Ull af feldfé er mjög vinsæl Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 29. desember 2019 20:15 Það færist sífellt í aukana að sauðfjárbændur rækti feldfé en ull af slíku fé er eftirsótt af prjóna- og spunakonum, einkum vega mikils gljáa og þess hve fínt togið er. Áhugi á sauðfjárrækt er alltaf að aukast, ekki síst hjá tómstundasauðfjárbændum sem eru að prófa sig áfram með ræktunina. Kjartan Benediktsson á Hvolsvelli er ekki feiminn við að prófa eitthvað nýtt en hann hefur ræktað ferhyrnt fé í mörg ár með góðum árangri og svo er hann líka að rækta feldfé. Ullina af því fé notar konan hans Kristjana Jónsdóttir, alltaf köllu Sjana, til að prjóna fallegar flíkur en hún er mikill prjónasnillingur og hefur m.a. fengið verðlaun fyrir hönnun sína. „Þessar kindur eru allar af feldfé nema þessi hérna, þessi er bara veturgömul, hún er líka með forystugen, alveg afskaplega vitur,“ segir Kjartan. Hrútur frá Kjartani, sem er af feldfé.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Kjartan er með mjög fallegan hrút, sem hann heldur mikið upp á. „Fernukollóttur kalla þeir það, hann er með ferhyrnd í sér en kemur með svona brúsk. Hann er af feldfé en ull af því fé sækjast hannyrðakonur mjög mikið í.“ Kristjana Jónsdóttir (Sjana), eiginkona Kjartans er mikil prjónakona og hefur m.a. hlotið verðlaun fyrir hönnun sína.Einkasafn Víða er farið að vinna ulla af feldfé enda mikil ánægja með það, og yfirleitt aðra ull af íslensku sauðkindinni. Það hefur sýnt sig á litasýningum sauðfjár þegar prjónakonur mæta á svæðið til að skoða ullina á fénu. En eftir hverju eru þær að sækjast? „Að hún sé þétt, glansandi og svona jafn litur á henni, liturinn skiptir líka máli þannig að það er svona hreyfingin í honum og gleðji augað,“ segir Hulda Brynjólfsdóttir handverkskona og ullarsérfræðingur. Kjartan hefur gaman af því að rækta ferhyrnd fé, hér er fallegur mórauður hrútur frá honum, sem heitir Vafurlogi og er með glæsileg horn.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Dýr Landbúnaður Rangárþing eystra Prjónaskapur Handverk Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Það færist sífellt í aukana að sauðfjárbændur rækti feldfé en ull af slíku fé er eftirsótt af prjóna- og spunakonum, einkum vega mikils gljáa og þess hve fínt togið er. Áhugi á sauðfjárrækt er alltaf að aukast, ekki síst hjá tómstundasauðfjárbændum sem eru að prófa sig áfram með ræktunina. Kjartan Benediktsson á Hvolsvelli er ekki feiminn við að prófa eitthvað nýtt en hann hefur ræktað ferhyrnt fé í mörg ár með góðum árangri og svo er hann líka að rækta feldfé. Ullina af því fé notar konan hans Kristjana Jónsdóttir, alltaf köllu Sjana, til að prjóna fallegar flíkur en hún er mikill prjónasnillingur og hefur m.a. fengið verðlaun fyrir hönnun sína. „Þessar kindur eru allar af feldfé nema þessi hérna, þessi er bara veturgömul, hún er líka með forystugen, alveg afskaplega vitur,“ segir Kjartan. Hrútur frá Kjartani, sem er af feldfé.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Kjartan er með mjög fallegan hrút, sem hann heldur mikið upp á. „Fernukollóttur kalla þeir það, hann er með ferhyrnd í sér en kemur með svona brúsk. Hann er af feldfé en ull af því fé sækjast hannyrðakonur mjög mikið í.“ Kristjana Jónsdóttir (Sjana), eiginkona Kjartans er mikil prjónakona og hefur m.a. hlotið verðlaun fyrir hönnun sína.Einkasafn Víða er farið að vinna ulla af feldfé enda mikil ánægja með það, og yfirleitt aðra ull af íslensku sauðkindinni. Það hefur sýnt sig á litasýningum sauðfjár þegar prjónakonur mæta á svæðið til að skoða ullina á fénu. En eftir hverju eru þær að sækjast? „Að hún sé þétt, glansandi og svona jafn litur á henni, liturinn skiptir líka máli þannig að það er svona hreyfingin í honum og gleðji augað,“ segir Hulda Brynjólfsdóttir handverkskona og ullarsérfræðingur. Kjartan hefur gaman af því að rækta ferhyrnd fé, hér er fallegur mórauður hrútur frá honum, sem heitir Vafurlogi og er með glæsileg horn.Magnús Hlynur Hreiðarsson.
Dýr Landbúnaður Rangárþing eystra Prjónaskapur Handverk Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira