Glæsilegt jólahús á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 25. desember 2019 18:30 Umferðaröngþveiti er daglegt brauð við hús við Eyraveg á Selfossi því þar stoppar fólk til að skoða hvað húsið er fallega jólaskreytt og tekur ljósmyndir af því. Í húsinu býr fjölskylda frá Litháen, sem finnst fátt skemmtilegra en að skreyta yfir jólahátíðina. Húsið, sem um ræðir er fallegt tveggja hæða hús við Eyraveg þar sem umferð er mikil alla daga. Húsið er þakið jólaljósum og allskonar öðru jólaskrauti, sem vekur mikla athygli hjá þeim sem keyra þar eða ganga fram hjá. Arkitekt af jólaskreytingunum er Liuda Cernisoviene, alltaf kölluð Liuda. Hún talar hvorki íslensku né ensku, en það gera barnabörnin hennar, sem eru stolt af fallega jólahúsinu. „Amma mín, hún á þetta hús. Hún skreytir mikið fyrir jólin. Hún á kærasta, sem gerði þetta allt einn, amma hjálpaði smá. Þetta er mjög flott hjá þeim, enda sagði ég bara vó, þegar ég sá húsið. Amma elskar jólin“, segir Auguste Sachniukaite, sem er 12 ára. Rustatunnuskýlið er meira að segja jólaskreytt og kofinn út í garði. Þá eru jólasveinaföt til þerris á snúrunum á annari hæð. Það er líka töluvert skreyt inn í húsinu, jólasveinar hér og þar og aðrar fallegar jólaskreytingar. „Það eru margir bílar sem stoppa við húsið og fólk er að horfa og líka að aka myndir. Þegar við sitjum inn í sófanum þá sjáum við fólk taka myndir, við erum þá alltaf að reyna að fela okkur, það er ógeðslega gaman“, bætir Auguste við og hlær. Barnabörn Liudu, sem eru stolt af jólahúsi ömmu sinnar en þetta eru þau Auguste Sachniukaite, 12 ára og Neilas Sachniukas, níu ára.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Ekki er mikið um jólaskreytingar í Litháen, allavega ekki nærri því eins mikið og á Íslandi. Árborg Jól Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira
Umferðaröngþveiti er daglegt brauð við hús við Eyraveg á Selfossi því þar stoppar fólk til að skoða hvað húsið er fallega jólaskreytt og tekur ljósmyndir af því. Í húsinu býr fjölskylda frá Litháen, sem finnst fátt skemmtilegra en að skreyta yfir jólahátíðina. Húsið, sem um ræðir er fallegt tveggja hæða hús við Eyraveg þar sem umferð er mikil alla daga. Húsið er þakið jólaljósum og allskonar öðru jólaskrauti, sem vekur mikla athygli hjá þeim sem keyra þar eða ganga fram hjá. Arkitekt af jólaskreytingunum er Liuda Cernisoviene, alltaf kölluð Liuda. Hún talar hvorki íslensku né ensku, en það gera barnabörnin hennar, sem eru stolt af fallega jólahúsinu. „Amma mín, hún á þetta hús. Hún skreytir mikið fyrir jólin. Hún á kærasta, sem gerði þetta allt einn, amma hjálpaði smá. Þetta er mjög flott hjá þeim, enda sagði ég bara vó, þegar ég sá húsið. Amma elskar jólin“, segir Auguste Sachniukaite, sem er 12 ára. Rustatunnuskýlið er meira að segja jólaskreytt og kofinn út í garði. Þá eru jólasveinaföt til þerris á snúrunum á annari hæð. Það er líka töluvert skreyt inn í húsinu, jólasveinar hér og þar og aðrar fallegar jólaskreytingar. „Það eru margir bílar sem stoppa við húsið og fólk er að horfa og líka að aka myndir. Þegar við sitjum inn í sófanum þá sjáum við fólk taka myndir, við erum þá alltaf að reyna að fela okkur, það er ógeðslega gaman“, bætir Auguste við og hlær. Barnabörn Liudu, sem eru stolt af jólahúsi ömmu sinnar en þetta eru þau Auguste Sachniukaite, 12 ára og Neilas Sachniukas, níu ára.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Ekki er mikið um jólaskreytingar í Litháen, allavega ekki nærri því eins mikið og á Íslandi.
Árborg Jól Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira