Sameinuðu þjóðirnar álykta gegn Mjanmar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. desember 2019 10:15 Flóttamenn safnast saman við girðinguna að "einskismannslandi“ á milli landamæra Bangladess og Mjanmar. epa/NYEIN CHAN NAING Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti í gær ályktun um að fordæma mannréttindabrot Mjanmar gegn Róhingja múslimum og öðrum minnihlutahópum í Mjanmar. Í ályktuninni er Mjanmar einnig krafið um að hætta að hvetja til ofbeldis og haturs gegn Róhingjum og öðrum minnihlutahópum. Þúsundir Róhingja voru drepnir og meira en 700 þúsund flúðu til Bangladess eftir að mjanmarski herinn gerði atlögu að þjóðinni árið 2017. Stór meirihluti mjanmörsku þjóðarinnar er Búddatrúar og hafa Róhingjar, sem aðhyllast íslamstrú, lengi orðið fyrir aðkasti frá meirihlutanum. Mótmælendur fyrir framan Alþjóðadómstólinn í Haag.epa/SEM VAN DER WAL Mjanmörsk yfirvöld hafa ítrekað haldið því fram að atlagan að þjóðinni hafi verið gerð vegna hættu sem stafaði af öfgahópum Róhingja. Fyrr í þessum mánuði neitaði Aung San Suu Kyi, leiðtogi landsins, ásökunum um þjóðarmorð fyrir dómi Alþjóðadómstólsins. Mjanmörsk stjórnvöld voru kærð fyrir þjóðarmorð fyrir Alþjóðadómstólnum í byrjun nóvember síðastliðinn vegna aðfarar þeirra gegn Róhingjum. Segir ályktunina hræsni Í ályktuninni sem var samþykkt í gær lýstu Sameinuðu þjóðirnar yfir miklum áhyggjum vegna flóttamannastreymis Róhingja síðustu fjóra áratugi til Bangladess „í kjölfar grimmdarverka sem framkvæmd hafa verið af hersveitum Mjanmar.“ Stuðningsmenn Aung San Suu Kyi söfnuðust saman fyrir framan Alþjóðadómstólinn þegar hún bar vitni fyrir dómnum.epa/SEM VAN DER WAL Þá var bent á niðurstöður alþjóðlegrar sendinefndar í Mjanmar en þar kom fram að „brotið hafi verið hrottalega á mannréttindum Róhingja og annarra minnihlutahópa“ af mjanmarska hernum sem sendinefndin lýsti sem „alvarlegasta glæps sem heyrir undir alþjóðleg lög.“Sjá einnig: Stjórnvöld í Mjanmar kærð fyrir þjóðarmorð Mjanmar var beðið um að vernda alla hópa og að tryggja að réttlætinu yrði framgengt í öllum mannréttindabrotamálum. Ályktunin var samþykkt með yfirburðum en 134 af 193 löndum kusu með henni, níu gegn og 28 voru fjarverandi á fundinum. Ályktanir sem samþykktar eru á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna eru ekki lögbundnar en geta haft gríðarleg áhrif á alþjóðasamfélagið. Hau Do Suan, sendiherra Mjanmar hjá Sameinuðu þjóðunum, sagði ályktunina annað klassískt dæmi um hræsni og óréttláta beitingu á mannréttindasjónarmiðum. Þá sagði hann að ályktunin væri til þess gerð að beita Mjanmar pólitískum þrýstingu en hann bauð enga lausn á „hinni flóknu stöðu í Rakhine héraði.“ Gambía lagði fram kæruna gegn Mjanmar fyrir hönd Félags um íslamskt samstarf (e. Organization of Islamic Cooperation) í byrjun nóvember. Aung San Suu Kyi, forseti Mjanmar, kom fyrir Alþjóðadómstól Sameinuðu þjóðanna fyrr í þessum mánuði.epa/KOEN VAN WEEL Aung San Suu Kyi, forseti Mjanmar og handhafi friðarverðlauna Nóbels, sagði þegar hún kom fyrir dóminn fyrr í þessum mánuði að málið gegn Mjanmar væri rangt og segði ekki alla söguna. Hún sagði einnig að átökin í Rakhine, þar sem Róhingjar bjuggu, séu aldagömul. Þá sagði hún að átökin hafi komið til vegna skæruárása Róhingja á varðstöð yfirvalda. Hún viðurkenndi þó að mjanmarski herinn hafi kannski beitt óþarfa ofbeldi á tímum en hún sagði að ef hermenn hafi gerst sekir um stríðsglæpi yrðu þeir leiddir fyrir dóm. Ekki einn flóttamaður hefur snúið aftur heim Hundruð þúsunda Róhingja flúðu Mjanmar í kjölfar árásanna og gera enn í dag. Þann 30. september voru 915 þúsund Róhingjaflóttamenn í búðum í Bangladess og höfðu nærri 80% þeirra komið til Bangladess á milli ágúst- og desembermánaða árið 2017. Bangladess gaf það út í mars á þessu ári að landið gæti ekki tekið við fleiri flóttamönnum. Í ágúst hófst verkefni í Bangladess sem hjálpar Róhingjum að flytja aftur til Mjanmar ef þeir vilja en ekki ein manneskja hefur ákveðið að fara aftur til Mjanmar. Nú áætlar Bangladess að flytja minnst hundrað þúsund flóttamenn til Bhasan Char, lítillar eyju í Bengalflóa, en 39 hjálpar- og mannréttindasamtök hafa mótmælt hugmyndinni. Bangladess Gambía Mjanmar Róhingjar Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Róhingjar snúa ekki heim fái þeir ekki viðurkenningu Róhingjar sem hafast við í flóttamannabúðum í Cox Bazar í Bangladess neita að snúa aftur til Mjanmar fái þeir ekki viðurkenningu sem þjóðernishópur í heimalandi sínu. 29. júlí 2019 06:00 Róhingjar verða fluttir á afskekkta eyju Til standur að fyrstu flóttamenn Róhingja verði fluttir til eyjar, sem er í árósum Meghna árinnar í Bangladess, á næstu mánuðum segir utanríkisráðherra Bangladess. 19. júlí 2019 12:06 Bandaríkin banna mjanmörskum herforingjum að koma til landsins vegna mannréttindabrota Bandarísk yfirvöld hafa tilkynnt að æðsti herforingi mjanmarska hersins, þrír háttsettir herforingjar og fjölskyldur þeirra fái ekki leyfi til að koma til Bandaríkjanna. Bandaríkin hafa ásakað þá að hafa brotið mannréttindi Róhingja múslima. 17. júlí 2019 17:48 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Sjá meira
Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti í gær ályktun um að fordæma mannréttindabrot Mjanmar gegn Róhingja múslimum og öðrum minnihlutahópum í Mjanmar. Í ályktuninni er Mjanmar einnig krafið um að hætta að hvetja til ofbeldis og haturs gegn Róhingjum og öðrum minnihlutahópum. Þúsundir Róhingja voru drepnir og meira en 700 þúsund flúðu til Bangladess eftir að mjanmarski herinn gerði atlögu að þjóðinni árið 2017. Stór meirihluti mjanmörsku þjóðarinnar er Búddatrúar og hafa Róhingjar, sem aðhyllast íslamstrú, lengi orðið fyrir aðkasti frá meirihlutanum. Mótmælendur fyrir framan Alþjóðadómstólinn í Haag.epa/SEM VAN DER WAL Mjanmörsk yfirvöld hafa ítrekað haldið því fram að atlagan að þjóðinni hafi verið gerð vegna hættu sem stafaði af öfgahópum Róhingja. Fyrr í þessum mánuði neitaði Aung San Suu Kyi, leiðtogi landsins, ásökunum um þjóðarmorð fyrir dómi Alþjóðadómstólsins. Mjanmörsk stjórnvöld voru kærð fyrir þjóðarmorð fyrir Alþjóðadómstólnum í byrjun nóvember síðastliðinn vegna aðfarar þeirra gegn Róhingjum. Segir ályktunina hræsni Í ályktuninni sem var samþykkt í gær lýstu Sameinuðu þjóðirnar yfir miklum áhyggjum vegna flóttamannastreymis Róhingja síðustu fjóra áratugi til Bangladess „í kjölfar grimmdarverka sem framkvæmd hafa verið af hersveitum Mjanmar.“ Stuðningsmenn Aung San Suu Kyi söfnuðust saman fyrir framan Alþjóðadómstólinn þegar hún bar vitni fyrir dómnum.epa/SEM VAN DER WAL Þá var bent á niðurstöður alþjóðlegrar sendinefndar í Mjanmar en þar kom fram að „brotið hafi verið hrottalega á mannréttindum Róhingja og annarra minnihlutahópa“ af mjanmarska hernum sem sendinefndin lýsti sem „alvarlegasta glæps sem heyrir undir alþjóðleg lög.“Sjá einnig: Stjórnvöld í Mjanmar kærð fyrir þjóðarmorð Mjanmar var beðið um að vernda alla hópa og að tryggja að réttlætinu yrði framgengt í öllum mannréttindabrotamálum. Ályktunin var samþykkt með yfirburðum en 134 af 193 löndum kusu með henni, níu gegn og 28 voru fjarverandi á fundinum. Ályktanir sem samþykktar eru á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna eru ekki lögbundnar en geta haft gríðarleg áhrif á alþjóðasamfélagið. Hau Do Suan, sendiherra Mjanmar hjá Sameinuðu þjóðunum, sagði ályktunina annað klassískt dæmi um hræsni og óréttláta beitingu á mannréttindasjónarmiðum. Þá sagði hann að ályktunin væri til þess gerð að beita Mjanmar pólitískum þrýstingu en hann bauð enga lausn á „hinni flóknu stöðu í Rakhine héraði.“ Gambía lagði fram kæruna gegn Mjanmar fyrir hönd Félags um íslamskt samstarf (e. Organization of Islamic Cooperation) í byrjun nóvember. Aung San Suu Kyi, forseti Mjanmar, kom fyrir Alþjóðadómstól Sameinuðu þjóðanna fyrr í þessum mánuði.epa/KOEN VAN WEEL Aung San Suu Kyi, forseti Mjanmar og handhafi friðarverðlauna Nóbels, sagði þegar hún kom fyrir dóminn fyrr í þessum mánuði að málið gegn Mjanmar væri rangt og segði ekki alla söguna. Hún sagði einnig að átökin í Rakhine, þar sem Róhingjar bjuggu, séu aldagömul. Þá sagði hún að átökin hafi komið til vegna skæruárása Róhingja á varðstöð yfirvalda. Hún viðurkenndi þó að mjanmarski herinn hafi kannski beitt óþarfa ofbeldi á tímum en hún sagði að ef hermenn hafi gerst sekir um stríðsglæpi yrðu þeir leiddir fyrir dóm. Ekki einn flóttamaður hefur snúið aftur heim Hundruð þúsunda Róhingja flúðu Mjanmar í kjölfar árásanna og gera enn í dag. Þann 30. september voru 915 þúsund Róhingjaflóttamenn í búðum í Bangladess og höfðu nærri 80% þeirra komið til Bangladess á milli ágúst- og desembermánaða árið 2017. Bangladess gaf það út í mars á þessu ári að landið gæti ekki tekið við fleiri flóttamönnum. Í ágúst hófst verkefni í Bangladess sem hjálpar Róhingjum að flytja aftur til Mjanmar ef þeir vilja en ekki ein manneskja hefur ákveðið að fara aftur til Mjanmar. Nú áætlar Bangladess að flytja minnst hundrað þúsund flóttamenn til Bhasan Char, lítillar eyju í Bengalflóa, en 39 hjálpar- og mannréttindasamtök hafa mótmælt hugmyndinni.
Bangladess Gambía Mjanmar Róhingjar Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Róhingjar snúa ekki heim fái þeir ekki viðurkenningu Róhingjar sem hafast við í flóttamannabúðum í Cox Bazar í Bangladess neita að snúa aftur til Mjanmar fái þeir ekki viðurkenningu sem þjóðernishópur í heimalandi sínu. 29. júlí 2019 06:00 Róhingjar verða fluttir á afskekkta eyju Til standur að fyrstu flóttamenn Róhingja verði fluttir til eyjar, sem er í árósum Meghna árinnar í Bangladess, á næstu mánuðum segir utanríkisráðherra Bangladess. 19. júlí 2019 12:06 Bandaríkin banna mjanmörskum herforingjum að koma til landsins vegna mannréttindabrota Bandarísk yfirvöld hafa tilkynnt að æðsti herforingi mjanmarska hersins, þrír háttsettir herforingjar og fjölskyldur þeirra fái ekki leyfi til að koma til Bandaríkjanna. Bandaríkin hafa ásakað þá að hafa brotið mannréttindi Róhingja múslima. 17. júlí 2019 17:48 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Sjá meira
Róhingjar snúa ekki heim fái þeir ekki viðurkenningu Róhingjar sem hafast við í flóttamannabúðum í Cox Bazar í Bangladess neita að snúa aftur til Mjanmar fái þeir ekki viðurkenningu sem þjóðernishópur í heimalandi sínu. 29. júlí 2019 06:00
Róhingjar verða fluttir á afskekkta eyju Til standur að fyrstu flóttamenn Róhingja verði fluttir til eyjar, sem er í árósum Meghna árinnar í Bangladess, á næstu mánuðum segir utanríkisráðherra Bangladess. 19. júlí 2019 12:06
Bandaríkin banna mjanmörskum herforingjum að koma til landsins vegna mannréttindabrota Bandarísk yfirvöld hafa tilkynnt að æðsti herforingi mjanmarska hersins, þrír háttsettir herforingjar og fjölskyldur þeirra fái ekki leyfi til að koma til Bandaríkjanna. Bandaríkin hafa ásakað þá að hafa brotið mannréttindi Róhingja múslima. 17. júlí 2019 17:48