Innlent

Tíu ára­móta­brennur í borginni

Atli Ísleifsson skrifar
Eldur verður borinn að köstunum kl. 20.30 á gamlárskvöld á öllum stöðum með tveimur undantekningum.
Eldur verður borinn að köstunum kl. 20.30 á gamlárskvöld á öllum stöðum með tveimur undantekningum. vísir/vilhelm

Áramótabrennur verða á tíu stöðum í Reykjavík líkt og undanfarin ár. 

Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að eldur verði borinn að köstunum klukkan 20.30 á gamlárskvöld á öllum stöðum með tveimur undantekningum.

„Á Úlfarsfelli er tendrað kl. 15.00 um daginn og í Skerjafirði er eldur borinn að kestinum kl. 21.00 eftir blysför sem hefst kl. 20.30. 

Reykjavíkurborg

Brennurnar eru á eftirtöldum stöðum - skoða á korti:

  • Við Ægisíðu, lítil brenna.
  • Í Skerjafirði gegnt Skildinganesi 48 - 52,  lítil brenna (tendrað kl. 21.00, eftir blysför sem hefst kl. 20.30).
  • Við Suðurhlíðar, neðan við Fossvogskirkjugarð, lítil brenna.
  • Laugardalur, fyrir neðan Laugarásveg 18,  lítil brenna.
  • Geirsnef, á norðanverðu Geirsnefi, stór brenna.
  • Við Suðurfell, lítil brenna.
  • Við Rauðavatn að norðanverðu, stór brenna.
  • Gufunes við Gufunesbæ, stór brenna.
  • Við Kléberg á Kjalarnesi, lítil brenna.
  • Úlfarsfell á athafnasvæði Fisfélagsins ofan við Lambhagaveg, lítil brenna (tendrað kl. 15.00)



Fleiri fréttir

Sjá meira


×