Sex lík hafa fundist úr lofti Samúel Karl Ólason skrifar 10. desember 2019 13:33 47 voru á eða við eyjuna þegar eldgosið hófst nánast fyrirvaralaust og jós eldfjallið heitri gufu, ösku og grjóti í allar áttir. EPA/ARHT Sex eru látnir eftir eldgos á eyju við Nýja-Sjáland í gærnótt. Einn lést vegna brunasára í nótt og eru 31 á sjúkrahúsi. Þar af eru einhverjir alvarlega særðir. Átta til viðbótar er þó enn saknað og er talið að þau séu öll látin. Mögulegt er að starfsmenn ferðaþjónustufyrirtækja sem fluttu fólk út í Hvítu eyjuna svokölluðu, eða Whakaari, verði ákærð fyrir manndráp. Lögreglan tilkynnti í nótt að glæparannsókn yrði hafin en dró það til baka. 47 voru á eða við eyjuna þegar eldgosið hófst nánast fyrirvaralaust og jós eldfjallið heitri gufu, ösku og grjóti í allar áttir. Vitað er, samkvæmt New Zealand Herald, að 24 voru frá Ástralíu, níu frá Bandaríkjunum, fimm frá Nýja-Sjálandi, fjórir frá Þýskalandi, tveir frá Kína og einn frá Malasíu. Af þessum 47 komu 38 til eyjunnar með skemmtiferðaskipinu Ovation of the Seas.Einhverjir virðast hafa farið til eyjunnar með þyrlu, sem er þar enn. Enn er of hættulegt fyrir björgunaraðila að fara á land en eftirlitsflug vísar til þess að enginn sé lifandi þar. Samkvæmt TVNZ hafa sex lík fundist úr lofti en enn er leitað að tveimur til viðbótar. Þrátt fyrir það hefur þeim ekki verið bætt við staðfesta tölu látinna.Eyjan öll er hulin ösku og eiturgufum. ABC News í Ástralíu ræddu við sérfræðing um Whakaari og eldgosið. Einn leiðsögumaður hefur verið hylltur sem hetja eftir að hann sneri aftur til eyjunnar eftir að eldgosið hófst og bjargaði þaðan um tuttugu manns. Yfirmaður leiðsögumannsins ræddi við TVNZ og frá því hvernig leiðsögumaðurinn, sem heitir Paul Kingi, sagði honum frá atvikinu.Kingi fór á slöngubát til eyjunnar og að eldfjallinu og fylgdi fólki aftur um borð í bátinn. Að endingu var Kingi orðinn áhyggjusamur um eigið öryggi, og þá sérstaklega vegna þess hve erfitt var orðið að anda á eyjunni, þegar hann sá einn mann til viðbótar. Sá lá undir nokkurra sentímetra þykkri ösku en Kingi tókst að sækja hann og koma honum um borð í bátinn. Flugmenn fjögurra björgunarþyrla hafa sömuleiðis verið hylltir sem hetjur en þeim tókst að bjarga fólki úr lofti, þrátt fyrir gífurlega erfiðar aðstæður. Einn þeirra ræddi við fjölmiðla og sagði aðstæður hafa verið í líkindum við það sem hann sá í Chernobyl þáttum HBO. Allt hafi verið þakið ösku. Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Manntjón eftir eldgos á vinsælli ferðamannaeyju Ferðamenn sáust ganga við gíg fjallsins rétt áður en gosið hófst. 9. desember 2019 06:25 Fimm látnir og fleiri saknað eftir eldgosið á Nýja-Sjálandi Þegar hefur tuttugu og þremur verið bjargað af eyjunni en hinir látnu eru á meðal þeirra. 9. desember 2019 10:13 Búast ekki við að nokkur hafi lifað af á eyjunni Talið er að allt að 50 manns hafi verið á eyjunni þegar eldgos hófst þar í nótt. 27 var bjargað þaðan og því þykir líklegt að allt að 27 séu látnir, til viðbótar við þá fimm sem búið er að staðfesta að hafi dáið. 9. desember 2019 14:59 Mest lesið Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Fleiri fréttir Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Sjá meira
Sex eru látnir eftir eldgos á eyju við Nýja-Sjáland í gærnótt. Einn lést vegna brunasára í nótt og eru 31 á sjúkrahúsi. Þar af eru einhverjir alvarlega særðir. Átta til viðbótar er þó enn saknað og er talið að þau séu öll látin. Mögulegt er að starfsmenn ferðaþjónustufyrirtækja sem fluttu fólk út í Hvítu eyjuna svokölluðu, eða Whakaari, verði ákærð fyrir manndráp. Lögreglan tilkynnti í nótt að glæparannsókn yrði hafin en dró það til baka. 47 voru á eða við eyjuna þegar eldgosið hófst nánast fyrirvaralaust og jós eldfjallið heitri gufu, ösku og grjóti í allar áttir. Vitað er, samkvæmt New Zealand Herald, að 24 voru frá Ástralíu, níu frá Bandaríkjunum, fimm frá Nýja-Sjálandi, fjórir frá Þýskalandi, tveir frá Kína og einn frá Malasíu. Af þessum 47 komu 38 til eyjunnar með skemmtiferðaskipinu Ovation of the Seas.Einhverjir virðast hafa farið til eyjunnar með þyrlu, sem er þar enn. Enn er of hættulegt fyrir björgunaraðila að fara á land en eftirlitsflug vísar til þess að enginn sé lifandi þar. Samkvæmt TVNZ hafa sex lík fundist úr lofti en enn er leitað að tveimur til viðbótar. Þrátt fyrir það hefur þeim ekki verið bætt við staðfesta tölu látinna.Eyjan öll er hulin ösku og eiturgufum. ABC News í Ástralíu ræddu við sérfræðing um Whakaari og eldgosið. Einn leiðsögumaður hefur verið hylltur sem hetja eftir að hann sneri aftur til eyjunnar eftir að eldgosið hófst og bjargaði þaðan um tuttugu manns. Yfirmaður leiðsögumannsins ræddi við TVNZ og frá því hvernig leiðsögumaðurinn, sem heitir Paul Kingi, sagði honum frá atvikinu.Kingi fór á slöngubát til eyjunnar og að eldfjallinu og fylgdi fólki aftur um borð í bátinn. Að endingu var Kingi orðinn áhyggjusamur um eigið öryggi, og þá sérstaklega vegna þess hve erfitt var orðið að anda á eyjunni, þegar hann sá einn mann til viðbótar. Sá lá undir nokkurra sentímetra þykkri ösku en Kingi tókst að sækja hann og koma honum um borð í bátinn. Flugmenn fjögurra björgunarþyrla hafa sömuleiðis verið hylltir sem hetjur en þeim tókst að bjarga fólki úr lofti, þrátt fyrir gífurlega erfiðar aðstæður. Einn þeirra ræddi við fjölmiðla og sagði aðstæður hafa verið í líkindum við það sem hann sá í Chernobyl þáttum HBO. Allt hafi verið þakið ösku.
Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Manntjón eftir eldgos á vinsælli ferðamannaeyju Ferðamenn sáust ganga við gíg fjallsins rétt áður en gosið hófst. 9. desember 2019 06:25 Fimm látnir og fleiri saknað eftir eldgosið á Nýja-Sjálandi Þegar hefur tuttugu og þremur verið bjargað af eyjunni en hinir látnu eru á meðal þeirra. 9. desember 2019 10:13 Búast ekki við að nokkur hafi lifað af á eyjunni Talið er að allt að 50 manns hafi verið á eyjunni þegar eldgos hófst þar í nótt. 27 var bjargað þaðan og því þykir líklegt að allt að 27 séu látnir, til viðbótar við þá fimm sem búið er að staðfesta að hafi dáið. 9. desember 2019 14:59 Mest lesið Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Fleiri fréttir Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Sjá meira
Manntjón eftir eldgos á vinsælli ferðamannaeyju Ferðamenn sáust ganga við gíg fjallsins rétt áður en gosið hófst. 9. desember 2019 06:25
Fimm látnir og fleiri saknað eftir eldgosið á Nýja-Sjálandi Þegar hefur tuttugu og þremur verið bjargað af eyjunni en hinir látnu eru á meðal þeirra. 9. desember 2019 10:13
Búast ekki við að nokkur hafi lifað af á eyjunni Talið er að allt að 50 manns hafi verið á eyjunni þegar eldgos hófst þar í nótt. 27 var bjargað þaðan og því þykir líklegt að allt að 27 séu látnir, til viðbótar við þá fimm sem búið er að staðfesta að hafi dáið. 9. desember 2019 14:59