Beið eftir aðstoð í miðju viðtali: „Ef þeir eru að hlusta þá mega þeir drífa sig“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. desember 2019 10:55 Björgunarsveitir eru reiðubúnar víða um land. Vísir/Vilhelm Björgunarsveitarmenn á Siglufirði eru klárir í slaginn verði þeir kallaðir í útkall vegna veðurofsans sem nú fer yfir landið. Þeir hafa nú þegar farið í eitt útkall, til þess að koma félaga þeirra í björgunarsveitinni til aðstoðar er bíll hans rann út af veginum fyrr í morgun. Rætt var við Jón Hrólf Baldursson, rakara og björgunarsveitarmann á Siglufirði í Bítinu á morgun um stöðu mála á Siglufirði. Í miðju viðtali kom í ljós að hann var utan vegar rétt fyrir utan bæinn, að bíða eftir félögum sínum í björgunarsveitinni Strákum til þess að aðstoða sig.Veðurvaktin: Aftakaveður gengur yfir landið „Ég er annars að bíða eftir strákunum núna. Ef þeir eru að hlusta þá mega þeir drífa sig. Ég fauk út af“ sagði Jón Hrólfur hlæjandi í samtali við Bítið í morgun.Faukstu út af?„Ég rann út af hérna. Var á leiðinni með hundana að hlaupa og ég rann út af og kemst ekki upp á veginn aftur.“Þú ert fastur?„Já, það er mest að gera hjá þeim að hjálpa mér held ég,“ sagði Jón Hrólfur léttur í bragði og átti þar við félaga sína í björgunarsveitinni. Í miðju viðtali mátti svo heyra bílflaut og voru þá félagar hans í Strákum komnir til að aðstoða Jón Hrólf en hlusta má á viðtalið hér fyrir neðan. „Rosalega blautt“ Magnús Magnússon, formaður björgunarsveitarinnar Stráka, segir í samtali við Vísi að vel hafi gengið að koma Jóni Hrólfi aftur upp á veginn og ekkert tjón varð.„Hann flaut upp og rann út af,“ segir Magnús en hann segir að mjög blautt sé í veðri á Siglufirði þessa stundina.„Það er rosalega blautt. Það er farið að hvessa. Krapi á veginum og rok,“ segir hann um veðrið.Magnús og tveir aðrir björgunarsveitarmenn verða til taks á Siglufirði í dag auk þess sem að fleiri eru reiðubúnir að svara kallinu verði nauðsyn á því. Hann reiknar ekki með öðru en að veðri versni eftir því sem á líður á daginn.„Ég held að það eigi bara eftir að auka vindinn og það verður mjög hvasst.“ Björgunarsveitir Fjallabyggð Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Tengdar fréttir Björgunarsveitir bíða átekta Staðan á björgunarsveitunum nú í morgunsárið er nokkuð góð, að sögn Davíðs Más Björgvinssonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar. 10. desember 2019 08:15 Óveðurspárnar lítið sem ekkert breyst Landsmenn búa sig nú undir aftakaveður sem ganga á yfir landiðí dag. 10. desember 2019 07:15 Bylgjurnar muni skella á Seltjarnarnesi Veðurofsi dagsins nær hámarki á suðvesturhorninu snemma í kvöld, milli klukkan 18 og 21. 10. desember 2019 09:12 Veðurvaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Ljóst er að óveðrið mun hafa mikil áhrif á samgöngur, skólahald, atvinnulíf og daglegt líf Íslendinga og mun Vísir flytja fréttir af óveðrinu í allan dag. 10. desember 2019 07:15 Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Fleiri fréttir Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Sjá meira
Björgunarsveitarmenn á Siglufirði eru klárir í slaginn verði þeir kallaðir í útkall vegna veðurofsans sem nú fer yfir landið. Þeir hafa nú þegar farið í eitt útkall, til þess að koma félaga þeirra í björgunarsveitinni til aðstoðar er bíll hans rann út af veginum fyrr í morgun. Rætt var við Jón Hrólf Baldursson, rakara og björgunarsveitarmann á Siglufirði í Bítinu á morgun um stöðu mála á Siglufirði. Í miðju viðtali kom í ljós að hann var utan vegar rétt fyrir utan bæinn, að bíða eftir félögum sínum í björgunarsveitinni Strákum til þess að aðstoða sig.Veðurvaktin: Aftakaveður gengur yfir landið „Ég er annars að bíða eftir strákunum núna. Ef þeir eru að hlusta þá mega þeir drífa sig. Ég fauk út af“ sagði Jón Hrólfur hlæjandi í samtali við Bítið í morgun.Faukstu út af?„Ég rann út af hérna. Var á leiðinni með hundana að hlaupa og ég rann út af og kemst ekki upp á veginn aftur.“Þú ert fastur?„Já, það er mest að gera hjá þeim að hjálpa mér held ég,“ sagði Jón Hrólfur léttur í bragði og átti þar við félaga sína í björgunarsveitinni. Í miðju viðtali mátti svo heyra bílflaut og voru þá félagar hans í Strákum komnir til að aðstoða Jón Hrólf en hlusta má á viðtalið hér fyrir neðan. „Rosalega blautt“ Magnús Magnússon, formaður björgunarsveitarinnar Stráka, segir í samtali við Vísi að vel hafi gengið að koma Jóni Hrólfi aftur upp á veginn og ekkert tjón varð.„Hann flaut upp og rann út af,“ segir Magnús en hann segir að mjög blautt sé í veðri á Siglufirði þessa stundina.„Það er rosalega blautt. Það er farið að hvessa. Krapi á veginum og rok,“ segir hann um veðrið.Magnús og tveir aðrir björgunarsveitarmenn verða til taks á Siglufirði í dag auk þess sem að fleiri eru reiðubúnir að svara kallinu verði nauðsyn á því. Hann reiknar ekki með öðru en að veðri versni eftir því sem á líður á daginn.„Ég held að það eigi bara eftir að auka vindinn og það verður mjög hvasst.“
Björgunarsveitir Fjallabyggð Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Tengdar fréttir Björgunarsveitir bíða átekta Staðan á björgunarsveitunum nú í morgunsárið er nokkuð góð, að sögn Davíðs Más Björgvinssonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar. 10. desember 2019 08:15 Óveðurspárnar lítið sem ekkert breyst Landsmenn búa sig nú undir aftakaveður sem ganga á yfir landiðí dag. 10. desember 2019 07:15 Bylgjurnar muni skella á Seltjarnarnesi Veðurofsi dagsins nær hámarki á suðvesturhorninu snemma í kvöld, milli klukkan 18 og 21. 10. desember 2019 09:12 Veðurvaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Ljóst er að óveðrið mun hafa mikil áhrif á samgöngur, skólahald, atvinnulíf og daglegt líf Íslendinga og mun Vísir flytja fréttir af óveðrinu í allan dag. 10. desember 2019 07:15 Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Fleiri fréttir Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Sjá meira
Björgunarsveitir bíða átekta Staðan á björgunarsveitunum nú í morgunsárið er nokkuð góð, að sögn Davíðs Más Björgvinssonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar. 10. desember 2019 08:15
Óveðurspárnar lítið sem ekkert breyst Landsmenn búa sig nú undir aftakaveður sem ganga á yfir landiðí dag. 10. desember 2019 07:15
Bylgjurnar muni skella á Seltjarnarnesi Veðurofsi dagsins nær hámarki á suðvesturhorninu snemma í kvöld, milli klukkan 18 og 21. 10. desember 2019 09:12
Veðurvaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Ljóst er að óveðrið mun hafa mikil áhrif á samgöngur, skólahald, atvinnulíf og daglegt líf Íslendinga og mun Vísir flytja fréttir af óveðrinu í allan dag. 10. desember 2019 07:15