Fótbolti

Guðjón kemur til greina sem næsti þjálfari Færeyja

Anton Ingi Leifsson skrifar
Guðjón Þórðarson hefur þjálfað íslenska landsliðið sem og önnur félög eins og Stoke og ÍA.
Guðjón Þórðarson hefur þjálfað íslenska landsliðið sem og önnur félög eins og Stoke og ÍA. vísir/daníel

Fótbolti.net greinir frá því í dag að Guðjón Þórðarson komi til greina sem næsti þjálfari færeyska landsliðsins í knattspyrnu.

Guðjón á að hafa fundað með færeyska sambandinu sem leitar nú að þjálfara eftir að samningurinn við Lars Olsen rann út í síðasta mánuði.

Ef marka má viðtal við formanns knattspyrnusambands Færeyja, Christian Andreasen, höfðu margir áhuga á starfinu en nú séu innan við fimm þjálfarar eftir á blaðinu.







Guðjón þjálfaði í Færeyjum á þessu ári en hann þjálfaði lið NSÍ. Hann endaði í 3. sæti deildarinnar en hætti með liðið eftir leiktíðina.

Taki Guðjón við færeyska landsliðinu verður það ekki fyrsta landsliðið sem hann þjálfar því hann stýrði íslenska landsliðinu frá 1997 til 1999.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×