Íslenskur róðrakappi vekur heimsathygli Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. desember 2019 15:06 Róðrakapparnir velktust um í köldum sjónum. ap/Discovery Íslenski róðrakappinn Fiann Paul lauk merkisáfanga í siglingum í hópi sex manna en þeir reru yfir Drekasund á Suðurskautslandinu en það hefur aldrei áður verið gert án utanaðkomandi aðstoðar. Kapparnir kláruðu verkið á þrettán dögum en róið var allan sólarhringinn svo báturinn hvolfdist ekki í köldum sjónum. Árabáturinn sem þeir reru er um níu metrar á lengd og lár þannig að kaldur sjór gekk yfir mennina allan tímann. Lítill svefnfriður var á bátnum og þurftu mennirnir að kasta af sér í litla fötu sem þeir höfðu meðferðis. Þá skiptu þeir með sér róðravöktum, þrír menn reru í níutíu mínútur í senn á meðan hinir þrír reyndu að hvíla sig. Róðrinum lauk á jóladag og lögðu sexmenningarnir af stað frá syðsta odda Suður-Ameríku. Afrekið hefur vakið athygli á heimsvísu enda er hafsvæðið talið eitt það hættulegasta í heimi. Áhöfnin fékk nánast engan svefn í þá þrettán daga sem þeir reru.aðsend Fiann skrifar á heimasíðu sinni að hann hafi ákveðið að leggja í þessa ferð í apríl 2017 og fyrsti áhafnarmeðlimurinn var fundinn í september 2017. Áhöfnin var svo fullskipuð í apríl á þessu ári. Bandaríski jarðfræðingurinn Wayne Ranney hefur farið þessa leið á vélknúnum báti meira en fimmtíu sinnum en hann sagði í samtali við Time tímaritið að það væri með ólíkindum að þeim hafi tekist að fara þarna yfir með handafli. Þá er haft eftir Colin O‘Brady, einum sexmenninganna, að þeir séu mjög eftir sig. „Þetta var frekar svakalegt. Við misstum allir mikla líkamsþyngd og vorum með óráði sökum svefnleysis,“ sagði O‘Brady. Fiann leiddi leiðangurinn.aðsend Fiann hefur verið búsettur á Íslandi í rúman áratug og siglir hann undir íslenskum fána. Hann er einn fremsti róðrakappi heims og hefur sett mörg met. Í fyrradag skrifaði hann á vefsíðu sinni að vegna svefnleysis hafi þeir fengið ofskynjanir og þá heyri þeir helst í hundum gelta. „Ég hef oft reynt að skilja hvað veldur því að heilinn okkar velur þetta sérstaka hljóð en hef aldrei fundið vísindalega skýringu.“ Íslendingar erlendis Suðurskautslandið Mest lesið Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Innlent Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Innlent Grunaður morðingi staldraði stutt við í dómsal Innlent Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Innlent Lögregla stöðvaði 195 í Ofurskálareftirliti Innlent Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Innlent Sprungin dekk og ónýtar felgur Innlent Fékk að borða hjá hjónunum þegar hann var svangur Innlent Aðkoman vægast sagt ekki fögur Innlent Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Erlent Fleiri fréttir Fundinum lokið án árangurs Framkvæmdir á Bessastöðum kostuðu 120 milljónir Ráðuneytið biður umboðsmann Alþingis afsökunar Hálfs árs dómur yfir skólastjóra fyrir umboðssvik Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Fékk að borða hjá hjónunum þegar hann var svangur Ungir nágrannar heyrðu óvenjuleg hljóð frá heimili hjónanna Miðflokkurinn gagnrýnir að Daði Már flytji tölu Tryggja varnir Sjúkratrygginga eftir stórfelld fjársvik verkefnastjóra Sprungin dekk og ónýtar felgur Óvíst hversu langan tíma myndun meirihluta tekur Kennarar klæðast svörtu í dag Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Kennarar íhuga næstu skref og óvissa um borgarstjórnarmeirihluta Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Aðkoman vægast sagt ekki fögur Svona verða umræður um stefnuræðu Kristrúnar í kvöld Grunaður morðingi staldraði stutt við í dómsal Lögregla stöðvaði 195 í Ofurskálareftirliti Margar slæmar holur á Hellisheiði Heggur ísskúlptúra í bílskúrnum Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Býður sig fram til formanns Siðmenntar Rækta 60 tonn af íslenskum jarðarberjum Útilokar ekki frekari aðgerðir Allir þurfi að vera í verkfalli á sama tíma Höfnuðu sjúkraflugi vegna trjánna Kennaraverkföllin dæmd ólögmæt Krefja borgina um tafarlaus viðbrögð Sjá meira
Íslenski róðrakappinn Fiann Paul lauk merkisáfanga í siglingum í hópi sex manna en þeir reru yfir Drekasund á Suðurskautslandinu en það hefur aldrei áður verið gert án utanaðkomandi aðstoðar. Kapparnir kláruðu verkið á þrettán dögum en róið var allan sólarhringinn svo báturinn hvolfdist ekki í köldum sjónum. Árabáturinn sem þeir reru er um níu metrar á lengd og lár þannig að kaldur sjór gekk yfir mennina allan tímann. Lítill svefnfriður var á bátnum og þurftu mennirnir að kasta af sér í litla fötu sem þeir höfðu meðferðis. Þá skiptu þeir með sér róðravöktum, þrír menn reru í níutíu mínútur í senn á meðan hinir þrír reyndu að hvíla sig. Róðrinum lauk á jóladag og lögðu sexmenningarnir af stað frá syðsta odda Suður-Ameríku. Afrekið hefur vakið athygli á heimsvísu enda er hafsvæðið talið eitt það hættulegasta í heimi. Áhöfnin fékk nánast engan svefn í þá þrettán daga sem þeir reru.aðsend Fiann skrifar á heimasíðu sinni að hann hafi ákveðið að leggja í þessa ferð í apríl 2017 og fyrsti áhafnarmeðlimurinn var fundinn í september 2017. Áhöfnin var svo fullskipuð í apríl á þessu ári. Bandaríski jarðfræðingurinn Wayne Ranney hefur farið þessa leið á vélknúnum báti meira en fimmtíu sinnum en hann sagði í samtali við Time tímaritið að það væri með ólíkindum að þeim hafi tekist að fara þarna yfir með handafli. Þá er haft eftir Colin O‘Brady, einum sexmenninganna, að þeir séu mjög eftir sig. „Þetta var frekar svakalegt. Við misstum allir mikla líkamsþyngd og vorum með óráði sökum svefnleysis,“ sagði O‘Brady. Fiann leiddi leiðangurinn.aðsend Fiann hefur verið búsettur á Íslandi í rúman áratug og siglir hann undir íslenskum fána. Hann er einn fremsti róðrakappi heims og hefur sett mörg met. Í fyrradag skrifaði hann á vefsíðu sinni að vegna svefnleysis hafi þeir fengið ofskynjanir og þá heyri þeir helst í hundum gelta. „Ég hef oft reynt að skilja hvað veldur því að heilinn okkar velur þetta sérstaka hljóð en hef aldrei fundið vísindalega skýringu.“
Íslendingar erlendis Suðurskautslandið Mest lesið Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Innlent Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Innlent Grunaður morðingi staldraði stutt við í dómsal Innlent Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Innlent Lögregla stöðvaði 195 í Ofurskálareftirliti Innlent Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Innlent Sprungin dekk og ónýtar felgur Innlent Fékk að borða hjá hjónunum þegar hann var svangur Innlent Aðkoman vægast sagt ekki fögur Innlent Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Erlent Fleiri fréttir Fundinum lokið án árangurs Framkvæmdir á Bessastöðum kostuðu 120 milljónir Ráðuneytið biður umboðsmann Alþingis afsökunar Hálfs árs dómur yfir skólastjóra fyrir umboðssvik Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Fékk að borða hjá hjónunum þegar hann var svangur Ungir nágrannar heyrðu óvenjuleg hljóð frá heimili hjónanna Miðflokkurinn gagnrýnir að Daði Már flytji tölu Tryggja varnir Sjúkratrygginga eftir stórfelld fjársvik verkefnastjóra Sprungin dekk og ónýtar felgur Óvíst hversu langan tíma myndun meirihluta tekur Kennarar klæðast svörtu í dag Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Kennarar íhuga næstu skref og óvissa um borgarstjórnarmeirihluta Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Aðkoman vægast sagt ekki fögur Svona verða umræður um stefnuræðu Kristrúnar í kvöld Grunaður morðingi staldraði stutt við í dómsal Lögregla stöðvaði 195 í Ofurskálareftirliti Margar slæmar holur á Hellisheiði Heggur ísskúlptúra í bílskúrnum Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Býður sig fram til formanns Siðmenntar Rækta 60 tonn af íslenskum jarðarberjum Útilokar ekki frekari aðgerðir Allir þurfi að vera í verkfalli á sama tíma Höfnuðu sjúkraflugi vegna trjánna Kennaraverkföllin dæmd ólögmæt Krefja borgina um tafarlaus viðbrögð Sjá meira