019 18:00
Sigurður Ingi fer með Samherjamál í stað Kristjáns Þórs Málin tengjast öll útgerðarfyrirtækinu Samherja en Kristján Þór ákvað að segja sig frá þeim vegna vanhæfis. 20. desember 2019 14:32