Erlent

Þýsk lög­regla skaut mann sem ógnaði þeim með sverði til bana

Atli Ísleifsson skrifar
Við húsleit á heimili mannsins fundust tvær haglabyssur, lásbogi og annað sverð.
Við húsleit á heimili mannsins fundust tvær haglabyssur, lásbogi og annað sverð. Getty

Lögreglumenn í Þýskalandi skutu karlmann sem hafði ógnað þeim með sverði til bana í Stuttgart í gær. Lögregla hafði afskipti af manninum eftir að hann hafði klesst bíl sínum með móður sína í farþegasætinu.

Í yfirlýsingu frá lögreglu segir að maðurinn, sem var 32 ára, hafi ógnað lögreglumönnum með 70 sentimetra löngu sverði. Var hann skotum með nokkrum skotum eftir að ekki hafði tekist að yfirbuga manninn með rafbyssuskotum. Hann var fluttur á sjúkrahús þar sem hann lést af sárum sínum.

Mæðginin voru fótgangandi á ferð, nokkru frá þeim stað sem bílnum hafði verið klesst, þegar til átaka kom milli mannsins og lögreglu. Móðir mannsins særðist nokkuð en ekki er vitað með hvaða hætti hún hlaut þau sár.

Við húsleit á heimili mannsins fundust tvær haglabyssur, lásbogi og annað sverð. Er haft eftir lögreglu að hann hafi átt við andleg veikindi að stríða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×