Íslenski boltinn

Svipuð staða í Eyjum eins og þegar Helgi tók við Fylki

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Helgi Sigurðsson
Helgi Sigurðsson s2 sport

Helgi Sigurðsson tekst á við nýja áskorun í vor þegar hann stýrir ÍBV í Inkassodeild karla eftir að hafa verið í þrjú ár með Fylki.

ÍBV féll úr Pepsi Max deildinni síðasta sumar en markmiðið er að fara beint upp í deild þeirra bestu á ný.

„Þetta verður auðvitað vandasamt verk, en mikil áskorun og skemmtilegt verkefni framundan,“ sagði Helgi við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar 2.

„Þetta er svipað verkefni eins og þegar ég tók við Fylki á sínum tíma, þá var Fylkir nýfallinn.“

„Ég ætla mér að búa mér til sterkt lið.“

Umhverfið í Eyjum er krefjandi en Helgi er tilbúinn í það.

„Það er ekkert sem hræðir mig, ég veit hvað ég stend fyrir.“

Allt viðtalið við Helga má sjá í spilaranum í fréttinni.

Klippa: Sportpakkinn: Helgi Sigurðsson hræðist ekki pressuna í Eyjum




Fleiri fréttir

Sjá meira


×