Jarðhæringar á Hvítu eyju Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. desember 2019 03:44 Hvíta Eyja gaus á mánudag og eru minnst sex látnir. epa/ AUCKLAND RESCUE HELICOPTER TRUST Jarðhræringar eru að aukast að nýju á Hvítueyju á Nýja Sjálandi og hafa þær hægt á aðgerðum viðbragðsaðila á eyjunni. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Fjallið, sem er einnig þekkt sem Whakaari, gaus á mánudag þegar tugir ferðamanna voru á eyjunni. Staðfest hefur verið að sex manns hafi látist, átta er enn saknað og er talið að þau séu öll látin. Enn eru tuttugu og fimm á sjúkrahúsi með alvarlegra áverka. Yfirvöld vonuðust til þess að hægt væri að endurheimta lík þeirra sem talin eru látin á eyjunni á miðvikudag. „Ég hef rætt við marga þeirra sem taka þátt í aðgerðunum og þeir bíða óþreyjufullir eftir að komast aftur á eyjuna, þeir vilja flytja ástvini fólks aftur heim,“ sagði Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja Sjálands, í samtali við fréttamenn. Lögregluyfirvöld segja þó að jarðhræringar á svæðinu geri viðbragðsaðilum það ókleift að fara aftur á eyjuna. „Síðan um klukkan fjögur í morgun hafa jarðhræringar færst verulega í aukana á eyjunni,“ sagði jarðfræðimiðstöðin GeoNet í tilkynningu á miðvikudagsmorgunn. „Aðstæður eru ótraustar á eyjunni. Enn er líklegt að eyjan gjósi aftur næsta sólarhringinn.“ Lögreglumálaráðherrann Stuart Nash sagði að einnig væru eitraðar gufur á eyjunni sem kæmu frá gígnum og að eyjan væri sveipuð sýrumikilli ösku. Engin ummerki hafa sést um líf á eyjunni í eftirlitsflugum og yfirvöld telja að enginn þeirra átta sem urðu eftir á eyjunni sé á lífi. Minnst fjörutíu og sjö ferðamenn frá öllum heims hornum voru á Hvítu eyju þegar hún gaus. Lögreglan hefur einnig greint frá því að af þeim þrjátíu sem slösuðust séu tuttugu og fimm enn í lífshættu. Hinir fimm sem særðust eru illa særðir en ekki lengur í lífshættu. Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Manntjón eftir eldgos á vinsælli ferðamannaeyju Ferðamenn sáust ganga við gíg fjallsins rétt áður en gosið hófst. 9. desember 2019 06:25 Átta saknað og aðstandendur segja óvissuna versta Átta er enn saknað eftir eldgosið á Nýja-Sjálandi. Faðir eins, sem ekkert hefur heyrst frá, segir óvissuna það versta. 10. desember 2019 19:00 Sex lík hafa fundist úr lofti Sex eru látnir eftir eldgos á eyju við Nýja-Sjáland í gærnótt og átta er enn saknað. 10. desember 2019 13:33 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira
Jarðhræringar eru að aukast að nýju á Hvítueyju á Nýja Sjálandi og hafa þær hægt á aðgerðum viðbragðsaðila á eyjunni. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Fjallið, sem er einnig þekkt sem Whakaari, gaus á mánudag þegar tugir ferðamanna voru á eyjunni. Staðfest hefur verið að sex manns hafi látist, átta er enn saknað og er talið að þau séu öll látin. Enn eru tuttugu og fimm á sjúkrahúsi með alvarlegra áverka. Yfirvöld vonuðust til þess að hægt væri að endurheimta lík þeirra sem talin eru látin á eyjunni á miðvikudag. „Ég hef rætt við marga þeirra sem taka þátt í aðgerðunum og þeir bíða óþreyjufullir eftir að komast aftur á eyjuna, þeir vilja flytja ástvini fólks aftur heim,“ sagði Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja Sjálands, í samtali við fréttamenn. Lögregluyfirvöld segja þó að jarðhræringar á svæðinu geri viðbragðsaðilum það ókleift að fara aftur á eyjuna. „Síðan um klukkan fjögur í morgun hafa jarðhræringar færst verulega í aukana á eyjunni,“ sagði jarðfræðimiðstöðin GeoNet í tilkynningu á miðvikudagsmorgunn. „Aðstæður eru ótraustar á eyjunni. Enn er líklegt að eyjan gjósi aftur næsta sólarhringinn.“ Lögreglumálaráðherrann Stuart Nash sagði að einnig væru eitraðar gufur á eyjunni sem kæmu frá gígnum og að eyjan væri sveipuð sýrumikilli ösku. Engin ummerki hafa sést um líf á eyjunni í eftirlitsflugum og yfirvöld telja að enginn þeirra átta sem urðu eftir á eyjunni sé á lífi. Minnst fjörutíu og sjö ferðamenn frá öllum heims hornum voru á Hvítu eyju þegar hún gaus. Lögreglan hefur einnig greint frá því að af þeim þrjátíu sem slösuðust séu tuttugu og fimm enn í lífshættu. Hinir fimm sem særðust eru illa særðir en ekki lengur í lífshættu.
Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Manntjón eftir eldgos á vinsælli ferðamannaeyju Ferðamenn sáust ganga við gíg fjallsins rétt áður en gosið hófst. 9. desember 2019 06:25 Átta saknað og aðstandendur segja óvissuna versta Átta er enn saknað eftir eldgosið á Nýja-Sjálandi. Faðir eins, sem ekkert hefur heyrst frá, segir óvissuna það versta. 10. desember 2019 19:00 Sex lík hafa fundist úr lofti Sex eru látnir eftir eldgos á eyju við Nýja-Sjáland í gærnótt og átta er enn saknað. 10. desember 2019 13:33 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira
Manntjón eftir eldgos á vinsælli ferðamannaeyju Ferðamenn sáust ganga við gíg fjallsins rétt áður en gosið hófst. 9. desember 2019 06:25
Átta saknað og aðstandendur segja óvissuna versta Átta er enn saknað eftir eldgosið á Nýja-Sjálandi. Faðir eins, sem ekkert hefur heyrst frá, segir óvissuna það versta. 10. desember 2019 19:00
Sex lík hafa fundist úr lofti Sex eru látnir eftir eldgos á eyju við Nýja-Sjáland í gærnótt og átta er enn saknað. 10. desember 2019 13:33