Ull af feldfé er mjög vinsæl Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 29. desember 2019 20:15 Það færist sífellt í aukana að sauðfjárbændur rækti feldfé en ull af slíku fé er eftirsótt af prjóna- og spunakonum, einkum vega mikils gljáa og þess hve fínt togið er. Áhugi á sauðfjárrækt er alltaf að aukast, ekki síst hjá tómstundasauðfjárbændum sem eru að prófa sig áfram með ræktunina. Kjartan Benediktsson á Hvolsvelli er ekki feiminn við að prófa eitthvað nýtt en hann hefur ræktað ferhyrnt fé í mörg ár með góðum árangri og svo er hann líka að rækta feldfé. Ullina af því fé notar konan hans Kristjana Jónsdóttir, alltaf köllu Sjana, til að prjóna fallegar flíkur en hún er mikill prjónasnillingur og hefur m.a. fengið verðlaun fyrir hönnun sína. „Þessar kindur eru allar af feldfé nema þessi hérna, þessi er bara veturgömul, hún er líka með forystugen, alveg afskaplega vitur,“ segir Kjartan. Hrútur frá Kjartani, sem er af feldfé.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Kjartan er með mjög fallegan hrút, sem hann heldur mikið upp á. „Fernukollóttur kalla þeir það, hann er með ferhyrnd í sér en kemur með svona brúsk. Hann er af feldfé en ull af því fé sækjast hannyrðakonur mjög mikið í.“ Kristjana Jónsdóttir (Sjana), eiginkona Kjartans er mikil prjónakona og hefur m.a. hlotið verðlaun fyrir hönnun sína.Einkasafn Víða er farið að vinna ulla af feldfé enda mikil ánægja með það, og yfirleitt aðra ull af íslensku sauðkindinni. Það hefur sýnt sig á litasýningum sauðfjár þegar prjónakonur mæta á svæðið til að skoða ullina á fénu. En eftir hverju eru þær að sækjast? „Að hún sé þétt, glansandi og svona jafn litur á henni, liturinn skiptir líka máli þannig að það er svona hreyfingin í honum og gleðji augað,“ segir Hulda Brynjólfsdóttir handverkskona og ullarsérfræðingur. Kjartan hefur gaman af því að rækta ferhyrnd fé, hér er fallegur mórauður hrútur frá honum, sem heitir Vafurlogi og er með glæsileg horn.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Dýr Landbúnaður Rangárþing eystra Prjónaskapur Handverk Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Sjá meira
Það færist sífellt í aukana að sauðfjárbændur rækti feldfé en ull af slíku fé er eftirsótt af prjóna- og spunakonum, einkum vega mikils gljáa og þess hve fínt togið er. Áhugi á sauðfjárrækt er alltaf að aukast, ekki síst hjá tómstundasauðfjárbændum sem eru að prófa sig áfram með ræktunina. Kjartan Benediktsson á Hvolsvelli er ekki feiminn við að prófa eitthvað nýtt en hann hefur ræktað ferhyrnt fé í mörg ár með góðum árangri og svo er hann líka að rækta feldfé. Ullina af því fé notar konan hans Kristjana Jónsdóttir, alltaf köllu Sjana, til að prjóna fallegar flíkur en hún er mikill prjónasnillingur og hefur m.a. fengið verðlaun fyrir hönnun sína. „Þessar kindur eru allar af feldfé nema þessi hérna, þessi er bara veturgömul, hún er líka með forystugen, alveg afskaplega vitur,“ segir Kjartan. Hrútur frá Kjartani, sem er af feldfé.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Kjartan er með mjög fallegan hrút, sem hann heldur mikið upp á. „Fernukollóttur kalla þeir það, hann er með ferhyrnd í sér en kemur með svona brúsk. Hann er af feldfé en ull af því fé sækjast hannyrðakonur mjög mikið í.“ Kristjana Jónsdóttir (Sjana), eiginkona Kjartans er mikil prjónakona og hefur m.a. hlotið verðlaun fyrir hönnun sína.Einkasafn Víða er farið að vinna ulla af feldfé enda mikil ánægja með það, og yfirleitt aðra ull af íslensku sauðkindinni. Það hefur sýnt sig á litasýningum sauðfjár þegar prjónakonur mæta á svæðið til að skoða ullina á fénu. En eftir hverju eru þær að sækjast? „Að hún sé þétt, glansandi og svona jafn litur á henni, liturinn skiptir líka máli þannig að það er svona hreyfingin í honum og gleðji augað,“ segir Hulda Brynjólfsdóttir handverkskona og ullarsérfræðingur. Kjartan hefur gaman af því að rækta ferhyrnd fé, hér er fallegur mórauður hrútur frá honum, sem heitir Vafurlogi og er með glæsileg horn.Magnús Hlynur Hreiðarsson.
Dýr Landbúnaður Rangárþing eystra Prjónaskapur Handverk Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Sjá meira