Fyrsti tyrkneski bíllinn kynntur og það er rafbíll Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 30. desember 2019 07:00 TOGG verður fyrsti fullkomlega tyrkneski bílaframleiðandinn. Vísir/Getty Tyrkland er ekki þekkt fyrir framleiðslu bíla. Nú hefur breyting orðið á. TOGG, Türkiye'nin Otomobili Grişim Grubu er fyrsti tyrkenski bíllinn. Hann var frumsýndur á viðburði í Tyrklandi á dögunum, meðal gesta var forseti Tyrklands Tayyip Erdoğan. Rafjeppinn C-SUV, er væntanlegur á markað árið 2022, hann á að vera 100% rafdrifinn og toga duglega. Hugverkarétturinn sem hönnun rafhlaðnanna byggir á er að fullu í eigu tyrkneska ríkisins. Innra rými í TOGG bílnum sem frumsýndur var á þriðja í jólum.Vísir/Getty Tvær útgáfur af rafhlöðupökkum verða í boði, annar á að komast 300 km á hleðslunni en stærri pakkinn á að skila 480 km á hleðslunni. TOGG ætlar að bjóða átta ára ábyrgð á rafhlöðum. Rafjeppinn verður í boði fjórhjóladrifinn. TOGG hefur unnið með Pininfarina við hönnun bílsins sem hlýtur að boða gott. Pininfarina er hönnunarstofa sem hefur unnið með Ferrari, BMW og Maserrati til að nefna nokkur dæmi. Pininfarina hannaði meðal annarra goðsagnakenndra bíla hinn sígilda Ferrari TestarossaVísir/Getty Ætlunin er að hanna bíl sem heillar neytendur, með fágaðri hönnun og gæðum. Eins er bílnum ætlað að komast úr sporunum. Rafjeppinn á að komast upp í 100 km/klst úr kyrrstöðu á 4,8 sekúndum. Þá á C-SUV að vera búinn allri nýjustu tækni þegar kemur að aðstoð við ökumann og sjálfkeyrslu eiginleikum. Bílar Tyrkland Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent
Tyrkland er ekki þekkt fyrir framleiðslu bíla. Nú hefur breyting orðið á. TOGG, Türkiye'nin Otomobili Grişim Grubu er fyrsti tyrkenski bíllinn. Hann var frumsýndur á viðburði í Tyrklandi á dögunum, meðal gesta var forseti Tyrklands Tayyip Erdoğan. Rafjeppinn C-SUV, er væntanlegur á markað árið 2022, hann á að vera 100% rafdrifinn og toga duglega. Hugverkarétturinn sem hönnun rafhlaðnanna byggir á er að fullu í eigu tyrkneska ríkisins. Innra rými í TOGG bílnum sem frumsýndur var á þriðja í jólum.Vísir/Getty Tvær útgáfur af rafhlöðupökkum verða í boði, annar á að komast 300 km á hleðslunni en stærri pakkinn á að skila 480 km á hleðslunni. TOGG ætlar að bjóða átta ára ábyrgð á rafhlöðum. Rafjeppinn verður í boði fjórhjóladrifinn. TOGG hefur unnið með Pininfarina við hönnun bílsins sem hlýtur að boða gott. Pininfarina er hönnunarstofa sem hefur unnið með Ferrari, BMW og Maserrati til að nefna nokkur dæmi. Pininfarina hannaði meðal annarra goðsagnakenndra bíla hinn sígilda Ferrari TestarossaVísir/Getty Ætlunin er að hanna bíl sem heillar neytendur, með fágaðri hönnun og gæðum. Eins er bílnum ætlað að komast úr sporunum. Rafjeppinn á að komast upp í 100 km/klst úr kyrrstöðu á 4,8 sekúndum. Þá á C-SUV að vera búinn allri nýjustu tækni þegar kemur að aðstoð við ökumann og sjálfkeyrslu eiginleikum.
Bílar Tyrkland Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent