Viðtöl ársins 2019: Veikindi, ástin, nektarmyndir og fordómar Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 28. desember 2019 07:00 Mest lesnu viðtölin á Vísi í ár birtust í flokkunum lífið, innlent og viðskipti. Vísir/Vilhelm Í ár hafa einstaklingar opnað sig í einlægum viðtölum á Vísi um ástina, lífið, ferilinn, geðsjúkdóma, dauðann, áfengisneyslu, ófrjósemi, afbrot, erfið veikindi og svona mætti lengi telja. Hér má finna þau viðtöl sem vöktu mikla athygli á árinu og voru mest lesin á Vísi. Féll fyrir Íslandi og fann ástina á Kaffibarnum Anthony Bacigalupo kom fyrst til Íslands fyrir tíu árum síðan. Hann vann þá fyrir Apple í San Francisco og ákvað að koma til hingað í nokkrar vikur til þess að vinna listaverkefni fyrir SFMOMA . Hann kolféll fyrir landinu og í dag býr hann ásamt Ýr Káradóttur eiginkonu sinni og tveimur börnum þeirra í fallegu húsi Hafnarfirði. Hann ræddi þetta í einlægu viðtali á Vísi í síðasta mánuði. Brynjar sér ekki eftir lýtaaðgerðinni og hefði aldrei reynt að fela það Þeir Aron Kristinn Jónasson og Brynjar Barkarson mynda saman sveitina ClubDub en hún sló rækilega í gegn síðasta sumar. Viðtalið við þá í Einkalífinu á Vísi vakti mikla athygli. Þar var meðal annars rætt um tónlistina, frægðina, lýtaaðgerðir, samstarfið og vináttuna og framtíðina. „Læk láta öllum líða vel“ Samfélagsmiðlastjarnan og sálfræðineminn Bryndís Líf hefur vakið mikla athygli fyrir myndir sem hún birti af sjálfri sér á samfélagsmiðlinum Instagram en Bryndís hefur ögrað stjórnendum miðlanna með myndum af sér þar sem hún sýnir brjóstin á sér, allt nema geirvörturnar. Í viðtali í Ísland í dag sagði Bryndís að nekt fylgi ákveðið frelsi. Sjálfsfróunin kom Völu Grand mest á óvart Vala Grand vakti fyrst athygli hér á landi fyrir þrettán árum en hún fór í gegnum kynleiðréttingarferli árið 2010. Vala var gestur í Einkalífinu og opnaði hún sig um kynleiðréttingarferlið sjálf og hvernig tilfinningin hafi verið þegar hún var loksins komin í réttan líkama. Vala Grand opnaði sig upp á gátt í viðtali í Einkalífinu á Vísi.Vísir/Vilhelm Starfar sem vændiskona af fúsum og frjálsum vilja Austur-evrópsk vændiskona, sem venur komur sínar til Íslands, segist vera í starfinu af fúsum og frjálsum vilja. Hún komi úr góðri fjölskyldu, hafi aldrei verið í neyslu og segist ekki hafa leiðst út í kynlífsiðnaðinn eftir að hafa verið misnotuð kynferðislega. Konan sagði sögu sína í þættinum Íslandi í dag. Gjaldþrota, fjallhress og sáttur Fjallgöngugarpurinn John Snorri Sigurjónsson var á árinu úrskurðaður gjaldþrota. Þjóðin fylgdist með John Snorra sem var fyrstur Íslendinga til að komast á topp K2, næsthæsta fjalls heims og jafnframt einn þann hættulegasta að klífa. Þetta var árið 2017 en seinna á því ári voru fluttar fréttir af málaferlum hans við Arion banka. Búið var gert upp en gjaldþrotið nam rétt tæpum 150 milljónum króna. Í viðtali við Vísi sagði hann þetta mikinn létti. „Það er ógeðslega sárt að vera hinsegin og vera tekin á þessum degi“ Elínborg Harpa Önundardóttir var handtekin í Gleðigöngunni í miðborg Reykjavíkur en hún er meðal annars meðlimur samtakanna No Borders Iceland. Hún segir engin mótmæli hafa verið fyrirhuguð, hvorki af sinni hálfu né No Borders-samtakanna. Hún sagði í samtali við Vísi að ekkert hafa legið að baki því að hún hafi verið handtekin, annað en það að lögreglan kannaðist við hana. Lokuð á heimilinu með geðveikri móður Margrét Lillý Einarsdóttir, 17 ára stúlka, sagði átakanlega sögu sína í Kompás á Vísi. Hún segir þar að barnaverndarnefnd, skólakerfið og samfélagið allt á Seltjarnarnesi hafi brugðist sér með því að hafa litið framhjá og ekki gert viðeigandi ráðstafanir vegna vanrækslu og ofbeldis sem hún varð fyrir alla æsku sína. Mál Margrétar vakti mikla athygli eftir að hún var í einlægu viðtali í þættinum Kompás á Vísi. Vísir/Vilhelm Rétt skal vera rétt Ragnar Snær Njálsson hefur gengið í gegnum erfiðari hluti en flestir jafnaldrar hans. Eiginkona hans Fanney Eiríksdóttir lést í sumar eftir tæplega árs baráttu við leghálskrabbamein. Í dag er Ragnar tveggja barna einstæður faðir sem þarf að koma undir sig fótunum og halda áfram með lífið. Ragnar eignaðist þau Emilý Rós og Erik Fjalar með eiginkonu sinni. Ragnar sagði sögu sína í Einkalífinu. Drakk frá mér alla ábyrgð Ingólfur Þórarinsson hefur verið einn vinsælasti tónlistarmaður landsins síðastliðinn fimmtán ár. Ingó var gestur í Einkalífinu en í þættinum fór söngvarinn um víðan völl. Hann ræddi meðal annars áfengi, Idol-tímann, Brekkusönginn og neikvæða umræðu. „Ég var dofin og leitaði mér ekki hjálpar“ Thelma Dögg Guðmundsen er með kvíðaröskun og geðhvörf eða Bipolar 2 og þjáðist hún í mörg ár áður en hún fékk rétta greiningu á geðsjúkdómnum. Í einlægu viðtali sagði Thelma að hún hafi verið brotin og týnd áður en hún fékk rétta greiningu á kvíða og geðhvörfum. Í einlægu viðtali ræddi hún um geðsjúkdóma, fordóma og einstaklinga sem nýta sér brotna einstaklinga. Thelma Dögg Gudmundsen segir að staðalímyndir séu í samfélaginu um geðhvörf. Vísir/Vilhelm Féll fyrir Íslandi á þriðja degi brúðkaupsferðarinnar Jeannie Riley seldi aleiguna í ágúst árið 2015 og flutti til Íslands ásamt eiginmanni sínum með nokkrar ferðatöskur með sér. Nú aðstoðar Jeannie ferðamenn við að skipuleggja Íslandsferðir sínar og gefur þeim góð ráð um fallega staði, hverju skuli pakka og hvernig hægt sé að vera öruggari á ferðalagi um landið. Hún segist ekki hafa áhuga á að fara aftur heim til Bandaríkjanna þar sem öryggi barna er henni mjög mikilvægt. Hún stefnir því á að stofna fjölskyldu hér á landi. Spyr af hverju áhrifavaldar fái fleiri vörustyrki en afreksíþróttafólk Sólveig Bergsdóttir ræddi vörustyrki og samstarf við fyrirtæki í viðtali sem vakti mikla athygli á Vísi. Sólveig er landsliðskona í fimleikum og afreksíþróttakona, og sagðist eiga erfiðara með að fá vörustyrki og/eða samstarf við heilsutengd fyrirtæki en áhrifavaldur í meðallagi á Íslandi. Margir íþróttamenn tóku undir orð Sólveigar og margir áhrifavaldar furðuðu sig á ummælum hennar. „Við erum bara ekki dætur“ Systurnar Ingibjörg Sædís og Eydís Rán ólust upp við mikla fátækt og vanrækslu og hafa ekki átt í neinum samskiptum við föður sinn í rúman áratug. Þær sögðu frá því í einlægu viðtali að þær vilja nú hætta að kenna sig við hann og taka upp nýtt nafn en gagnrýna þröngar skorður sem mannanafnalög setja þeim. Systurnar standa frammi fyrir því að þurfa að fara til útlanda til að fá að taka upp ættarnafn, eða velja sér föður- eða móðurnafn út í bláinn. Það sætta þær sig ekki við og benda á að þær séu í raun ekki dætur neins. Fann óvæntan styrk og jákvæðni eftir heilablóðfall og hjartastopp Elvari Geir Sævarssyni var kippt út úr sínu daglega lífi þegar hann fékk heilablóðfall þann 22. ágúst síðastliðinn. Hann fór í hjartastopp í 20 sekúndur en læknir á bráðadeild bjargaði lífi hans. Elvar dvaldi rúman mánuð á sjúkrahúsi og hefur verið í endurhæfingu síðan og þakkar fyrir að vera á lífi. Hann er með lamað raddband og tungan er einnig lömuð að hluta en í veikindunum kom hann sjálfum sér á óvart með jákvæðu hugarfari. Í viðtalinu opnaði hann sig um veikindin og áhrif þeirra á hans nánustu. Elvar Geir Sævarsson var að fá heilablóðfall þegar heilbrigðisstarfsmenn sögðu honum að reyna að slaka á, hann væri sennilega með kvíðakast. Vísir/Vilhelm „Ákvörðunin hjá mér var að komast á réttan kjöl aftur“ Kristján Berg Ásgeirsson, sem gengur undir nafninu Fiskikóngurinn, hefur selt Íslendingum fisk í 30 ár. Hann hefur farið í gegnum ýmislegt en árið 1996 Kristján var dæmdur ásamt þremur öðrum mönnum til tveggja og hálfs árs fangelsisvistar vegna innflutning og sölu á alsælutöflum. Þetta mál hefur eðli málsins samkvæmt legið þungt á Kristjáni og hingað til hefur hann ekki talað opinberlega um málið. Hann sagði sögu sína í Íslandi í dag. Þegar mér líður illa þá horast ég Manuela Ósk Harðardóttir vakti fyrst athygli hér á landi árið 2002 þegar hún varð Ungfrú Ísland, aðeins 18 ára gömul. Síðan þá hefur Manuela verið áberandi hér á landi og jafnvel víðar. Hún hefur verið töluvert búsett í Bandaríkjunum en býr í dag í Hafnarfirðinum. Manuela var gestur í Einkalífinu en Manuela virðist oft vera á milli tannanna á Íslendingum og holdafar hennar er oft í umræðunni. Lætur draumana rætast sléttu ári eftir að æxlið var fjarlægt Þann 16. október var eitt ár síðan æxli á stærð við golfkúlu var fjarlægt úr höfði Erlends Pálssonar. Ári síðar var hann staddur í fjallgöngu í Nepal, að láta draum sinn um að klífa fjallið Ama Dablam rætast. Erlendur er giftur tveggja barna faðir og er sviðsstjóri akstursþjónustu Strætó, hann missti aldrei sjónar á markmiðinu sínu þrátt fyrir að veikindin hafi gert verkefnið mun meira krefjandi. Erlendur komst á toppinn en Vísir ræddi við hann þegar hann var á leiðinni. „Þetta er búið að vera ansi erfiður rússíbani“ Ása Birna Ísfjörð ræddi erfið veikindi dóttur sinnar, Ronju Lífar, sem hefur þurft að berjast alveg frá fæðingu. Hún er með alvarlegan efnaskiptasjúkdóm sem hefur mikil áhrif á fjölskylduna. Í október lenti Ronja í sinni stærstu krísu til þessa og litlu mátti muna að þau næðu á sjúkrahúsið í tæka tíð. Þurfti að halda henni sofandi í rúma viku en Ronja hefur verið á sjúkrahúsinu síðan og á enn langt í land. Ása Birna Ísfjörð segir að Ronja dóttir sín sé algjör hetja og því hafi nafnið hennar verið viðeigandi, enda skírð eftir sterkum karakter, Ronju ræningjadóttur.Aðsendar myndir „Fannst mér hafa gengið betur“ Hinum 19 ára Árna Daníel Árnasyni kom mjög á óvart þegar forseti læknadeildar Háskóla Íslands tjáði honum að mistök hafi orðið í útreikningi á frammistöðu hans í inngönguprófi og að hann hafi komist inn í læknanámið. Árni var búinn að gefa upp alla von um að komast inn í læknisfræðina að sinni eftir að honum var tilkynnt fyrr í sumar að hann hafi ekki hlotið náð fyrir augum deildarinnar. Hann var búinn að nema lögfræði við HÍ í tvær vikur þegar hann fékk símtalið afdrifaríka. „Það er ekki okkar réttur að verða foreldri, það er réttur barnsins að eiga fjölskyldu“ Elísabet Hrund Salvarsdóttir upplifði strax sterkar tilfinningar þegar hún fékk ættleidd börn sín í fangið. Hún sagði frá reynslu sinni í einlægu viðtali. Elísabet og eiginmaður hennar reyndu í mörg ár að eignast barn áður en þau tóku ákvörðun um að ættleiða. Nú eiga þau tvö börn, fjögurra og sjö ára gömul, sem bæði eru ættleidd hingað frá Tékklandi. Elísabet segir að hún hefði viljað ættleiða fyrr í stað þess að fara í allar frjósemismeðferðirnar og bíða svona lengi með að byrja ferlið. Skilnaðurinn styrkti sambandið Frosti Logason hefur starfað á X-inu í tuttugu ár eða frá árinu 1999. Hann sló í gegn í rokksveitinni Mínus á sínum tíma og er að gera góða hluti í Íslandi í dag á Stöð 2 um þessar mundir. Frosti var gestur í einkalífinu á Vísi og ræddi um samband sitt, föðurhlutverkið, Mínustímann, föðurmissinn og umdeildar skoðanir. Frosti Logason skildi við barnsmóður sína í nokkra mánuði og segir að það hafi gert sambandið betra. Vísir/Vilhelm Konur eiga að vera óhræddari við að taka pláss og þora Jóhanna Guðrún Jónsdóttir söngkona eignaðist sitt annað barn á árinu en hún var byrjuð að syngja í brúðkaupum aðeins tveimur vikum eftir fæðinguna. Að hennar mati er erfitt fyrir sjálfstætt starfandi tónlistarfólk að taka sér fæðingarorlof. Hún segist taka gagnrýni á netinu inn á sig og furðar sig á því hvað fólk leyfir sér að slúðra. „Heilbrigða barnið okkar var bara jarðað og jarðsungið“ Margrét Dagmar Ericsdóttir á merkilega sögu en þegar hún eignaðist sinn þriðja son var þeim hjónum sagt, þó ekki næstum strax, að líklega myndi hann aðeins ná þroska tveggja ára barns og aldrei læra að ganga. Þetta fengu þau ekki að vita fyrr en barnið var orðið þriggja ára. Fyrir þann tíma var litið á Margréti sem móðursjúkt foreldri. Hún vissi alltaf betur enda var Þorkell Skúli Þorsteinsson, eða Keli, óvenju óvært barn sem svaf nánast aldrei. Hún sagði sögu sína í Ísland í dag. Væri síðasti maðurinn til að gera grín að dauðanum Leikaranum Gunnari Smára Jóhannessyni sárnaði nokkuð þegar hann fékk veður af því að leikskólar á höfuðborgarsvæðinu hefðu afþakkað boð á sýningu hans vegna „óviðeigandi“ umfjöllunar um dauðann. Gunnar Smári, sem missti báða foreldra sína sem barn, segist aldrei myndu grínast með málefnið á ósmekklegan hátt. Hins vegar sé mikilvægt að tala opinskátt um dauðann, óumflýjanlegan hluta lífsins. Umrætt leikrit, Ómar orðabelgur, er hluti af verkefni Þjóðleikhússins undir yfirskriftinni leikhús óháð búsetu og fjárhag. Sýningin er þannig sett upp fyrir börn á öllu landinu og þeim boðið á hana án endurgjalds.Vísir/Vilhelm Fimm dögum eftir símtalið dýrmæta fannst Andri látinn Vala Sigurjónsdóttir sagði átakanlega sögu sína í einlægu viðtali í Ísland í dag. Andri sonur hennar lést eftir að hafa tekið of stóran skammt. Fæstir geta ímyndað sér sorgina sem fjölskyldan upplifði og Vala segir fordóma vera mikla gagnvart fólki sem leiðist út í neyslu og skilningur virðist lítill fyrir fólki með raskanir og geðsjúkdóma. Hætti að handrukka þegar mamma greindist með krabbamein Hann var aðeins fimmtán ára gamall þegar hann byrjaði í neyslu. Stuttu seinna var hann byrjaður að selja fíkniefni og handrukka þá sem ekki borguðu. Hann sveifst einskis. Það kom því flestum á óvart þegar hann sneri blaðinu algjörlega við. Það gerðist þegar móðir hans greindist með krabbamein. Ísland í dag hitti Birgi Hákon Guðlaugsson og fékk að heyra mjög svo áhugaverða sögu hans. „Maður er að missa von og drauma“ Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir og Samúel Gunnarsson hafa síðustu ár reynt að eignast barn án árangurs. Gunnhildur opnaði sig um þeirra ófrjósemisvandamál og sagði mikilvægt fyrir pör í þessari stöðu að hlúa vel að hvort öðru og vera dugleg að tala saman. Eitt af hverjum sex pörum á barneignaraldri hér á landi glímir við ófrjósemisvandamál og gagnrýndi Gunnhildur í viðtalinu litla greiðsluþátttöku íslenska ríkisins þegar kemur að tæknifrjóvgunum. Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir lýsir í viðtalinu sorginni sem fylgir ófrjósemisvandamálum og árangurslausum meðferðum.Vísir/VIlhelm Býr sig undir að sjá föðurfjölskylduna aldrei aftur Saga Nazari er ung tónlistar- og útvarpskona á X-inu 977. Hún hafði einungis verið í gagnkynhneigðum samböndum, allt þar til í fyrra, þegar hún varð ástfangin af stelpu í fyrsta sinn. Sú stelpa kom svo út sem trans-strákurinn Bjarki Steinn Pétursson stuttu seinna. Þau eru enn saman í dag og hafa aldrei verið hamingjusamari en Saga óttast þó viðbrögð föður síns sem er strangtrúaður múslimi. Saga sagði Frosta Logasyni sögu sína í Íslandi í dag. Ráðþrota gagnvart manni sem áreitir hana linnulaust í gegnum samfélagsmiðla Thelma Rún Heimisdóttir er fyrirsæta og leikkona sem býr og starfar í Japan. Í viðtali við Vísi sagði hún frá nánast linnulausri áreitni af hálfu ókunnugs manns í gegnum samfélagsmiðla sem sendir henni ítrekað skilaboð og myndir og myndbönd af kynfærum sínum. Thelma Rún segir litla hjálp að fá frá lögreglu eða samfélagsmiðlunum sjálfum og þrátt fyrir að hún „blokki“ (banni) manninn á miðlunum þá finnur hann hana alltaf leiðir til að hafa samband aftur. Hún kveðst hafa orðið óttaslegin þegar hann tók upp á því að hringja í hana. Fréttir ársins 2019 Viðtal Mest lesið Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Lífið Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Lífið „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Lífið Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Jól Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Lífið Forsetar mættu á tilfinningaríka stund með Grindvíkingum Lífið Dætur Jóns og Friðriks Dórs stálu senunni Lífið Sigga Heimis selur slotið Lífið Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Lífið Vara við upplýsingaóreiðu um kólesteról Lífið Fleiri fréttir Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Fagnaði fjörutíu árum og gaf út textaverk Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Sigga Heimis selur slotið Nýr bóksölulisti: Kúkur, piss og prump stekkur upp um tíu sæti „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Forsetar mættu á tilfinningaríka stund með Grindvíkingum Krummar tveir fylgja hópnum uppá jökul Vara við upplýsingaóreiðu um kólesteról Bauð IceGuys upp á alvöru áskorun um helgina Bassi Maraj og raddirnar stálu senunni í Bannað að hlæja „Bara á Íslandi“ Dætur Jóns og Friðriks Dórs stálu senunni Forsetaskjall í bland við kynhlutlaust mál Stjörnulífið: IceGuys tryllingur og 26 ára amma Fór með fyrrverandi í bíó Óvænt tenging lögmanna í tveimur stærstu málum ársins Fólk hafi áhyggjur ef jólalegasta húsið í bænum er ekki skreytt Glasi grýtt í andlit Foxx á afmæli hans Bein útsending: Litlu jól Blökastsins Besta brúðkaupsmynd ársins tekin í íshelli á Íslandi Hafnar vel launuðum störfum vegna skriffíknar á háu stigi Krakkatían: Teiknimyndir, vísur og ostar Ergir kirkjuna enn á ný með fölskum Frans páfa „Ég hef ekki komið nálægt þessum manni“ Vonast til að hitta átrúnaðargoðin einn daginn Vala Kristín og Hilmir Snær eiga von á barni Gerði alla plötuna á tveimur árum í Gleðivík Sjá meira
Í ár hafa einstaklingar opnað sig í einlægum viðtölum á Vísi um ástina, lífið, ferilinn, geðsjúkdóma, dauðann, áfengisneyslu, ófrjósemi, afbrot, erfið veikindi og svona mætti lengi telja. Hér má finna þau viðtöl sem vöktu mikla athygli á árinu og voru mest lesin á Vísi. Féll fyrir Íslandi og fann ástina á Kaffibarnum Anthony Bacigalupo kom fyrst til Íslands fyrir tíu árum síðan. Hann vann þá fyrir Apple í San Francisco og ákvað að koma til hingað í nokkrar vikur til þess að vinna listaverkefni fyrir SFMOMA . Hann kolféll fyrir landinu og í dag býr hann ásamt Ýr Káradóttur eiginkonu sinni og tveimur börnum þeirra í fallegu húsi Hafnarfirði. Hann ræddi þetta í einlægu viðtali á Vísi í síðasta mánuði. Brynjar sér ekki eftir lýtaaðgerðinni og hefði aldrei reynt að fela það Þeir Aron Kristinn Jónasson og Brynjar Barkarson mynda saman sveitina ClubDub en hún sló rækilega í gegn síðasta sumar. Viðtalið við þá í Einkalífinu á Vísi vakti mikla athygli. Þar var meðal annars rætt um tónlistina, frægðina, lýtaaðgerðir, samstarfið og vináttuna og framtíðina. „Læk láta öllum líða vel“ Samfélagsmiðlastjarnan og sálfræðineminn Bryndís Líf hefur vakið mikla athygli fyrir myndir sem hún birti af sjálfri sér á samfélagsmiðlinum Instagram en Bryndís hefur ögrað stjórnendum miðlanna með myndum af sér þar sem hún sýnir brjóstin á sér, allt nema geirvörturnar. Í viðtali í Ísland í dag sagði Bryndís að nekt fylgi ákveðið frelsi. Sjálfsfróunin kom Völu Grand mest á óvart Vala Grand vakti fyrst athygli hér á landi fyrir þrettán árum en hún fór í gegnum kynleiðréttingarferli árið 2010. Vala var gestur í Einkalífinu og opnaði hún sig um kynleiðréttingarferlið sjálf og hvernig tilfinningin hafi verið þegar hún var loksins komin í réttan líkama. Vala Grand opnaði sig upp á gátt í viðtali í Einkalífinu á Vísi.Vísir/Vilhelm Starfar sem vændiskona af fúsum og frjálsum vilja Austur-evrópsk vændiskona, sem venur komur sínar til Íslands, segist vera í starfinu af fúsum og frjálsum vilja. Hún komi úr góðri fjölskyldu, hafi aldrei verið í neyslu og segist ekki hafa leiðst út í kynlífsiðnaðinn eftir að hafa verið misnotuð kynferðislega. Konan sagði sögu sína í þættinum Íslandi í dag. Gjaldþrota, fjallhress og sáttur Fjallgöngugarpurinn John Snorri Sigurjónsson var á árinu úrskurðaður gjaldþrota. Þjóðin fylgdist með John Snorra sem var fyrstur Íslendinga til að komast á topp K2, næsthæsta fjalls heims og jafnframt einn þann hættulegasta að klífa. Þetta var árið 2017 en seinna á því ári voru fluttar fréttir af málaferlum hans við Arion banka. Búið var gert upp en gjaldþrotið nam rétt tæpum 150 milljónum króna. Í viðtali við Vísi sagði hann þetta mikinn létti. „Það er ógeðslega sárt að vera hinsegin og vera tekin á þessum degi“ Elínborg Harpa Önundardóttir var handtekin í Gleðigöngunni í miðborg Reykjavíkur en hún er meðal annars meðlimur samtakanna No Borders Iceland. Hún segir engin mótmæli hafa verið fyrirhuguð, hvorki af sinni hálfu né No Borders-samtakanna. Hún sagði í samtali við Vísi að ekkert hafa legið að baki því að hún hafi verið handtekin, annað en það að lögreglan kannaðist við hana. Lokuð á heimilinu með geðveikri móður Margrét Lillý Einarsdóttir, 17 ára stúlka, sagði átakanlega sögu sína í Kompás á Vísi. Hún segir þar að barnaverndarnefnd, skólakerfið og samfélagið allt á Seltjarnarnesi hafi brugðist sér með því að hafa litið framhjá og ekki gert viðeigandi ráðstafanir vegna vanrækslu og ofbeldis sem hún varð fyrir alla æsku sína. Mál Margrétar vakti mikla athygli eftir að hún var í einlægu viðtali í þættinum Kompás á Vísi. Vísir/Vilhelm Rétt skal vera rétt Ragnar Snær Njálsson hefur gengið í gegnum erfiðari hluti en flestir jafnaldrar hans. Eiginkona hans Fanney Eiríksdóttir lést í sumar eftir tæplega árs baráttu við leghálskrabbamein. Í dag er Ragnar tveggja barna einstæður faðir sem þarf að koma undir sig fótunum og halda áfram með lífið. Ragnar eignaðist þau Emilý Rós og Erik Fjalar með eiginkonu sinni. Ragnar sagði sögu sína í Einkalífinu. Drakk frá mér alla ábyrgð Ingólfur Þórarinsson hefur verið einn vinsælasti tónlistarmaður landsins síðastliðinn fimmtán ár. Ingó var gestur í Einkalífinu en í þættinum fór söngvarinn um víðan völl. Hann ræddi meðal annars áfengi, Idol-tímann, Brekkusönginn og neikvæða umræðu. „Ég var dofin og leitaði mér ekki hjálpar“ Thelma Dögg Guðmundsen er með kvíðaröskun og geðhvörf eða Bipolar 2 og þjáðist hún í mörg ár áður en hún fékk rétta greiningu á geðsjúkdómnum. Í einlægu viðtali sagði Thelma að hún hafi verið brotin og týnd áður en hún fékk rétta greiningu á kvíða og geðhvörfum. Í einlægu viðtali ræddi hún um geðsjúkdóma, fordóma og einstaklinga sem nýta sér brotna einstaklinga. Thelma Dögg Gudmundsen segir að staðalímyndir séu í samfélaginu um geðhvörf. Vísir/Vilhelm Féll fyrir Íslandi á þriðja degi brúðkaupsferðarinnar Jeannie Riley seldi aleiguna í ágúst árið 2015 og flutti til Íslands ásamt eiginmanni sínum með nokkrar ferðatöskur með sér. Nú aðstoðar Jeannie ferðamenn við að skipuleggja Íslandsferðir sínar og gefur þeim góð ráð um fallega staði, hverju skuli pakka og hvernig hægt sé að vera öruggari á ferðalagi um landið. Hún segist ekki hafa áhuga á að fara aftur heim til Bandaríkjanna þar sem öryggi barna er henni mjög mikilvægt. Hún stefnir því á að stofna fjölskyldu hér á landi. Spyr af hverju áhrifavaldar fái fleiri vörustyrki en afreksíþróttafólk Sólveig Bergsdóttir ræddi vörustyrki og samstarf við fyrirtæki í viðtali sem vakti mikla athygli á Vísi. Sólveig er landsliðskona í fimleikum og afreksíþróttakona, og sagðist eiga erfiðara með að fá vörustyrki og/eða samstarf við heilsutengd fyrirtæki en áhrifavaldur í meðallagi á Íslandi. Margir íþróttamenn tóku undir orð Sólveigar og margir áhrifavaldar furðuðu sig á ummælum hennar. „Við erum bara ekki dætur“ Systurnar Ingibjörg Sædís og Eydís Rán ólust upp við mikla fátækt og vanrækslu og hafa ekki átt í neinum samskiptum við föður sinn í rúman áratug. Þær sögðu frá því í einlægu viðtali að þær vilja nú hætta að kenna sig við hann og taka upp nýtt nafn en gagnrýna þröngar skorður sem mannanafnalög setja þeim. Systurnar standa frammi fyrir því að þurfa að fara til útlanda til að fá að taka upp ættarnafn, eða velja sér föður- eða móðurnafn út í bláinn. Það sætta þær sig ekki við og benda á að þær séu í raun ekki dætur neins. Fann óvæntan styrk og jákvæðni eftir heilablóðfall og hjartastopp Elvari Geir Sævarssyni var kippt út úr sínu daglega lífi þegar hann fékk heilablóðfall þann 22. ágúst síðastliðinn. Hann fór í hjartastopp í 20 sekúndur en læknir á bráðadeild bjargaði lífi hans. Elvar dvaldi rúman mánuð á sjúkrahúsi og hefur verið í endurhæfingu síðan og þakkar fyrir að vera á lífi. Hann er með lamað raddband og tungan er einnig lömuð að hluta en í veikindunum kom hann sjálfum sér á óvart með jákvæðu hugarfari. Í viðtalinu opnaði hann sig um veikindin og áhrif þeirra á hans nánustu. Elvar Geir Sævarsson var að fá heilablóðfall þegar heilbrigðisstarfsmenn sögðu honum að reyna að slaka á, hann væri sennilega með kvíðakast. Vísir/Vilhelm „Ákvörðunin hjá mér var að komast á réttan kjöl aftur“ Kristján Berg Ásgeirsson, sem gengur undir nafninu Fiskikóngurinn, hefur selt Íslendingum fisk í 30 ár. Hann hefur farið í gegnum ýmislegt en árið 1996 Kristján var dæmdur ásamt þremur öðrum mönnum til tveggja og hálfs árs fangelsisvistar vegna innflutning og sölu á alsælutöflum. Þetta mál hefur eðli málsins samkvæmt legið þungt á Kristjáni og hingað til hefur hann ekki talað opinberlega um málið. Hann sagði sögu sína í Íslandi í dag. Þegar mér líður illa þá horast ég Manuela Ósk Harðardóttir vakti fyrst athygli hér á landi árið 2002 þegar hún varð Ungfrú Ísland, aðeins 18 ára gömul. Síðan þá hefur Manuela verið áberandi hér á landi og jafnvel víðar. Hún hefur verið töluvert búsett í Bandaríkjunum en býr í dag í Hafnarfirðinum. Manuela var gestur í Einkalífinu en Manuela virðist oft vera á milli tannanna á Íslendingum og holdafar hennar er oft í umræðunni. Lætur draumana rætast sléttu ári eftir að æxlið var fjarlægt Þann 16. október var eitt ár síðan æxli á stærð við golfkúlu var fjarlægt úr höfði Erlends Pálssonar. Ári síðar var hann staddur í fjallgöngu í Nepal, að láta draum sinn um að klífa fjallið Ama Dablam rætast. Erlendur er giftur tveggja barna faðir og er sviðsstjóri akstursþjónustu Strætó, hann missti aldrei sjónar á markmiðinu sínu þrátt fyrir að veikindin hafi gert verkefnið mun meira krefjandi. Erlendur komst á toppinn en Vísir ræddi við hann þegar hann var á leiðinni. „Þetta er búið að vera ansi erfiður rússíbani“ Ása Birna Ísfjörð ræddi erfið veikindi dóttur sinnar, Ronju Lífar, sem hefur þurft að berjast alveg frá fæðingu. Hún er með alvarlegan efnaskiptasjúkdóm sem hefur mikil áhrif á fjölskylduna. Í október lenti Ronja í sinni stærstu krísu til þessa og litlu mátti muna að þau næðu á sjúkrahúsið í tæka tíð. Þurfti að halda henni sofandi í rúma viku en Ronja hefur verið á sjúkrahúsinu síðan og á enn langt í land. Ása Birna Ísfjörð segir að Ronja dóttir sín sé algjör hetja og því hafi nafnið hennar verið viðeigandi, enda skírð eftir sterkum karakter, Ronju ræningjadóttur.Aðsendar myndir „Fannst mér hafa gengið betur“ Hinum 19 ára Árna Daníel Árnasyni kom mjög á óvart þegar forseti læknadeildar Háskóla Íslands tjáði honum að mistök hafi orðið í útreikningi á frammistöðu hans í inngönguprófi og að hann hafi komist inn í læknanámið. Árni var búinn að gefa upp alla von um að komast inn í læknisfræðina að sinni eftir að honum var tilkynnt fyrr í sumar að hann hafi ekki hlotið náð fyrir augum deildarinnar. Hann var búinn að nema lögfræði við HÍ í tvær vikur þegar hann fékk símtalið afdrifaríka. „Það er ekki okkar réttur að verða foreldri, það er réttur barnsins að eiga fjölskyldu“ Elísabet Hrund Salvarsdóttir upplifði strax sterkar tilfinningar þegar hún fékk ættleidd börn sín í fangið. Hún sagði frá reynslu sinni í einlægu viðtali. Elísabet og eiginmaður hennar reyndu í mörg ár að eignast barn áður en þau tóku ákvörðun um að ættleiða. Nú eiga þau tvö börn, fjögurra og sjö ára gömul, sem bæði eru ættleidd hingað frá Tékklandi. Elísabet segir að hún hefði viljað ættleiða fyrr í stað þess að fara í allar frjósemismeðferðirnar og bíða svona lengi með að byrja ferlið. Skilnaðurinn styrkti sambandið Frosti Logason hefur starfað á X-inu í tuttugu ár eða frá árinu 1999. Hann sló í gegn í rokksveitinni Mínus á sínum tíma og er að gera góða hluti í Íslandi í dag á Stöð 2 um þessar mundir. Frosti var gestur í einkalífinu á Vísi og ræddi um samband sitt, föðurhlutverkið, Mínustímann, föðurmissinn og umdeildar skoðanir. Frosti Logason skildi við barnsmóður sína í nokkra mánuði og segir að það hafi gert sambandið betra. Vísir/Vilhelm Konur eiga að vera óhræddari við að taka pláss og þora Jóhanna Guðrún Jónsdóttir söngkona eignaðist sitt annað barn á árinu en hún var byrjuð að syngja í brúðkaupum aðeins tveimur vikum eftir fæðinguna. Að hennar mati er erfitt fyrir sjálfstætt starfandi tónlistarfólk að taka sér fæðingarorlof. Hún segist taka gagnrýni á netinu inn á sig og furðar sig á því hvað fólk leyfir sér að slúðra. „Heilbrigða barnið okkar var bara jarðað og jarðsungið“ Margrét Dagmar Ericsdóttir á merkilega sögu en þegar hún eignaðist sinn þriðja son var þeim hjónum sagt, þó ekki næstum strax, að líklega myndi hann aðeins ná þroska tveggja ára barns og aldrei læra að ganga. Þetta fengu þau ekki að vita fyrr en barnið var orðið þriggja ára. Fyrir þann tíma var litið á Margréti sem móðursjúkt foreldri. Hún vissi alltaf betur enda var Þorkell Skúli Þorsteinsson, eða Keli, óvenju óvært barn sem svaf nánast aldrei. Hún sagði sögu sína í Ísland í dag. Væri síðasti maðurinn til að gera grín að dauðanum Leikaranum Gunnari Smára Jóhannessyni sárnaði nokkuð þegar hann fékk veður af því að leikskólar á höfuðborgarsvæðinu hefðu afþakkað boð á sýningu hans vegna „óviðeigandi“ umfjöllunar um dauðann. Gunnar Smári, sem missti báða foreldra sína sem barn, segist aldrei myndu grínast með málefnið á ósmekklegan hátt. Hins vegar sé mikilvægt að tala opinskátt um dauðann, óumflýjanlegan hluta lífsins. Umrætt leikrit, Ómar orðabelgur, er hluti af verkefni Þjóðleikhússins undir yfirskriftinni leikhús óháð búsetu og fjárhag. Sýningin er þannig sett upp fyrir börn á öllu landinu og þeim boðið á hana án endurgjalds.Vísir/Vilhelm Fimm dögum eftir símtalið dýrmæta fannst Andri látinn Vala Sigurjónsdóttir sagði átakanlega sögu sína í einlægu viðtali í Ísland í dag. Andri sonur hennar lést eftir að hafa tekið of stóran skammt. Fæstir geta ímyndað sér sorgina sem fjölskyldan upplifði og Vala segir fordóma vera mikla gagnvart fólki sem leiðist út í neyslu og skilningur virðist lítill fyrir fólki með raskanir og geðsjúkdóma. Hætti að handrukka þegar mamma greindist með krabbamein Hann var aðeins fimmtán ára gamall þegar hann byrjaði í neyslu. Stuttu seinna var hann byrjaður að selja fíkniefni og handrukka þá sem ekki borguðu. Hann sveifst einskis. Það kom því flestum á óvart þegar hann sneri blaðinu algjörlega við. Það gerðist þegar móðir hans greindist með krabbamein. Ísland í dag hitti Birgi Hákon Guðlaugsson og fékk að heyra mjög svo áhugaverða sögu hans. „Maður er að missa von og drauma“ Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir og Samúel Gunnarsson hafa síðustu ár reynt að eignast barn án árangurs. Gunnhildur opnaði sig um þeirra ófrjósemisvandamál og sagði mikilvægt fyrir pör í þessari stöðu að hlúa vel að hvort öðru og vera dugleg að tala saman. Eitt af hverjum sex pörum á barneignaraldri hér á landi glímir við ófrjósemisvandamál og gagnrýndi Gunnhildur í viðtalinu litla greiðsluþátttöku íslenska ríkisins þegar kemur að tæknifrjóvgunum. Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir lýsir í viðtalinu sorginni sem fylgir ófrjósemisvandamálum og árangurslausum meðferðum.Vísir/VIlhelm Býr sig undir að sjá föðurfjölskylduna aldrei aftur Saga Nazari er ung tónlistar- og útvarpskona á X-inu 977. Hún hafði einungis verið í gagnkynhneigðum samböndum, allt þar til í fyrra, þegar hún varð ástfangin af stelpu í fyrsta sinn. Sú stelpa kom svo út sem trans-strákurinn Bjarki Steinn Pétursson stuttu seinna. Þau eru enn saman í dag og hafa aldrei verið hamingjusamari en Saga óttast þó viðbrögð föður síns sem er strangtrúaður múslimi. Saga sagði Frosta Logasyni sögu sína í Íslandi í dag. Ráðþrota gagnvart manni sem áreitir hana linnulaust í gegnum samfélagsmiðla Thelma Rún Heimisdóttir er fyrirsæta og leikkona sem býr og starfar í Japan. Í viðtali við Vísi sagði hún frá nánast linnulausri áreitni af hálfu ókunnugs manns í gegnum samfélagsmiðla sem sendir henni ítrekað skilaboð og myndir og myndbönd af kynfærum sínum. Thelma Rún segir litla hjálp að fá frá lögreglu eða samfélagsmiðlunum sjálfum og þrátt fyrir að hún „blokki“ (banni) manninn á miðlunum þá finnur hann hana alltaf leiðir til að hafa samband aftur. Hún kveðst hafa orðið óttaslegin þegar hann tók upp á því að hringja í hana.
Fréttir ársins 2019 Viðtal Mest lesið Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Lífið Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Lífið „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Lífið Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Jól Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Lífið Forsetar mættu á tilfinningaríka stund með Grindvíkingum Lífið Dætur Jóns og Friðriks Dórs stálu senunni Lífið Sigga Heimis selur slotið Lífið Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Lífið Vara við upplýsingaóreiðu um kólesteról Lífið Fleiri fréttir Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Fagnaði fjörutíu árum og gaf út textaverk Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Sigga Heimis selur slotið Nýr bóksölulisti: Kúkur, piss og prump stekkur upp um tíu sæti „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Forsetar mættu á tilfinningaríka stund með Grindvíkingum Krummar tveir fylgja hópnum uppá jökul Vara við upplýsingaóreiðu um kólesteról Bauð IceGuys upp á alvöru áskorun um helgina Bassi Maraj og raddirnar stálu senunni í Bannað að hlæja „Bara á Íslandi“ Dætur Jóns og Friðriks Dórs stálu senunni Forsetaskjall í bland við kynhlutlaust mál Stjörnulífið: IceGuys tryllingur og 26 ára amma Fór með fyrrverandi í bíó Óvænt tenging lögmanna í tveimur stærstu málum ársins Fólk hafi áhyggjur ef jólalegasta húsið í bænum er ekki skreytt Glasi grýtt í andlit Foxx á afmæli hans Bein útsending: Litlu jól Blökastsins Besta brúðkaupsmynd ársins tekin í íshelli á Íslandi Hafnar vel launuðum störfum vegna skriffíknar á háu stigi Krakkatían: Teiknimyndir, vísur og ostar Ergir kirkjuna enn á ný með fölskum Frans páfa „Ég hef ekki komið nálægt þessum manni“ Vonast til að hitta átrúnaðargoðin einn daginn Vala Kristín og Hilmir Snær eiga von á barni Gerði alla plötuna á tveimur árum í Gleðivík Sjá meira