Enn ekkert spurst til flugvélarinnar Samúel Karl Ólason skrifar 10. desember 2019 15:40 Ættingjar þeirra sem voru um borð í flugvélinni hafa verið kallaðir til herstöðvar flughersins í Santiago. AP/Luis Hidalgo Enn hafa engar borist af Hercules-flugvél frá Chile sem hvarf á leiðinni til Suðurlandsskautsins í gærkvöldi. 38 voru um borð í flugvélinni en gert er ráð fyrir að hún hafi hrapað. Fjögur skip og tíu flugvélar eru notaðar til leitarinnar og hafa yfirvöld Úrúgvæ og Argentínu einnig sent flugvélar til aðstoðar. Í tilkynningu frá flughernum segir að vélin, sem er af Hercules gerð, hafi lagt af stað frá flugvellinum í Punta Arenas rétt fyrir klukkan átta í gærkvöldi að íslenskum tíma og um klukkustund síðar hafi samband rofnað við flugvélina. Þá hafði henni verið flogið rúmlega helming leiðarinnar. Fyrstu eftirlitsflug yfir svæðið þar sem sambandið slitnaði skilaði engum árangri, þar sem engin ummerki sáust um flugvélina. Veður hefur verið gott á svæðinu. Þá var nægt eldsneyti um borð í flugvélinni og er verið að leita á hringlaga svæði sem er með 60 sjómílna radíus frá staðnum þar sem sambandi slitnaði. Um borð í flugvélinni voru þrír hermenn, tveir verktakar sem voru að fara til vinnu á herstöð Chile á Suðurskautinu, einn háskólanemi og aðrir um borð voru í flugher Chile. Um er að ræða 21 farþega og 17 í áhöfn. Chile stjórnar rúmlega 1.2 milljónum ferkílómetrum á Suðurskautinu og rekur þar níu herstöðvar. Gráfica que complementa Comunicado de Prensa #FACh pic.twitter.com/Elcbaudk48— Fuerza Aérea de Chile (@FACh_Chile) December 10, 2019 Chile Tengdar fréttir 38 saknað eftir að herflugvél hvarf af ratsjám Herflugvél frá Chile hvarf í nótt með þrjátíu og átta manns innanborðs þegar vélin var á leið til Suðurskautslandsins. Sautján voru í áhöfn vélarinnar og tuttugu og einn farþegi. 10. desember 2019 08:08 Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Sjá meira
Enn hafa engar borist af Hercules-flugvél frá Chile sem hvarf á leiðinni til Suðurlandsskautsins í gærkvöldi. 38 voru um borð í flugvélinni en gert er ráð fyrir að hún hafi hrapað. Fjögur skip og tíu flugvélar eru notaðar til leitarinnar og hafa yfirvöld Úrúgvæ og Argentínu einnig sent flugvélar til aðstoðar. Í tilkynningu frá flughernum segir að vélin, sem er af Hercules gerð, hafi lagt af stað frá flugvellinum í Punta Arenas rétt fyrir klukkan átta í gærkvöldi að íslenskum tíma og um klukkustund síðar hafi samband rofnað við flugvélina. Þá hafði henni verið flogið rúmlega helming leiðarinnar. Fyrstu eftirlitsflug yfir svæðið þar sem sambandið slitnaði skilaði engum árangri, þar sem engin ummerki sáust um flugvélina. Veður hefur verið gott á svæðinu. Þá var nægt eldsneyti um borð í flugvélinni og er verið að leita á hringlaga svæði sem er með 60 sjómílna radíus frá staðnum þar sem sambandi slitnaði. Um borð í flugvélinni voru þrír hermenn, tveir verktakar sem voru að fara til vinnu á herstöð Chile á Suðurskautinu, einn háskólanemi og aðrir um borð voru í flugher Chile. Um er að ræða 21 farþega og 17 í áhöfn. Chile stjórnar rúmlega 1.2 milljónum ferkílómetrum á Suðurskautinu og rekur þar níu herstöðvar. Gráfica que complementa Comunicado de Prensa #FACh pic.twitter.com/Elcbaudk48— Fuerza Aérea de Chile (@FACh_Chile) December 10, 2019
Chile Tengdar fréttir 38 saknað eftir að herflugvél hvarf af ratsjám Herflugvél frá Chile hvarf í nótt með þrjátíu og átta manns innanborðs þegar vélin var á leið til Suðurskautslandsins. Sautján voru í áhöfn vélarinnar og tuttugu og einn farþegi. 10. desember 2019 08:08 Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Sjá meira
38 saknað eftir að herflugvél hvarf af ratsjám Herflugvél frá Chile hvarf í nótt með þrjátíu og átta manns innanborðs þegar vélin var á leið til Suðurskautslandsins. Sautján voru í áhöfn vélarinnar og tuttugu og einn farþegi. 10. desember 2019 08:08